Hlýtur alþjóðleg verðlaun fyrir rannsóknir á sviði mergæxla Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. júní 2018 15:11 Sigurður Yngvi Kristinsson er prófessor í blóðsjúkdómum við Læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur á Landspítalanum. háskóli íslands/kristinn ingvarsson Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor í blóðsjúkdómum við Læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur á Landspítalanum, hlaut í gærkvöldi sérstök alþjóðleg heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi rannsóknir á sviði mergæxla. Er þetta í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt að því er fram kemur í tilkynningu frá HÍ en það eru Alþjóða mergæxlissamtökin sem standa fyrir verðlaununum. Samtökin eru samtök lækna og vísindamanna sem leita lækningu á mergæxli sem er til þessa ólæknandi sjúkdómur. Verðlaunin eru kennd við Brian Durie, stjórnarformann Alþjóða mergæxlissamtakanna og frumkvöðul í meðferð krabbameina hjá Cedar-Sinai meðferðarstöðinni í Los Angeles. „Það er gríðarlega mikill heiður að vera fyrsti móttakandi þessara virtu verðlauna Alþjóða mergæxlissamtakanna,“ segir Sigurður Yngvi í tilkynningu frá HÍ. Hann fer nú fyrir stórum hópi vísindamanna og nemenda við HÍ og Landspítala sem rannsakar mergæxla og framvindu sjúkdómsins í mannslíkamanum. „Við sjáum nú þegar að rannsóknin mun veita gríðarlega miklar upplýsingar um forstig mergæxla og almennt um mergæxli. Aldrei hefur verið framkvæmd stærri eða ítarlegri rannsókn hjá heilli þjóð,“ segir Sigurður Yngvi en í tengslum við rannsóknina var hleypt af stokkum þjóðarátakinu Blóðskimun til bjargar. Auk Háskólans og Landspítalans koma Krabbameinsfélagið og Perluvinir – félag mergæxlissjúklinga á Íslandi að þessu mikla átaki. „Þetta er fyrst og fremst viðurkenning á því starfi sem teymi mitt hefur unnið að undanfarin ár í þessu mikla átaki,“ segir Sigurður Yngvi. „Vísindi snúast um samstarf en ekki einstaklingsframlag. Ég er svo ótrúlega heppinn að vinna með frábærum vísindamönnum í rannsóknarhópi mínum sem og öðrum framúrskarandi vísindamönnum hérlendis og út um allan heim. Þessi verðlaun er hvatning fyrir okkur að halda áfram,“ segir Sigurður Yngvi. Ætlunin er að rannsaka hvort ávinningur sé af því að skima fyrir forstigi mergæxlis og þar með fyrir mergæxli. „Það gerðum við með því að bjóða til þátttöku öllum einstaklingum sem búsettir eru á Íslandi og fæddir eru 1975 eða fyrr, og rúmlega 80 þúsund manns samþykktu þátttöku,“ segir Sigurður Yngvi. Mergæxli er ólæknandi sjúkdómur í beinmerg og einkenna sjúkdómsins verður oft ekki vart fyrr en hann hefur haft alvarleg áhrif á heilsuna. Árlega greinast um 20 til 25 manns með sjúkdóminn hér á landi og alls um 200 þúsund manns í heiminum öllum. Fyrir utan vitneskjuna um mergæxli veitir rannsóknin mikilvægar upplýsingar um krabbamein almennt og krabbameinsleit eða skimanir. „Í raun er þetta einstakt tækifæri sem við höfum hér á landi til að láta gott af okkur leiða og við munum örugglega fá mikilvæga vitneskju um forstig mergæxlis og almennt um krabbameinsskimanir, sem mun hjálpa sjúklingum framtíðarinnar um allan heim,“ segir Sigurður Yngvi. Vísindi Tengdar fréttir Tugþúsundum sýna þegar verið safnað í sögulegri rannsókn Tæplega 25 prósent þjóðarinnar taka þátt í skimun fyrir mergæxlum. Þjóðarátakinu lýkur 1. desember. Vísindarannsóknin er ein sú viðamesta sem framkvæmd hefur verið. 25. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Sjá meira
Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor í blóðsjúkdómum við Læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur á Landspítalanum, hlaut í gærkvöldi sérstök alþjóðleg heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi rannsóknir á sviði mergæxla. Er þetta í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt að því er fram kemur í tilkynningu frá HÍ en það eru Alþjóða mergæxlissamtökin sem standa fyrir verðlaununum. Samtökin eru samtök lækna og vísindamanna sem leita lækningu á mergæxli sem er til þessa ólæknandi sjúkdómur. Verðlaunin eru kennd við Brian Durie, stjórnarformann Alþjóða mergæxlissamtakanna og frumkvöðul í meðferð krabbameina hjá Cedar-Sinai meðferðarstöðinni í Los Angeles. „Það er gríðarlega mikill heiður að vera fyrsti móttakandi þessara virtu verðlauna Alþjóða mergæxlissamtakanna,“ segir Sigurður Yngvi í tilkynningu frá HÍ. Hann fer nú fyrir stórum hópi vísindamanna og nemenda við HÍ og Landspítala sem rannsakar mergæxla og framvindu sjúkdómsins í mannslíkamanum. „Við sjáum nú þegar að rannsóknin mun veita gríðarlega miklar upplýsingar um forstig mergæxla og almennt um mergæxli. Aldrei hefur verið framkvæmd stærri eða ítarlegri rannsókn hjá heilli þjóð,“ segir Sigurður Yngvi en í tengslum við rannsóknina var hleypt af stokkum þjóðarátakinu Blóðskimun til bjargar. Auk Háskólans og Landspítalans koma Krabbameinsfélagið og Perluvinir – félag mergæxlissjúklinga á Íslandi að þessu mikla átaki. „Þetta er fyrst og fremst viðurkenning á því starfi sem teymi mitt hefur unnið að undanfarin ár í þessu mikla átaki,“ segir Sigurður Yngvi. „Vísindi snúast um samstarf en ekki einstaklingsframlag. Ég er svo ótrúlega heppinn að vinna með frábærum vísindamönnum í rannsóknarhópi mínum sem og öðrum framúrskarandi vísindamönnum hérlendis og út um allan heim. Þessi verðlaun er hvatning fyrir okkur að halda áfram,“ segir Sigurður Yngvi. Ætlunin er að rannsaka hvort ávinningur sé af því að skima fyrir forstigi mergæxlis og þar með fyrir mergæxli. „Það gerðum við með því að bjóða til þátttöku öllum einstaklingum sem búsettir eru á Íslandi og fæddir eru 1975 eða fyrr, og rúmlega 80 þúsund manns samþykktu þátttöku,“ segir Sigurður Yngvi. Mergæxli er ólæknandi sjúkdómur í beinmerg og einkenna sjúkdómsins verður oft ekki vart fyrr en hann hefur haft alvarleg áhrif á heilsuna. Árlega greinast um 20 til 25 manns með sjúkdóminn hér á landi og alls um 200 þúsund manns í heiminum öllum. Fyrir utan vitneskjuna um mergæxli veitir rannsóknin mikilvægar upplýsingar um krabbamein almennt og krabbameinsleit eða skimanir. „Í raun er þetta einstakt tækifæri sem við höfum hér á landi til að láta gott af okkur leiða og við munum örugglega fá mikilvæga vitneskju um forstig mergæxlis og almennt um krabbameinsskimanir, sem mun hjálpa sjúklingum framtíðarinnar um allan heim,“ segir Sigurður Yngvi.
Vísindi Tengdar fréttir Tugþúsundum sýna þegar verið safnað í sögulegri rannsókn Tæplega 25 prósent þjóðarinnar taka þátt í skimun fyrir mergæxlum. Þjóðarátakinu lýkur 1. desember. Vísindarannsóknin er ein sú viðamesta sem framkvæmd hefur verið. 25. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Sjá meira
Tugþúsundum sýna þegar verið safnað í sögulegri rannsókn Tæplega 25 prósent þjóðarinnar taka þátt í skimun fyrir mergæxlum. Þjóðarátakinu lýkur 1. desember. Vísindarannsóknin er ein sú viðamesta sem framkvæmd hefur verið. 25. nóvember 2017 07:00
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?