Undirrituðu „sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. júní 2018 05:55 Bandaríkjafroseti heldur hér á skjalinu sem undirritað var. SKjáskot Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Bandaríkjaforsetinn Donald Trump undirrituðu „sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ undir lok fundar þeirra í Singapúr í morgun. Fátt annað er vitað um plaggið á þessari stundu. Gert er ráð fyrir því að Trump muni kynna innihald skjalsins á blaðamannafundi síðar í dag.Uppfært 06:40:Innihald skjalsins er í fjórum liðum að sögn breska ríkisútvarpins:1. Bandaríkin og Norður-Kórea skuldbinda sig til að koma á sambandi milli ríkjanna í samræmi við vilja íbúa þeirra um frið og velsæld.2. Bandaríkin og Norður-Kóreu munu vinna saman að því að tryggja viðvarandi og stöðugan frið á Kóreuskaganum.3. Í samræmi við Panmunjom-yfirlýsinguna frá 27. apríl 2018 mun Norður-Kóreu vinna að algjörri kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans.4. Bandaríkin og Norður-Kórea skuldbinda sig til að bera kennsl á og endurheimta lík stríðsfanga, auk tafalausrar heimsendingar þeirra sem borið hefur verið kennsl á."The world will see a major change" - Kim Jong-un's words as he and Donald Trump sign a "historic" document after #TrumpKimSummit https://t.co/slT5YzZ7IR pic.twitter.com/PEVsdA1XjR— BBC Breaking News (@BBCBreaking) June 12, 2018 Kim sagði eftir undirritunina að Norður-Kóreu hafi ákveðið að „segja skilið við fortíðina“ og að „heimsbyggðin muni upplifa gríðarlegar breytingar“ á Kóreuskaganum. Trump tók í sama streng. Hann segist stoltur af því sem átti sér stað og að samband Bandaríkjanna og Norður-Kóreu muni gjörbreytast frá því sem áður var. Aðspurður út í kjarnorkuafvopnun sagði Trump að hún myndi eiga sér stað „mjög, mjög fljótlega.“ Athygli vekur að skjalið kveður á um algjöra kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans. Þetta kann að hljóma eins og gríðarstórt skref en Kim hefur áður talað með þeim hætti að hann vilji losa Norður-Kóreu við kjarnavopn. Það gerði hann til að mynda á fundi sínum með suður-kóreskum embættismönnum í Panmunjom, sem vísað er til í skjalinu. Enginn veit hvernig Kim túlkar „algjöra kjarnorkuafvopnun.“ Einnig er athyglisvert að talað sé um Kóreuskagann í þessu samhengi. Það megi túlka sem svo að Suður-Kórea hafi haft einhverja aðkomu að gerð skjalsins. Eintaki af skjalinu verður dreift til viðstaddra fréttamanna á næstu klukkustundum. Vísir var með beina lýsingu af fundi Kim og Trump í nótt. Hana má nálgast hér.Fréttin verður uppfærð.LATEST: Preview of the Kim-Trump statement pic.twitter.com/VYzCe0u1Er— Chad O'Carroll (@chadocl) June 12, 2018 Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Bein lýsing frá sögulegum leiðtogafundi Trumps og Kims í Singapúr Bein lýsing frá stærsta leiðtogafundi frá því að Reagan hitti Gorbastjév í Höfða. 11. júní 2018 23:30 Ætla að finna leiðir til að viðhalda friði á Kóreuskaganum um ókomna tíð Trump og Kim munu funda á eyjunni Sentosa á þriðjudag en um er að ræða þekktan ferðamannastað sem státar af Universal Studios-skemmtigarði og manngerðum ströndum. 10. júní 2018 21:53 Bandaríkin tilbúin til að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu Bandaríkjastjórn er tilbúin til þess að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu í tengslum við kjarnorkuafvopnun síðarnefnda ríkisins. 11. júní 2018 12:38 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Sjá meira
