Uppgjör við Pál Magnússon í Eyjum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 14. júní 2018 06:00 Páll Magnússon er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum lýsir yfir vantrausti á Pál Magnússon, alþingismann og oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, sem tekinn var úr fulltrúaráðinu með lófaklappi á aukaaðalfundi í Eyjum í gærkvöldi. Í harðorðri ályktun fulltrúaráðsins segir meðal annars: „Vegna fordæmalausrar framgöngu oddvita flokksins í Suðurkjördæmi í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum lýsir aukaaðalfundur fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum fullu vantrausti á 1. þingmann Suðurkjördæmis, Pál Magnússon. Fulltrúaráðið getur ekki litið á þingmanninn sem trúnaðarmann Sjálfstæðisflokksins og óskar eftir fundi með forystu flokksins vegna þeirrar alvarlega stöðu sem upp er komin.“Sjá einnig: Páll sagður rúinn trausti í kjördæminu „Ég mun ræða þetta mál við mitt fólk,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, en vildi ekki tjá sig frekar um málið þegar Fréttablaðið náði tali af honum skömmu eftir fundinn. Eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku, eru Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum reiðir oddvita sínum fyrir framgöngu hans í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga en þeir segja hann hafa stutt klofningsframboð Írisar Róbertsdóttur en hundsað framboð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum með öllu, þvert á það sem almennt tíðkast meðal þingmanna kjördæmisins í sínum heimabyggðum. Í kosningunum tapaði flokkurinn þeim meirihluta sem hann hefur haft í bæjarfélaginu undanfarin tólf ár. Framboð Írisar, Fyrir Heimaey, hlaut góða kosningu og myndaði meirihluta með Eyjalistanum og Íris settist í stól bæjarstjóra í Eyjum, en þar hefur Elliði Vignisson setið undanfarin 12 ár. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Páll sagður rúinn trausti í kjördæminu Sjálfstæðismenn í Eyjum eru æfir af reiði vegna framgöngu Páls Magnússonar, oddvita kjördæmisins, í aðdraganda nýafstaðinna kosninga. Segja hann bera ábyrgð á því að meirihluti flokksins féll í Vestmannaeyjum. 7. júní 2018 07:00 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum lýsir yfir vantrausti á Pál Magnússon, alþingismann og oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, sem tekinn var úr fulltrúaráðinu með lófaklappi á aukaaðalfundi í Eyjum í gærkvöldi. Í harðorðri ályktun fulltrúaráðsins segir meðal annars: „Vegna fordæmalausrar framgöngu oddvita flokksins í Suðurkjördæmi í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum lýsir aukaaðalfundur fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum fullu vantrausti á 1. þingmann Suðurkjördæmis, Pál Magnússon. Fulltrúaráðið getur ekki litið á þingmanninn sem trúnaðarmann Sjálfstæðisflokksins og óskar eftir fundi með forystu flokksins vegna þeirrar alvarlega stöðu sem upp er komin.“Sjá einnig: Páll sagður rúinn trausti í kjördæminu „Ég mun ræða þetta mál við mitt fólk,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, en vildi ekki tjá sig frekar um málið þegar Fréttablaðið náði tali af honum skömmu eftir fundinn. Eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku, eru Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum reiðir oddvita sínum fyrir framgöngu hans í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga en þeir segja hann hafa stutt klofningsframboð Írisar Róbertsdóttur en hundsað framboð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum með öllu, þvert á það sem almennt tíðkast meðal þingmanna kjördæmisins í sínum heimabyggðum. Í kosningunum tapaði flokkurinn þeim meirihluta sem hann hefur haft í bæjarfélaginu undanfarin tólf ár. Framboð Írisar, Fyrir Heimaey, hlaut góða kosningu og myndaði meirihluta með Eyjalistanum og Íris settist í stól bæjarstjóra í Eyjum, en þar hefur Elliði Vignisson setið undanfarin 12 ár.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Páll sagður rúinn trausti í kjördæminu Sjálfstæðismenn í Eyjum eru æfir af reiði vegna framgöngu Páls Magnússonar, oddvita kjördæmisins, í aðdraganda nýafstaðinna kosninga. Segja hann bera ábyrgð á því að meirihluti flokksins féll í Vestmannaeyjum. 7. júní 2018 07:00 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Páll sagður rúinn trausti í kjördæminu Sjálfstæðismenn í Eyjum eru æfir af reiði vegna framgöngu Páls Magnússonar, oddvita kjördæmisins, í aðdraganda nýafstaðinna kosninga. Segja hann bera ábyrgð á því að meirihluti flokksins féll í Vestmannaeyjum. 7. júní 2018 07:00