Ummæli Trump um æfingar og brottflutning komu hernum og bandamönnum á óvart Samúel Karl Ólason skrifar 12. júní 2018 14:45 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kom bæði bandaríska hernum og bandamönnum Bandaríkjanna í Asíu á óvart þegar hann lýsti því yfir að Bandaríkin myndu hætta heræfingum með Suður-Kóreu. Sömuleiðis sagðist hann vilja fjarlægja hermenn Bandaríkjanna frá Suður-Kóreu, sem eru um 28.500 talsins. Þetta sagði forsetinn á blaðamannafundi eftir fund hans og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og lýsti hann heræfingunum sem „stríðsleikjum“. Umræddar heræfingar hafa verið haldnar á hverju ári og hafa yfirvöld Norður-Kóreu ítrekað haldið því fram að þær séu undirbúningur fyrir innrás. Þeir segja þær vera ögrandi og hafa hótað stríði í nánast hvert sinn sem þær hafa verið haldnar. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna og háttsettir embættismenn hafa hins vegar alltaf haldið því fram að æfingarnar séu árlegar, varnarlegs eðlis og nauðsynlegar. Yfirvöld Suður-Kóreu segja hermennina vera nauðsynlega til þess að viðhalda friði á Kóreuskaganum. Eftir blaðamannafundinn í morgun sagði Trump hins vegar að þær væru óviðeigandi, ýti undir ófrið og kostnaðarsamar. Hann hefur í raun tekið upp áróður Norður-Kóreu.Gagnrýnendur forsetans segja hann hafa veitt stærðarinnar tilslökun til ríkis sem hafi fyrir minna en ári síðan verið að hóta Suður-Kóreu og Bandaríkjunum kjarnorkustríði og eyðileggingu.Kom Kóreumönnum á óvart Starfsmenn forsetaembættis Suður-Kóreu sögðu AP fréttaveitunni í morgun að verið væri að vinna í því að fá skýringu á ummælum Trump. Varnarmálaráðuneyti ríkisins sló á svipaða strengi og sagði nauðsynlegt að fá á hreint hvað Trump ætti við. Engin umræða hefði átt sér stað um að hætta við æfingarnar sem hefjast eiga í ágúst. Sömu sögu er að segja af yfirmönnum herafla Bandaríkjanna í Suður-Kóreu. Þeir höfðu engar skipanir fengið varðandi framkvæmd heræfingarnar. Sérfræðingur sem AP ræddi við segir að um miklar tilslakanir sé að ræða, sem Trump hafi lagt á borðið fyrir ekkert nema óljós loforð Norður-Kóreu. Moon Seong Mook, sem var háttsettur í her Suður-Kóreu, segir ummæli Trump staðfesta það sem margir þar í landi hafi óttast. Að Norður-Kórea myndi reka fleyg á milli Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. „Ég hef áhyggjur af því að fundurinn milli Trump og Kim mun gera erfiðara að fá Norður-Kóreu til að losa sig við kjarnorkuvopn sín og sömuleiðis koma ójafnvægi á bandalag Seoul og Washington,“ sagði Moon.Óljóst skjal Samkomulag Trump og Kim felur í sér að Trump veitir Norður-Kóreu tryggingar varðandi öryggi ríkisins og í staðinn myndi Kim „staðfesta örugga og staðfasta skuldbindingu sína til að losa Kóreuskagann við kjarnorkuvopn.“ Trump sagði að frekari viðræðu myndu hefjast „mjög, mjög fljótt“ en samkomulagið felur ekki í sér nein smáatriði eða tímalínu. Þá er ekkert þar um það hvernig Bandaríkin gætu gengið úr skugga um að Norður-Kórea hefði hætt tilraunum sínum með kjarnorkuvopn. Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump segir Kim elskaðan í Norður-Kóreu Bandaríkjaforseti hafði betri hluti að segja um einræðisherra Norður-Kóreu en leiðtoga bandalagsríkja á G7-fundinum um helgina. 12. júní 2018 12:28 Undirrituðu „sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Bandaríkjaforsetinn Donald Trump undirrituðu "sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ undir lok fundar þeirra í Singapúr í morgun. 12. júní 2018 05:55 Trump tilbúinn í miklar tilslakanir fyrir Kim Bandaríkjamenn gætu hætt heræfingum með Suður-Kóreu til að friða Norður-Kóreumenn. 12. júní 2018 09:48 Sjáðu „Hollywood-stikluna“ sem Trump sýndi Kim Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, reyndi ýmislegt til þess að ná til Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu á fundi þeirra í Singapore í nótt. 12. júní 2018 13:29 Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kom bæði bandaríska hernum og bandamönnum Bandaríkjanna í Asíu á óvart þegar hann lýsti því yfir að Bandaríkin myndu hætta heræfingum með Suður-Kóreu. Sömuleiðis sagðist hann vilja fjarlægja hermenn Bandaríkjanna frá Suður-Kóreu, sem eru um 28.500 talsins. Þetta sagði forsetinn á blaðamannafundi eftir fund hans og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og lýsti hann heræfingunum sem „stríðsleikjum“. Umræddar heræfingar hafa verið haldnar á hverju ári og hafa yfirvöld Norður-Kóreu ítrekað haldið því fram að þær séu undirbúningur fyrir innrás. Þeir segja þær vera ögrandi og hafa hótað stríði í nánast hvert sinn sem þær hafa verið haldnar. