Ýmsir uggandi yfir framtíð Iðnó Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 14. júní 2018 08:00 Inga Bjarnason hefur verið með stærstu sýningarnar í Iðnó í 20 ár. Fréttablaðið/Þórsteinn Inga Bjarnason leikstjóri hefur áhyggjur af ástandinu í Iðnó og hefur ákveðið að færa sig yfir í Tjarnarbíó. „Þetta er sorglegra en tárum taki,“ segir Inga en Iðnó hefur verið lokað frá því í byrjun júní. Iðnó var synjað um rekstrarleyfi í lok maí, vegna neikvæðra umsagna frá borginni og tengdist það meðal annars því að staðurinn uppfyllti ekki ákveðin öryggisskilyrði. Slökkviliðið og byggingarfulltrúi gerðu síðan úttekt í síðustu viku og voru niðurstöður aftur neikvæðar. Inga hefur flutt sínar stærstu sýningar í Iðnó í yfir 20 ár, stórar klassískar sýningar ásamt því að hafa stofnað barnaleikhús sem hefur átt heimili í Iðnó í fleiri ár. „Mér var sagt að þetta yrði rekið með sama móti og áður, þegar Margrét Rósa Einarsdóttir sá um rekstur. Ég lét á það reyna og var með sýningu um jólin. Eftir þá reynslu sá ég mig knúna til að færa mig yfir í Tjarnarbíó,“ segir Inga.Sjá einnig: Þurftu að bregðast skjótt við eftir að löggan skellti í lás í Iðnó Margrét Rósa Einarsdóttir rak Iðnó í um 16 ár þar til nýir rekstraraðilar gerðu samning við Reykjavíkurborg á síðasta ári. „Mér leist ekki á hvernig vinnubrögðum var háttað þarna. Húsið er illa hirt og það er búið að nýta búningsherbergin, sem hafa verið þarna í yfir 100 ár, í geymslur.“„Ég get ekki séð að það sé nein hugsun þarna í þágu menningar. Þetta virkar eins og félagsheimili fyrir ferðamenn. Þetta er ekki sama húsið.“ Hún setur spurningarmerki við það hvers vegna hafi verið ákveðið að umturna starfi sem stóð í blóma. Þórunn Guðmundsdóttir tekur í sama streng og segir það afar leiðinlegt að Iðnó hafi þurft að skella í lás. „Þessir menn sem reka Iðnó eru nú afskaplega indælir og þægilegir í alla staði en það virðist vera lítil þekking til staðar á því hvernig leikhúsi er háttað. Það er varla hægt að setja neitt þarna upp lengur og búningsherbergin eru nýtt í annað,“ segir Þórunn Guðmundsdóttir tónlistarkona en hún hefur meðal annars sett upp óperur í Iðnó. „Mér finnst það sorglegt að þetta fallega leikhús borgarinnar sé notað í eitthvað annað. Það hafa verið gerðar afskaplega miklar breytingar á starfseminni. Áherslan er greinilega lögð á annað en leikhús.“Unnið að umbótum René Boonekamp, rekstraraðili Iðnó, segir að nú sé unnið að umbótum til þess að uppfylla öryggisskilyrði fyrir rekstrarleyfi. „Við höfum næstum því góðar fréttir. Við erum að laga ákveðna hluti svo að við getum fengið nýtt rekstrarleyfi,“ segir Boonekamp og er bjartsýnn. Aðspurður hvort Iðnó verði opnað í sumar svarar hann því játandi en veit þó ekki nákvæmlega hvenær það verður. „Fallegur staður eins og þessi á ekki að vera lokaður. Við vonumst eftir því að geta opnað sem fyrst.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Óánægja með nýjan bar í friðlýstu húsi Iðnó Breyting hefur verið gerð á innra skipulagi Iðnó sem fellur ekki í kramið hjá Minjastofnun og arkitekt. „Þetta er á mjög gráu svæði,“ segir arkitektinn. Skellt var í lás í Iðnó eftir að í ljós kom að starfsemi þar hefði ekki rekstrarleyfi. 5. júní 2018 08:00 Þurftu að bregðast skjótt við eftir að löggan skellti í lás í Iðnó Allt á misskilningi byggt segir rekstrarstjórinn sem fengið hefur leyfi til veitingahalds á ný. 25. maí 2018 14:36 Reka Iðnó án rekstrarleyfis Iðnó í Reykjavík er rekið án rekstrarleyfis samkvæmt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. 31. maí 2018 06:00 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Sjá meira
Inga Bjarnason leikstjóri hefur áhyggjur af ástandinu í Iðnó og hefur ákveðið að færa sig yfir í Tjarnarbíó. „Þetta er sorglegra en tárum taki,“ segir Inga en Iðnó hefur verið lokað frá því í byrjun júní. Iðnó var synjað um rekstrarleyfi í lok maí, vegna neikvæðra umsagna frá borginni og tengdist það meðal annars því að staðurinn uppfyllti ekki ákveðin öryggisskilyrði. Slökkviliðið og byggingarfulltrúi gerðu síðan úttekt í síðustu viku og voru niðurstöður aftur neikvæðar. Inga hefur flutt sínar stærstu sýningar í Iðnó í yfir 20 ár, stórar klassískar sýningar ásamt því að hafa stofnað barnaleikhús sem hefur átt heimili í Iðnó í fleiri ár. „Mér var sagt að þetta yrði rekið með sama móti og áður, þegar Margrét Rósa Einarsdóttir sá um rekstur. Ég lét á það reyna og var með sýningu um jólin. Eftir þá reynslu sá ég mig knúna til að færa mig yfir í Tjarnarbíó,“ segir Inga.Sjá einnig: Þurftu að bregðast skjótt við eftir að löggan skellti í lás í Iðnó Margrét Rósa Einarsdóttir rak Iðnó í um 16 ár þar til nýir rekstraraðilar gerðu samning við Reykjavíkurborg á síðasta ári. „Mér leist ekki á hvernig vinnubrögðum var háttað þarna. Húsið er illa hirt og það er búið að nýta búningsherbergin, sem hafa verið þarna í yfir 100 ár, í geymslur.“„Ég get ekki séð að það sé nein hugsun þarna í þágu menningar. Þetta virkar eins og félagsheimili fyrir ferðamenn. Þetta er ekki sama húsið.“ Hún setur spurningarmerki við það hvers vegna hafi verið ákveðið að umturna starfi sem stóð í blóma. Þórunn Guðmundsdóttir tekur í sama streng og segir það afar leiðinlegt að Iðnó hafi þurft að skella í lás. „Þessir menn sem reka Iðnó eru nú afskaplega indælir og þægilegir í alla staði en það virðist vera lítil þekking til staðar á því hvernig leikhúsi er háttað. Það er varla hægt að setja neitt þarna upp lengur og búningsherbergin eru nýtt í annað,“ segir Þórunn Guðmundsdóttir tónlistarkona en hún hefur meðal annars sett upp óperur í Iðnó. „Mér finnst það sorglegt að þetta fallega leikhús borgarinnar sé notað í eitthvað annað. Það hafa verið gerðar afskaplega miklar breytingar á starfseminni. Áherslan er greinilega lögð á annað en leikhús.“Unnið að umbótum René Boonekamp, rekstraraðili Iðnó, segir að nú sé unnið að umbótum til þess að uppfylla öryggisskilyrði fyrir rekstrarleyfi. „Við höfum næstum því góðar fréttir. Við erum að laga ákveðna hluti svo að við getum fengið nýtt rekstrarleyfi,“ segir Boonekamp og er bjartsýnn. Aðspurður hvort Iðnó verði opnað í sumar svarar hann því játandi en veit þó ekki nákvæmlega hvenær það verður. „Fallegur staður eins og þessi á ekki að vera lokaður. Við vonumst eftir því að geta opnað sem fyrst.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Óánægja með nýjan bar í friðlýstu húsi Iðnó Breyting hefur verið gerð á innra skipulagi Iðnó sem fellur ekki í kramið hjá Minjastofnun og arkitekt. „Þetta er á mjög gráu svæði,“ segir arkitektinn. Skellt var í lás í Iðnó eftir að í ljós kom að starfsemi þar hefði ekki rekstrarleyfi. 5. júní 2018 08:00 Þurftu að bregðast skjótt við eftir að löggan skellti í lás í Iðnó Allt á misskilningi byggt segir rekstrarstjórinn sem fengið hefur leyfi til veitingahalds á ný. 25. maí 2018 14:36 Reka Iðnó án rekstrarleyfis Iðnó í Reykjavík er rekið án rekstrarleyfis samkvæmt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. 31. maí 2018 06:00 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Sjá meira
Óánægja með nýjan bar í friðlýstu húsi Iðnó Breyting hefur verið gerð á innra skipulagi Iðnó sem fellur ekki í kramið hjá Minjastofnun og arkitekt. „Þetta er á mjög gráu svæði,“ segir arkitektinn. Skellt var í lás í Iðnó eftir að í ljós kom að starfsemi þar hefði ekki rekstrarleyfi. 5. júní 2018 08:00
Þurftu að bregðast skjótt við eftir að löggan skellti í lás í Iðnó Allt á misskilningi byggt segir rekstrarstjórinn sem fengið hefur leyfi til veitingahalds á ný. 25. maí 2018 14:36
Reka Iðnó án rekstrarleyfis Iðnó í Reykjavík er rekið án rekstrarleyfis samkvæmt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. 31. maí 2018 06:00