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Bandaríkjaforsetinn Donald Trump undirrituðu „sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ undir lok fundar þeirra í Singapúr í morgun. Fátt annað er vitað um plaggið á þessari stundu. Gert er ráð fyrir því að Trump muni kynna innihald skjalsins á blaðamannafundi síðar í dag.Uppfært 06:40:Innihald skjalsins er í fjórum liðum að sögn breska ríkisútvarpins:1. Bandaríkin og Norður-Kórea skuldbinda sig til að koma á sambandi milli ríkjanna í samræmi við vilja íbúa þeirra um frið og velsæld.2. Bandaríkin og Norður-Kóreu munu vinna saman að því að tryggja viðvarandi og stöðugan frið á Kóreuskaganum.3. Í samræmi við Panmunjom-yfirlýsinguna frá 27. apríl 2018 mun Norður-Kóreu vinna að algjörri kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans.4. Bandaríkin og Norður-Kórea skuldbinda sig til að bera kennsl á og endurheimta lík stríðsfanga, auk tafalausrar heimsendingar þeirra sem borið hefur verið kennsl á."The world will see a major change" - Kim Jong-un's words as he and Donald Trump sign a "historic" document after #TrumpKimSummit https://t.co/slT5YzZ7IR pic.twitter.com/PEVsdA1XjR— BBC Breaking News (@BBCBreaking) June 12, 2018 Kim sagði eftir undirritunina að Norður-Kóreu hafi ákveðið að „segja skilið við fortíðina“ og að „heimsbyggðin muni upplifa gríðarlegar breytingar“ á Kóreuskaganum. Trump tók í sama streng. Hann segist stoltur af því sem átti sér stað og að samband Bandaríkjanna og Norður-Kóreu muni gjörbreytast frá því sem áður var. Aðspurður út í kjarnorkuafvopnun sagði Trump að hún myndi eiga sér stað „mjög, mjög fljótlega.“ Athygli vekur að skjalið kveður á um algjöra kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans. Þetta kann að hljóma eins og gríðarstórt skref en Kim hefur áður talað með þeim hætti að hann vilji losa Norður-Kóreu við kjarnavopn. Það gerði hann til að mynda á fundi sínum með suður-kóreskum embættismönnum í Panmunjom, sem vísað er til í skjalinu. Enginn veit hvernig Kim túlkar „algjöra kjarnorkuafvopnun.“ Einnig er athyglisvert að talað sé um Kóreuskagann í þessu samhengi. Það megi túlka sem svo að Suður-Kórea hafi haft einhverja aðkomu að gerð skjalsins. Eintaki af skjalinu verður dreift til viðstaddra fréttamanna á næstu klukkustundum. Vísir var með beina lýsingu af fundi Kim og Trump í nótt. Hana má nálgast hér.Fréttin verður uppfærð.LATEST: Preview of the Kim-Trump statement pic.twitter.com/VYzCe0u1Er— Chad O'Carroll (@chadocl) June 12, 2018
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Bein lýsing frá sögulegum leiðtogafundi Trumps og Kims í Singapúr Bein lýsing frá stærsta leiðtogafundi frá því að Reagan hitti Gorbastjév í Höfða. 11. júní 2018 23:30 Ætla að finna leiðir til að viðhalda friði á Kóreuskaganum um ókomna tíð Trump og Kim munu funda á eyjunni Sentosa á þriðjudag en um er að ræða þekktan ferðamannastað sem státar af Universal Studios-skemmtigarði og manngerðum ströndum. 10. júní 2018 21:53 Bandaríkin tilbúin til að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu Bandaríkjastjórn er tilbúin til þess að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu í tengslum við kjarnorkuafvopnun síðarnefnda ríkisins. 11. júní 2018 12:38 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Sjá meira
Bein lýsing frá sögulegum leiðtogafundi Trumps og Kims í Singapúr Bein lýsing frá stærsta leiðtogafundi frá því að Reagan hitti Gorbastjév í Höfða. 11. júní 2018 23:30
Ætla að finna leiðir til að viðhalda friði á Kóreuskaganum um ókomna tíð Trump og Kim munu funda á eyjunni Sentosa á þriðjudag en um er að ræða þekktan ferðamannastað sem státar af Universal Studios-skemmtigarði og manngerðum ströndum. 10. júní 2018 21:53
Bandaríkin tilbúin til að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu Bandaríkjastjórn er tilbúin til þess að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu í tengslum við kjarnorkuafvopnun síðarnefnda ríkisins. 11. júní 2018 12:38