Ítarlegri sáttmáli en gerður var eftir kosningarnar árið 2014 TG skrifar 14. júní 2018 06:00 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri smellti mynd af Líf Magneudóttur, fráfarandi forseta borgarstjórnar, og Dóru Björt Guðjónsdóttur, verðandi forseta borgarstjórnar, þegar nýi meirihlutinn var kynntur Fréttablaðið/Anton Brink Samstarfssáttmáli Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og VG sem undirritaðar var við Breiðholtslaug á þriðjudaginn er mun lengri og ítarlegri en sá sem meirihlutinn sem tók við 2014 gerði með sér. Umhverfismál, jafnréttismál, lýðræði, þjónusta borgarinnar, húsnæðismál og Borgarlína verða meginatriði hjá nýjum meirihluta. Fulltrúar minnihlutans telja sáttmálann óskýran og loðinn. Pawel Bartoszek, nýkjörinn borgarfulltrúi Viðreisnar, segist mjög sáttur við þær auknu áherslur á atvinnumálin sem birtast í þessum sáttmála. „Sérstakur kafli er um atvinnumál, við lögðum áherslu á lækkun fasteignaskatts fyrir kosningar, sem nú verður að veruleika á kjörtímabilinu. Við viljum gera borgina samkeppnishæfari.“ Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, segir að þegar fjórir flokkar koma saman séu allir með sínar áherslur og enginn fái allt. Vinstri græn lögðu mikla áherslu á velferðarmálin, menntaog umhverfismálin sem nú verði gert hærra undir höfði en áður.Sjá einnig: Borgarlína, húsnæðismál og leikskólamál í aðalhlutverkum sáttmála nýs meirihluta „Ég er gríðarlega sátt við að áherslur Vinstri grænna um að hækka laun kvennastétta, eyða sárri fátækt og móta kjarastefnu náðu fram að ganga. Þá erum við líka að létta fjárhagslegar byrðar á fjölskyldum barna.“ Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir sáttamálann vera um óbreytt ástand og boðar öflugt aðhald í minnihluta. „Ég er búinn að renna í gegnum samninginn. Þar er ekki mikið af skýrum markmiðum, þetta er frekar loðið og virðist eiga að gerast á næsta kjörtímabili frekar en þessu. Það er ýmislegt sem á að taka gildi annaðhvort í lok kjörtímabils eða samhliða einhverju sem ekki er í hendi.“ Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavík, telur samninginn mikil vonbrigði og finnst þetta ekki einu sinni vera brauðmolar til hinna verst settu. „Við sjáum að það er ekkert í þessum sáttmála í líkingu við það sem kosningabaráttan snerist um, 500 félagslegar íbúðir eru allt of lítið þegar nánast helmingi fleiri eru á biðlista. Það er allt of mikið talað um að stefna að einhverju, allt of fá atriði sem hægt er að leggja almennilega mat á.“ Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Dagur áfram borgarstjóri í Reykjavík Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna sem ein heild. 12. júní 2018 10:45 Vonast eftir góðu samstarfi við minnihlutann í Reykjavík Mikil bjartsýni er meðal stjórnarliða meirihlutans í borginni fyrir komandi kjörtímabil. Segja mikinn samhljóm milli flokkanna. Meirihlutinn er myndaður um jákvæða borgarþróun, húsnæðismál, borgarlínu og skipulags- og samgöngumál. 13. júní 2018 06:00 Borgarlína, húsnæðismál og leikskólamál í aðalhlutverkum sáttmála nýs meirihluta Skrifað var undir meirihlutasáttmála nýs meirihluta í dag. 12. júní 2018 12:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira
Samstarfssáttmáli Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og VG sem undirritaðar var við Breiðholtslaug á þriðjudaginn er mun lengri og ítarlegri en sá sem meirihlutinn sem tók við 2014 gerði með sér. Umhverfismál, jafnréttismál, lýðræði, þjónusta borgarinnar, húsnæðismál og Borgarlína verða meginatriði hjá nýjum meirihluta. Fulltrúar minnihlutans telja sáttmálann óskýran og loðinn. Pawel Bartoszek, nýkjörinn borgarfulltrúi Viðreisnar, segist mjög sáttur við þær auknu áherslur á atvinnumálin sem birtast í þessum sáttmála. „Sérstakur kafli er um atvinnumál, við lögðum áherslu á lækkun fasteignaskatts fyrir kosningar, sem nú verður að veruleika á kjörtímabilinu. Við viljum gera borgina samkeppnishæfari.“ Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, segir að þegar fjórir flokkar koma saman séu allir með sínar áherslur og enginn fái allt. Vinstri græn lögðu mikla áherslu á velferðarmálin, menntaog umhverfismálin sem nú verði gert hærra undir höfði en áður.Sjá einnig: Borgarlína, húsnæðismál og leikskólamál í aðalhlutverkum sáttmála nýs meirihluta „Ég er gríðarlega sátt við að áherslur Vinstri grænna um að hækka laun kvennastétta, eyða sárri fátækt og móta kjarastefnu náðu fram að ganga. Þá erum við líka að létta fjárhagslegar byrðar á fjölskyldum barna.“ Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir sáttamálann vera um óbreytt ástand og boðar öflugt aðhald í minnihluta. „Ég er búinn að renna í gegnum samninginn. Þar er ekki mikið af skýrum markmiðum, þetta er frekar loðið og virðist eiga að gerast á næsta kjörtímabili frekar en þessu. Það er ýmislegt sem á að taka gildi annaðhvort í lok kjörtímabils eða samhliða einhverju sem ekki er í hendi.“ Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavík, telur samninginn mikil vonbrigði og finnst þetta ekki einu sinni vera brauðmolar til hinna verst settu. „Við sjáum að það er ekkert í þessum sáttmála í líkingu við það sem kosningabaráttan snerist um, 500 félagslegar íbúðir eru allt of lítið þegar nánast helmingi fleiri eru á biðlista. Það er allt of mikið talað um að stefna að einhverju, allt of fá atriði sem hægt er að leggja almennilega mat á.“
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Dagur áfram borgarstjóri í Reykjavík Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna sem ein heild. 12. júní 2018 10:45 Vonast eftir góðu samstarfi við minnihlutann í Reykjavík Mikil bjartsýni er meðal stjórnarliða meirihlutans í borginni fyrir komandi kjörtímabil. Segja mikinn samhljóm milli flokkanna. Meirihlutinn er myndaður um jákvæða borgarþróun, húsnæðismál, borgarlínu og skipulags- og samgöngumál. 13. júní 2018 06:00 Borgarlína, húsnæðismál og leikskólamál í aðalhlutverkum sáttmála nýs meirihluta Skrifað var undir meirihlutasáttmála nýs meirihluta í dag. 12. júní 2018 12:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira
Dagur áfram borgarstjóri í Reykjavík Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna sem ein heild. 12. júní 2018 10:45
Vonast eftir góðu samstarfi við minnihlutann í Reykjavík Mikil bjartsýni er meðal stjórnarliða meirihlutans í borginni fyrir komandi kjörtímabil. Segja mikinn samhljóm milli flokkanna. Meirihlutinn er myndaður um jákvæða borgarþróun, húsnæðismál, borgarlínu og skipulags- og samgöngumál. 13. júní 2018 06:00
Borgarlína, húsnæðismál og leikskólamál í aðalhlutverkum sáttmála nýs meirihluta Skrifað var undir meirihlutasáttmála nýs meirihluta í dag. 12. júní 2018 12:00