Ekkert bendir til þess að auglýsingar hulduhópanna hafi verið ólöglegar Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júní 2018 20:31 Nokkur skjáskot af þeim síðum á Facebook sem Vísir hafði samband við fyrir alþingiskosningarnar í fyrra. Engar vísbendingar eru um aðkomu erlendra aðila að kosningabaráttu á Íslandi líkt og mörg önnur ríki hafa staðið frammi fyrir. Þá bendir heldur ekkert til þess að nafnlausar auglýsingar í aðdraganda kosninga hér á landi hafi verið ólöglegar. Þetta kemur fram í skýrslu forsætisráðherra um aðkomu og hlutdeild hulduaðila í kosningum til Alþingis hér á landi. Skýrslan var unnin að beiðni Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns Viðreisnar, og fleiri alþingismanna, en ástæðan fyrir beiðninni var m.a. fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna sem spruttu upp fyrir þingkosningarnar 2016 og 2017. Þær síður sem voru mest áberandi voru Kosningar 2016 og Kosningar 2017 sem beindu spjótum sínum að flokkum á vinstri væng stjórnmálanna og Kosningavaktin sem rak áróður gegn flokkum á hægri vængnum. Umræddar síður voru allar vistaðar á samfélagsmiðlinum Facebook en Vísir fjallaði ítarlega um málið á sínum tíma. Í skýrslu forsætisráðherra kemur þó fram að ekkert bendi til þess að umræddar herferðir hafi verið ólöglegar miðað við núgildandi lög og því er vandséð hvað stjórnvöld geti gert til að grafast nánar fyrir um hverjir stóðu á bak við þær. Þá segir í niðurstöðum skýrslunnar að grípa þurfi til aðgerða til að koma í veg fyrir óeðlileg áhrif á kosningar þar sem stjórnmálasamtök og aðrir aðilar geti beitt sér með óprúttnum hætti án þess að kósendur geti áttað sig á hver eigi í hlut. Einnig væri æskilegt að í gildi væru reglur um pólitískar auglýsingar, ekki síst í aðdraganda kosninga, og óháð miðlunarformi.Sjá einnig: Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Þá fundust engar vísbendingar um aðkomu erlendra aðila að kosningabaráttu hér á landi líkt og mörg önnur ríki hafa staðið frammi fyrir. Fyllsta ástæða sé þó til að vera á varðbergi og fylgjast þurfi vel með umræðu í öðrum Evrópuríkjum um aðgerðir til að draga úr umfangi og áhrifum rangra og villandi upplýsinga. Grípa skuli eftir atvikum til sams konar leiða hér á landi og þar er verið að ræða. Umræða um áhrif erlendra aðila á kosningar hefur borið einna hæst í Bandaríkjunum. Þar stendur yfir rannsókn alríkislögreglunnar FBI á afskiptum Rússa og mögulegu samráði þeirra við framboð Donalds Trump í bandarísku forsetakosningunum árið 2016. Alþingi Kosningar 2017 Tengdar fréttir Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna hafa sprottið upp fyrir þingkosningarnar nú. 25. október 2017 12:15 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Engar vísbendingar eru um aðkomu erlendra aðila að kosningabaráttu á Íslandi líkt og mörg önnur ríki hafa staðið frammi fyrir. Þá bendir heldur ekkert til þess að nafnlausar auglýsingar í aðdraganda kosninga hér á landi hafi verið ólöglegar. Þetta kemur fram í skýrslu forsætisráðherra um aðkomu og hlutdeild hulduaðila í kosningum til Alþingis hér á landi. Skýrslan var unnin að beiðni Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns Viðreisnar, og fleiri alþingismanna, en ástæðan fyrir beiðninni var m.a. fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna sem spruttu upp fyrir þingkosningarnar 2016 og 2017. Þær síður sem voru mest áberandi voru Kosningar 2016 og Kosningar 2017 sem beindu spjótum sínum að flokkum á vinstri væng stjórnmálanna og Kosningavaktin sem rak áróður gegn flokkum á hægri vængnum. Umræddar síður voru allar vistaðar á samfélagsmiðlinum Facebook en Vísir fjallaði ítarlega um málið á sínum tíma. Í skýrslu forsætisráðherra kemur þó fram að ekkert bendi til þess að umræddar herferðir hafi verið ólöglegar miðað við núgildandi lög og því er vandséð hvað stjórnvöld geti gert til að grafast nánar fyrir um hverjir stóðu á bak við þær. Þá segir í niðurstöðum skýrslunnar að grípa þurfi til aðgerða til að koma í veg fyrir óeðlileg áhrif á kosningar þar sem stjórnmálasamtök og aðrir aðilar geti beitt sér með óprúttnum hætti án þess að kósendur geti áttað sig á hver eigi í hlut. Einnig væri æskilegt að í gildi væru reglur um pólitískar auglýsingar, ekki síst í aðdraganda kosninga, og óháð miðlunarformi.Sjá einnig: Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Þá fundust engar vísbendingar um aðkomu erlendra aðila að kosningabaráttu hér á landi líkt og mörg önnur ríki hafa staðið frammi fyrir. Fyllsta ástæða sé þó til að vera á varðbergi og fylgjast þurfi vel með umræðu í öðrum Evrópuríkjum um aðgerðir til að draga úr umfangi og áhrifum rangra og villandi upplýsinga. Grípa skuli eftir atvikum til sams konar leiða hér á landi og þar er verið að ræða. Umræða um áhrif erlendra aðila á kosningar hefur borið einna hæst í Bandaríkjunum. Þar stendur yfir rannsókn alríkislögreglunnar FBI á afskiptum Rússa og mögulegu samráði þeirra við framboð Donalds Trump í bandarísku forsetakosningunum árið 2016.
Alþingi Kosningar 2017 Tengdar fréttir Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna hafa sprottið upp fyrir þingkosningarnar nú. 25. október 2017 12:15 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna hafa sprottið upp fyrir þingkosningarnar nú. 25. október 2017 12:15