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna og háttsettir embættismenn hafa hins vegar alltaf haldið því fram að æfingarnar séu árlegar, varnarlegs eðlis og nauðsynlegar. Yfirvöld Suður-Kóreu segja hermennina vera nauðsynlega til þess að viðhalda friði á Kóreuskaganum. Eftir blaðamannafundinn í morgun sagði Trump hins vegar að þær væru óviðeigandi, ýti undir ófrið og kostnaðarsamar. Hann hefur í raun tekið upp áróður Norður-Kóreu.Gagnrýnendur forsetans segja hann hafa veitt stærðarinnar tilslökun til ríkis sem hafi fyrir minna en ári síðan verið að hóta Suður-Kóreu og Bandaríkjunum kjarnorkustríði og eyðileggingu.Kom Kóreumönnum á óvart Starfsmenn forsetaembættis Suður-Kóreu sögðu AP fréttaveitunni í morgun að verið væri að vinna í því að fá skýringu á ummælum Trump. Varnarmálaráðuneyti ríkisins sló á svipaða strengi og sagði nauðsynlegt að fá á hreint hvað Trump ætti við. Engin umræða hefði átt sér stað um að hætta við æfingarnar sem hefjast eiga í ágúst. Sömu sögu er að segja af yfirmönnum herafla Bandaríkjanna í Suður-Kóreu. Þeir höfðu engar skipanir fengið varðandi framkvæmd heræfingarnar. Sérfræðingur sem AP ræddi við segir að um miklar tilslakanir sé að ræða, sem Trump hafi lagt á borðið fyrir ekkert nema óljós loforð Norður-Kóreu. Moon Seong Mook, sem var háttsettur í her Suður-Kóreu, segir ummæli Trump staðfesta það sem margir þar í landi hafi óttast. Að Norður-Kórea myndi reka fleyg á milli Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. „Ég hef áhyggjur af því að fundurinn milli Trump og Kim mun gera erfiðara að fá Norður-Kóreu til að losa sig við kjarnorkuvopn sín og sömuleiðis koma ójafnvægi á bandalag Seoul og Washington,“ sagði Moon.Óljóst skjal Samkomulag Trump og Kim felur í sér að Trump veitir Norður-Kóreu tryggingar varðandi öryggi ríkisins og í staðinn myndi Kim „staðfesta örugga og staðfasta skuldbindingu sína til að losa Kóreuskagann við kjarnorkuvopn.“ Trump sagði að frekari viðræðu myndu hefjast „mjög, mjög fljótt“ en samkomulagið felur ekki í sér nein smáatriði eða tímalínu. Þá er ekkert þar um það hvernig Bandaríkin gætu gengið úr skugga um að Norður-Kórea hefði hætt tilraunum sínum með kjarnorkuvopn.
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump segir Kim elskaðan í Norður-Kóreu Bandaríkjaforseti hafði betri hluti að segja um einræðisherra Norður-Kóreu en leiðtoga bandalagsríkja á G7-fundinum um helgina. 12. júní 2018 12:28 Undirrituðu „sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Bandaríkjaforsetinn Donald Trump undirrituðu "sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ undir lok fundar þeirra í Singapúr í morgun. 12. júní 2018 05:55 Trump tilbúinn í miklar tilslakanir fyrir Kim Bandaríkjamenn gætu hætt heræfingum með Suður-Kóreu til að friða Norður-Kóreumenn. 12. júní 2018 09:48 Sjáðu „Hollywood-stikluna“ sem Trump sýndi Kim Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, reyndi ýmislegt til þess að ná til Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu á fundi þeirra í Singapore í nótt. 12. júní 2018 13:29 Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Trump segir Kim elskaðan í Norður-Kóreu Bandaríkjaforseti hafði betri hluti að segja um einræðisherra Norður-Kóreu en leiðtoga bandalagsríkja á G7-fundinum um helgina. 12. júní 2018 12:28
Undirrituðu „sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Bandaríkjaforsetinn Donald Trump undirrituðu "sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ undir lok fundar þeirra í Singapúr í morgun. 12. júní 2018 05:55
Trump tilbúinn í miklar tilslakanir fyrir Kim Bandaríkjamenn gætu hætt heræfingum með Suður-Kóreu til að friða Norður-Kóreumenn. 12. júní 2018 09:48
Sjáðu „Hollywood-stikluna“ sem Trump sýndi Kim Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, reyndi ýmislegt til þess að ná til Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu á fundi þeirra í Singapore í nótt. 12. júní 2018 13:29
Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45