Kvarta undan herferð Félags garðyrkjumanna Sveinn Arnarsson skrifar 15. júní 2018 06:00 Skjáskot úr umtalaðri auglýsingu Félags garðyrkjumanna. Innfluttu grænmeti var ekki gert hátt undir höfði. auglýsing félags garðyrkjumanna Innnes hefur sent inn kvörtun til Neytendastofu vegna auglýsingaherferðar Félags garðyrkjumanna þar sem borið er saman innflutt grænmeti og innlent. Telur Innnes auglýsingarnar brjóta í bága við lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Félag garðyrkjumanna hóf auglýsingaherferð sína um svipað leyti og landsmenn sátu límdir við sjónvarpstækin uppteknir af því að horfa á Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Auglýsingarnar vöktu nokkra athygli þar sem kona sést ganga í kjörbúð og taka upp innflutta agúrku. Þegar konan bar agúrkuna að eyra sínu mátti heyra sturtað niður úr klósetti. Síðar bar konan íslenska agúrku að eyra sér og heyrði þá í íslenskri náttúru. Við þetta er Innnes ekki sátt. „Þarna er verið að bera saman innflutt og innlent grænmeti og ýjað að því að allt innflutt grænmeti sé ræktað með óheilnæmu vatni og á versta veg en mikil gæði séu á bak við það innlenda,“ segir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness. „Þegar samanburðarauglýsingar eru annars vegar verða menn að hafa rökstuðning fyrir samanburðinum. Í þessu dæmi er ekki hægt að benda á neitt.“ Innnes kaupir mikið af grænmeti frá Félagi garðyrkjumanna en flytur einnig inn grænmeti og ávexti. „Við kaupum innlenda framleiðslu af því að við vitum að hún er góð. Einnig flytjum við inn mikið magn frá framleiðendum sem við skoðum og tökum út gæðin hjá,“ segir Magnús Óli.Hvað með Ara Eldjárn? Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Félags garðyrkjumanna, segir það hafa komið sér og félaginu á óvart að kvörtun hafi borist. „Við lögðum upp með nokkra lykilþætti sem er aðgengi að hreinu vatni, nálægð við markaðinn og kolefnisfótspor matvælanna sem og vinnuréttarsjónarmið. Hér eru greidd rétt laun fyrir vinnuna,“ segir Gunnlaugur. „Við vildum hafa þetta skemmtilegt og húmor í þessu. En samkvæmt þessu hafa ekki allir húmor fyrir þessu. Erum við komin á þann stað að ekkert megi segja? Við erum ekki að skaða neinn heldur aðeins vekja umræðu um mikilvæga þætti.“ Gunnlaugur bætir við að húmor sé nú ekki refsiverður. „Ef við megum ekki hafa húmor á þá að henda Mið-Íslandi og Ara Eldjárn í fangelsi?“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Innnes hefur sent inn kvörtun til Neytendastofu vegna auglýsingaherferðar Félags garðyrkjumanna þar sem borið er saman innflutt grænmeti og innlent. Telur Innnes auglýsingarnar brjóta í bága við lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Félag garðyrkjumanna hóf auglýsingaherferð sína um svipað leyti og landsmenn sátu límdir við sjónvarpstækin uppteknir af því að horfa á Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Auglýsingarnar vöktu nokkra athygli þar sem kona sést ganga í kjörbúð og taka upp innflutta agúrku. Þegar konan bar agúrkuna að eyra sínu mátti heyra sturtað niður úr klósetti. Síðar bar konan íslenska agúrku að eyra sér og heyrði þá í íslenskri náttúru. Við þetta er Innnes ekki sátt. „Þarna er verið að bera saman innflutt og innlent grænmeti og ýjað að því að allt innflutt grænmeti sé ræktað með óheilnæmu vatni og á versta veg en mikil gæði séu á bak við það innlenda,“ segir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness. „Þegar samanburðarauglýsingar eru annars vegar verða menn að hafa rökstuðning fyrir samanburðinum. Í þessu dæmi er ekki hægt að benda á neitt.“ Innnes kaupir mikið af grænmeti frá Félagi garðyrkjumanna en flytur einnig inn grænmeti og ávexti. „Við kaupum innlenda framleiðslu af því að við vitum að hún er góð. Einnig flytjum við inn mikið magn frá framleiðendum sem við skoðum og tökum út gæðin hjá,“ segir Magnús Óli.Hvað með Ara Eldjárn? Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Félags garðyrkjumanna, segir það hafa komið sér og félaginu á óvart að kvörtun hafi borist. „Við lögðum upp með nokkra lykilþætti sem er aðgengi að hreinu vatni, nálægð við markaðinn og kolefnisfótspor matvælanna sem og vinnuréttarsjónarmið. Hér eru greidd rétt laun fyrir vinnuna,“ segir Gunnlaugur. „Við vildum hafa þetta skemmtilegt og húmor í þessu. En samkvæmt þessu hafa ekki allir húmor fyrir þessu. Erum við komin á þann stað að ekkert megi segja? Við erum ekki að skaða neinn heldur aðeins vekja umræðu um mikilvæga þætti.“ Gunnlaugur bætir við að húmor sé nú ekki refsiverður. „Ef við megum ekki hafa húmor á þá að henda Mið-Íslandi og Ara Eldjárn í fangelsi?“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira