Fyrst vopnin, svo þvinganirnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. júní 2018 06:29 Utanríkisráðherrarnir funduðu í Seúl í nótt. Vísir/EPA Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Norður-Kórea verði áfram beitt viðskiptaþvingunum þangað til að stjórnvöld ríkisins hafa sýnt fram á algjöra kjarnorkuafvopnun. Ekkert var minnst á viðskiptaþvinganir í því plaggi sem Bandaríkjaforseti og leiðtogi Norður-Kóreu undirrituðu í Singapúr á þriðjudag. Engu að síður hafa norður-kóreskir miðlar fagnað sigri og greint frá því að leiðtogarnir hafi sammælst um að viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna gegn Norður-Kóreu verði aflétt. Á fundi sínum með utanríkisráðherrum Japans og Suður-Kóreu undirstrikaði Pompeo að ekkert lægi fyrir um slíkt. Þvert á móti myndu Bandaríkin ekki hvika frá stefnu sinni fyrr en að stjórnvöld í Pjongjang væru búin að losa sig fullkomlega við öll kjarnavopn.Sjá einnig: Norðurkóreskir miðlar segja að þvingunum verði afléttFjölmargir hafa gangrýnt Singapúr-samkomulagið, ekki síst á þeim forsendum að það kveður ekkert á um það hvernig og hvenær Norður-Kórea skuli kjarnorkuafvopnast. Aðeins sé talað um það að Bandaríkin og Norður-Kórea muni vinna saman að því að losa Kóreuskagann við kjarnavopn. Engu að síður hefur Bandaríkjaforseti heitið því að sameiginlegum heræfingum Bandaríkjahers og Suður-Kóreu verði hætt, en þær hafa lengi staðið í stjórnvöldum í Pjongjang. Loforð forsetans var hvorki borið undir herforingja Bandaríkjahers né yfirvöld í Suður-Kóreu. Pompeo tók því skýrt fram á fundi sínum með utanríkisráðherrunum að bandalag Japans, Suður-Kóreu og Bandaríkjanna væri áfram „óhagganlegt.“ Hann mun funda reglulega með sendinefndum Norður-Kóreu á næstu vikum og mánuðum til að að tryggja að Singapúr-samkomulaginu verði fylgt eftir. Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Gerðu stólpagrín að fundinum í Singapúr Þáttastjórnendur "kvöldþáttanna“ svokölluðu í Bandaríkjunum létu fund Donald Trump og Kim Jong-un ekki fram hjá sér fara. 13. júní 2018 10:30 Norðurkóreskir miðlar segja að þvingunum verði aflétt Ríkisdagblað Norður-Kóreu segir frá fundi Donalds Trump og Kim Jong-un í hástemmdri og gagnrýnislausri umfjöllun. Miðillinn í mótsögn við Bandaríkjaforseta þegar kemur að afléttingu viðskiptaþvingana. Bandaríkjaforseti segir þó fundinn með leiðtoga Norður-Kóreu hafa verið áhugaverðan og jákvæða reynslu. 14. júní 2018 06:00 Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Norður-Kórea verði áfram beitt viðskiptaþvingunum þangað til að stjórnvöld ríkisins hafa sýnt fram á algjöra kjarnorkuafvopnun. Ekkert var minnst á viðskiptaþvinganir í því plaggi sem Bandaríkjaforseti og leiðtogi Norður-Kóreu undirrituðu í Singapúr á þriðjudag. Engu að síður hafa norður-kóreskir miðlar fagnað sigri og greint frá því að leiðtogarnir hafi sammælst um að viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna gegn Norður-Kóreu verði aflétt. Á fundi sínum með utanríkisráðherrum Japans og Suður-Kóreu undirstrikaði Pompeo að ekkert lægi fyrir um slíkt. Þvert á móti myndu Bandaríkin ekki hvika frá stefnu sinni fyrr en að stjórnvöld í Pjongjang væru búin að losa sig fullkomlega við öll kjarnavopn.Sjá einnig: Norðurkóreskir miðlar segja að þvingunum verði afléttFjölmargir hafa gangrýnt Singapúr-samkomulagið, ekki síst á þeim forsendum að það kveður ekkert á um það hvernig og hvenær Norður-Kórea skuli kjarnorkuafvopnast. Aðeins sé talað um það að Bandaríkin og Norður-Kórea muni vinna saman að því að losa Kóreuskagann við kjarnavopn. Engu að síður hefur Bandaríkjaforseti heitið því að sameiginlegum heræfingum Bandaríkjahers og Suður-Kóreu verði hætt, en þær hafa lengi staðið í stjórnvöldum í Pjongjang. Loforð forsetans var hvorki borið undir herforingja Bandaríkjahers né yfirvöld í Suður-Kóreu. Pompeo tók því skýrt fram á fundi sínum með utanríkisráðherrunum að bandalag Japans, Suður-Kóreu og Bandaríkjanna væri áfram „óhagganlegt.“ Hann mun funda reglulega með sendinefndum Norður-Kóreu á næstu vikum og mánuðum til að að tryggja að Singapúr-samkomulaginu verði fylgt eftir.
Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Gerðu stólpagrín að fundinum í Singapúr Þáttastjórnendur "kvöldþáttanna“ svokölluðu í Bandaríkjunum létu fund Donald Trump og Kim Jong-un ekki fram hjá sér fara. 13. júní 2018 10:30 Norðurkóreskir miðlar segja að þvingunum verði aflétt Ríkisdagblað Norður-Kóreu segir frá fundi Donalds Trump og Kim Jong-un í hástemmdri og gagnrýnislausri umfjöllun. Miðillinn í mótsögn við Bandaríkjaforseta þegar kemur að afléttingu viðskiptaþvingana. Bandaríkjaforseti segir þó fundinn með leiðtoga Norður-Kóreu hafa verið áhugaverðan og jákvæða reynslu. 14. júní 2018 06:00 Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Sjá meira
Gerðu stólpagrín að fundinum í Singapúr Þáttastjórnendur "kvöldþáttanna“ svokölluðu í Bandaríkjunum létu fund Donald Trump og Kim Jong-un ekki fram hjá sér fara. 13. júní 2018 10:30
Norðurkóreskir miðlar segja að þvingunum verði aflétt Ríkisdagblað Norður-Kóreu segir frá fundi Donalds Trump og Kim Jong-un í hástemmdri og gagnrýnislausri umfjöllun. Miðillinn í mótsögn við Bandaríkjaforseta þegar kemur að afléttingu viðskiptaþvingana. Bandaríkjaforseti segir þó fundinn með leiðtoga Norður-Kóreu hafa verið áhugaverðan og jákvæða reynslu. 14. júní 2018 06:00
Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45