Rafrettufrumvarpið verður að lögum í dag Heimir Már Pétursson skrifar 12. júní 2018 13:15 Rafrettufrumvarpið er ansi umdeilt. vísir/getty Umdeilt frumvarp heilbrigðisráðherra um rafrettur verður að öllum líkindum að lögum frá Alþingi eftir hádegi. Forseti Alþingis reiknar með að það takist að ljúka þingstörfum í dag þótt þingfundur gæti dregist fram á kvöld. Beðið er eftir að frumvarp um persónuvernd komi úr nefnd svo hægt verði að afgreiða það sem lög fyrir sumarhlé Alþingis. Þingfundur hefst klukkan hálf tvö með atkvæðagreiðslum um átta mál en síðan fer fram þriðja og síðasta umræða um frumvarp til barnalaga og önnur umræða um tollalög og um veitingu ríkisborgararéttar. Í frumvarpinu um barnalög eru gerðar breytingar á því hverjir geta sótt faðernismál og í tollalagafrumvarpinu eru gerðar leiðréttingar varðandi innflutning á ostum og móðurmjólk. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis á von á að hægt verði að ljúka þingstörfum fyrir sumarhlé að minnsta kosti innan sólarhrings héðan í frá. En allsherjar- og menntamálanefnd sé enn að ræða frumvarp dómsmálaráðherra um persónuvernd og vörslu persónuupplýsinga. „Það stendur enn yfir vinna þar eiins og kunnugt er. Þannig að við erum alveg eins undir það búin að þurfa að bíða eitthvaðe eftir lokaskjölum úr þeirri átt. Eitthvað fram eftir degi eða fram eftir kvöldi. Það er það sem mun ráða ferð, hversu fljótt vinnst að klára málin þar,“ segir Steingrímur. Á meðan verði tíminn notaður til að tæma dagskrá Alþingis að mestu að öðru leyti. Það geti því vel verið að þingfundur dragist langt fram á kvöld og það gæti jafnvel farið svo að fundað verði í einhvern tíma á morgun. Flokkarnir á Alþingi náðu samkomulagi um afgreiðslu mála fyrir þinghlé síðast liðinn fimmtudag.En er samkomulag þegar þetta er komið út úr nefndinni með hvaða hætti umræðan um persónuverndar frumvarið fer fram? „Við göngum bara út frá því að í sama sama anda og verið hefur verði henni stillt þannig í hóf að það fari ekki afskaplegur tími í það. En að sjálfsögðu fá allir sem þess þurfa og vilja að tjá sig og það getur vel verið að sú umræða taki einhverja klukkutíma. Það bara hefur sinn gang,“ segir forseti Alþingis. Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um rafrettur verður að öllum líkindum að lögum við atkvæðagreiðslu upp úr klukkan hálf tvö í dag. Óttar Proppé fyrrverandi heilbrigðisráðherra reyndi að koma slíku frumvarpi í gegnum þingið en það tókst ekki af ýmsum ástæðum meðal annars vegna þess hvað fyrri ríkisstjórn var skammlíf. Frumvarpið setur ýmsar skorður á innflutning, sölu og dreifingu á rafrettum og efnum í þær og finsnt mörgum of langt gengið með frumvarpinu.Býstu við að margir þurfi að minnsta kosti að gera grein fyrir atkvæði sínu í því máli? „Já, já það geta orðið einhverjir nokkrir. En það eru stutter yfirlýsingar sem menn geta gefið við loka atkvæðagreiðslur,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Alþingi Tengdar fréttir Þingmenn neyðast til að nota netsíur til að verjast fjöldapósti rafrettuvina Alþingismenn eru að drukkna í tölvupóstum frá reiðum rafrettu-unnendum og þingmaður Pírata segir það skemma fyrir málstað þeirra. 6. júní 2018 15:30 Samið um afgreiðslu þingmála í veipfylltum bakherbergjum 14 lagafrumvörp hafa verið borin upp til fyrri atkvæðagreiðslu og samþykkt á Alþingi í kvöld en 9 mál bíða enn afgreiðslu. Þingmenn vonast til að hægt verði að ljúka þingstörfum á morgun og samkvæmt heimildum fréttastofu verður öllum frekari atkvæðagreiðslum frestað til morguns. 11. júní 2018 21:11 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Sjá meira
