Ítarlegri sáttmáli en gerður var eftir kosningarnar árið 2014 TG skrifar 14. júní 2018 06:00 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri smellti mynd af Líf Magneudóttur, fráfarandi forseta borgarstjórnar, og Dóru Björt Guðjónsdóttur, verðandi forseta borgarstjórnar, þegar nýi meirihlutinn var kynntur Fréttablaðið/Anton Brink Samstarfssáttmáli Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og VG sem undirritaðar var við Breiðholtslaug á þriðjudaginn er mun lengri og ítarlegri en sá sem meirihlutinn sem tók við 2014 gerði með sér. Umhverfismál, jafnréttismál, lýðræði, þjónusta borgarinnar, húsnæðismál og Borgarlína verða meginatriði hjá nýjum meirihluta. Fulltrúar minnihlutans telja sáttmálann óskýran og loðinn. Pawel Bartoszek, nýkjörinn borgarfulltrúi Viðreisnar, segist mjög sáttur við þær auknu áherslur á atvinnumálin sem birtast í þessum sáttmála. „Sérstakur kafli er um atvinnumál, við lögðum áherslu á lækkun fasteignaskatts fyrir kosningar, sem nú verður að veruleika á kjörtímabilinu. Við viljum gera borgina samkeppnishæfari.“ Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, segir að þegar fjórir flokkar koma saman séu allir með sínar áherslur og enginn fái allt. Vinstri græn lögðu mikla áherslu á velferðarmálin, menntaog umhverfismálin sem nú verði gert hærra undir höfði en áður.Sjá einnig: Borgarlína, húsnæðismál og leikskólamál í aðalhlutverkum sáttmála nýs meirihluta „Ég er gríðarlega sátt við að áherslur Vinstri grænna um að hækka laun kvennastétta, eyða sárri fátækt og móta kjarastefnu náðu fram að ganga. Þá erum við líka að létta fjárhagslegar byrðar á fjölskyldum barna.“ Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir sáttamálann vera um óbreytt ástand og boðar öflugt aðhald í minnihluta. „Ég er búinn að renna í gegnum samninginn. Þar er ekki mikið af skýrum markmiðum, þetta er frekar loðið og virðist eiga að gerast á næsta kjörtímabili frekar en þessu. Það er ýmislegt sem á að taka gildi annaðhvort í lok kjörtímabils eða samhliða einhverju sem ekki er í hendi.“ Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavík, telur samninginn mikil vonbrigði og finnst þetta ekki einu sinni vera brauðmolar til hinna verst settu. „Við sjáum að það er ekkert í þessum sáttmála í líkingu við það sem kosningabaráttan snerist um, 500 félagslegar íbúðir eru allt of lítið þegar nánast helmingi fleiri eru á biðlista. Það er allt of mikið talað um að stefna að einhverju, allt of fá atriði sem hægt er að leggja almennilega mat á.“ Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Dagur áfram borgarstjóri í Reykjavík Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna sem ein heild. 12. júní 2018 10:45 Vonast eftir góðu samstarfi við minnihlutann í Reykjavík Mikil bjartsýni er meðal stjórnarliða meirihlutans í borginni fyrir komandi kjörtímabil. Segja mikinn samhljóm milli flokkanna. Meirihlutinn er myndaður um jákvæða borgarþróun, húsnæðismál, borgarlínu og skipulags- og samgöngumál. 13. júní 2018 06:00 Borgarlína, húsnæðismál og leikskólamál í aðalhlutverkum sáttmála nýs meirihluta Skrifað var undir meirihlutasáttmála nýs meirihluta í dag. 12. júní 2018 12:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Samstarfssáttmáli Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og VG sem undirritaðar var við Breiðholtslaug á þriðjudaginn er mun lengri og ítarlegri en sá sem meirihlutinn sem tók við 2014 gerði með sér. Umhverfismál, jafnréttismál, lýðræði, þjónusta borgarinnar, húsnæðismál og Borgarlína verða meginatriði hjá nýjum meirihluta. Fulltrúar minnihlutans telja sáttmálann óskýran og loðinn. Pawel Bartoszek, nýkjörinn borgarfulltrúi Viðreisnar, segist mjög sáttur við þær auknu áherslur á atvinnumálin sem birtast í þessum sáttmála. „Sérstakur kafli er um atvinnumál, við lögðum áherslu á lækkun fasteignaskatts fyrir kosningar, sem nú verður að veruleika á kjörtímabilinu. Við viljum gera borgina samkeppnishæfari.“ Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, segir að þegar fjórir flokkar koma saman séu allir með sínar áherslur og enginn fái allt. Vinstri græn lögðu mikla áherslu á velferðarmálin, menntaog umhverfismálin sem nú verði gert hærra undir höfði en áður.Sjá einnig: Borgarlína, húsnæðismál og leikskólamál í aðalhlutverkum sáttmála nýs meirihluta „Ég er gríðarlega sátt við að áherslur Vinstri grænna um að hækka laun kvennastétta, eyða sárri fátækt og móta kjarastefnu náðu fram að ganga. Þá erum við líka að létta fjárhagslegar byrðar á fjölskyldum barna.“ Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir sáttamálann vera um óbreytt ástand og boðar öflugt aðhald í minnihluta. „Ég er búinn að renna í gegnum samninginn. Þar er ekki mikið af skýrum markmiðum, þetta er frekar loðið og virðist eiga að gerast á næsta kjörtímabili frekar en þessu. Það er ýmislegt sem á að taka gildi annaðhvort í lok kjörtímabils eða samhliða einhverju sem ekki er í hendi.“ Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavík, telur samninginn mikil vonbrigði og finnst þetta ekki einu sinni vera brauðmolar til hinna verst settu. „Við sjáum að það er ekkert í þessum sáttmála í líkingu við það sem kosningabaráttan snerist um, 500 félagslegar íbúðir eru allt of lítið þegar nánast helmingi fleiri eru á biðlista. Það er allt of mikið talað um að stefna að einhverju, allt of fá atriði sem hægt er að leggja almennilega mat á.“
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Dagur áfram borgarstjóri í Reykjavík Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna sem ein heild. 12. júní 2018 10:45 Vonast eftir góðu samstarfi við minnihlutann í Reykjavík Mikil bjartsýni er meðal stjórnarliða meirihlutans í borginni fyrir komandi kjörtímabil. Segja mikinn samhljóm milli flokkanna. Meirihlutinn er myndaður um jákvæða borgarþróun, húsnæðismál, borgarlínu og skipulags- og samgöngumál. 13. júní 2018 06:00 Borgarlína, húsnæðismál og leikskólamál í aðalhlutverkum sáttmála nýs meirihluta Skrifað var undir meirihlutasáttmála nýs meirihluta í dag. 12. júní 2018 12:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Dagur áfram borgarstjóri í Reykjavík Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna sem ein heild. 12. júní 2018 10:45
Vonast eftir góðu samstarfi við minnihlutann í Reykjavík Mikil bjartsýni er meðal stjórnarliða meirihlutans í borginni fyrir komandi kjörtímabil. Segja mikinn samhljóm milli flokkanna. Meirihlutinn er myndaður um jákvæða borgarþróun, húsnæðismál, borgarlínu og skipulags- og samgöngumál. 13. júní 2018 06:00
Borgarlína, húsnæðismál og leikskólamál í aðalhlutverkum sáttmála nýs meirihluta Skrifað var undir meirihlutasáttmála nýs meirihluta í dag. 12. júní 2018 12:00