Umdeilt frumvarp heilbrigðisráðherra um rafrettur verður að öllum líkindum að lögum frá Alþingi eftir hádegi. Forseti Alþingis reiknar með að það takist að ljúka þingstörfum í dag þótt þingfundur gæti dregist fram á kvöld. Beðið er eftir að frumvarp um persónuvernd komi úr nefnd svo hægt verði að afgreiða það sem lög fyrir sumarhlé Alþingis. Þingfundur hefst klukkan hálf tvö með atkvæðagreiðslum um átta mál en síðan fer fram þriðja og síðasta umræða um frumvarp til barnalaga og önnur umræða um tollalög og um veitingu ríkisborgararéttar. Í frumvarpinu um barnalög eru gerðar breytingar á því hverjir geta sótt faðernismál og í tollalagafrumvarpinu eru gerðar leiðréttingar varðandi innflutning á ostum og móðurmjólk. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis á von á að hægt verði að ljúka þingstörfum fyrir sumarhlé að minnsta kosti innan sólarhrings héðan í frá. En allsherjar- og menntamálanefnd sé enn að ræða frumvarp dómsmálaráðherra um persónuvernd og vörslu persónuupplýsinga. „Það stendur enn yfir vinna þar eiins og kunnugt er. Þannig að við erum alveg eins undir það búin að þurfa að bíða eitthvaðe eftir lokaskjölum úr þeirri átt. Eitthvað fram eftir degi eða fram eftir kvöldi. Það er það sem mun ráða ferð, hversu fljótt vinnst að klára málin þar,“ segir Steingrímur. Á meðan verði tíminn notaður til að tæma dagskrá Alþingis að mestu að öðru leyti. Það geti því vel verið að þingfundur dragist langt fram á kvöld og það gæti jafnvel farið svo að fundað verði í einhvern tíma á morgun. Flokkarnir á Alþingi náðu samkomulagi um afgreiðslu mála fyrir þinghlé síðast liðinn fimmtudag.En er samkomulag þegar þetta er komið út úr nefndinni með hvaða hætti umræðan um persónuverndar frumvarið fer fram? „Við göngum bara út frá því að í sama sama anda og verið hefur verði henni stillt þannig í hóf að það fari ekki afskaplegur tími í það. En að sjálfsögðu fá allir sem þess þurfa og vilja að tjá sig og það getur vel verið að sú umræða taki einhverja klukkutíma. Það bara hefur sinn gang,“ segir forseti Alþingis. Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um rafrettur verður að öllum líkindum að lögum við atkvæðagreiðslu upp úr klukkan hálf tvö í dag. Óttar Proppé fyrrverandi heilbrigðisráðherra reyndi að koma slíku frumvarpi í gegnum þingið en það tókst ekki af ýmsum ástæðum meðal annars vegna þess hvað fyrri ríkisstjórn var skammlíf. Frumvarpið setur ýmsar skorður á innflutning, sölu og dreifingu á rafrettum og efnum í þær og finsnt mörgum of langt gengið með frumvarpinu.Býstu við að margir þurfi að minnsta kosti að gera grein fyrir atkvæði sínu í því máli? „Já, já það geta orðið einhverjir nokkrir. En það eru stutter yfirlýsingar sem menn geta gefið við loka atkvæðagreiðslur,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.
Alþingi Tengdar fréttir Þingmenn neyðast til að nota netsíur til að verjast fjöldapósti rafrettuvina Alþingismenn eru að drukkna í tölvupóstum frá reiðum rafrettu-unnendum og þingmaður Pírata segir það skemma fyrir málstað þeirra. 6. júní 2018 15:30 Samið um afgreiðslu þingmála í veipfylltum bakherbergjum 14 lagafrumvörp hafa verið borin upp til fyrri atkvæðagreiðslu og samþykkt á Alþingi í kvöld en 9 mál bíða enn afgreiðslu. Þingmenn vonast til að hægt verði að ljúka þingstörfum á morgun og samkvæmt heimildum fréttastofu verður öllum frekari atkvæðagreiðslum frestað til morguns. 11. júní 2018 21:11 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Sjá meira
Þingmenn neyðast til að nota netsíur til að verjast fjöldapósti rafrettuvina Alþingismenn eru að drukkna í tölvupóstum frá reiðum rafrettu-unnendum og þingmaður Pírata segir það skemma fyrir málstað þeirra. 6. júní 2018 15:30
Samið um afgreiðslu þingmála í veipfylltum bakherbergjum 14 lagafrumvörp hafa verið borin upp til fyrri atkvæðagreiðslu og samþykkt á Alþingi í kvöld en 9 mál bíða enn afgreiðslu. Þingmenn vonast til að hægt verði að ljúka þingstörfum á morgun og samkvæmt heimildum fréttastofu verður öllum frekari atkvæðagreiðslum frestað til morguns. 11. júní 2018 21:11