Skattfé varið með ómarkvissum hætti með rammasamningi við sérfræðilækna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. júní 2018 21:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/skjáskot Skattfé hefur verið varið með ómarkvissum hætti í sérfræðilækningar samkvæmt gildandi rammasamningi og fjármagn runnið nær stjórnlaust út úr ríkissjóði að sögn heilbrigðisráðherra. Ákvörðun um framtíð fyrirkomulags um sérfræðilækningar verður tekin á allra næstu vikum en samningurinn rennur út um áramótin. Í apríl 2017 var tekin ákvörðun um að loka fyrir aðild nýrra lækna að rammasamningi ríkisins við sérfræðilækna sem veita heilbrigðisþjónustu utan opinbera heilbriðgiskerfisins vegna skorts á fjármagni. Sú ákvörðun hefur sætt gagnrýni, meðal annars af hálfu forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, sem segir ákvörðun ráðuneytisins brjóta í bága við samninginn. Þeirri gagnrýni kveðst heilbrigðisráðherra ekki vilja svara í gegnum fjölmiðla. „Það er það sem ég er að fara yfir, að tryggja það að þetta sé eitthvert tækt fyrirkomulag inn í framtíðina. En hins vegar þá finnst mér nú fara betur á því að ég og framkvæmdastjóri Sjúkratrygginga eigum í samskiptum öðruvísi heldur en í gegnum fréttatíma miðlanna,” segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Hún kveðst aðspurð þó standa með niðurstöðu ráðuneytisins hvað varðar úrskurð þess í kærumáli læknis sem meinað var um aðild að samningnum. Sú niðurstaða hafi verið vandlega ígrunduð og í samræmi við lög og reglur að sögn ráðherra. Ómarkviss ráðstöfun á opinberu fé „Í upphafi árs 2016 þá lá þegar fyrir að þessi samningur væri í raun og veru að valda því að fjármagn væri að fara nánast stjórnaust út úr ríkissjóði,” segir Svandís. Því hafi þurft að bregðast við sem var í ráðherratíð Óttars Proppé með því að veita ekki fleiri læknum aðild að samningum en Svandís segir ljóst að hann hafi ákveðna galla í för með sér. „Við höfum náttúrlega fengið áminningu, svo ekki sé fastar að orði kveðið, frá ríkisendurskoðun, um að við séum að ráðstafa opinberu fé með ómarkvissum hætti. Það er að segja, þessi kaup á heilbrigðisþjónustu sé ómarkviss, íslenska heilbrigðiskerfið sé brotakennt og úr því þarf að leysa." Hvaða lausn verður ofan á liggur þó enn ekki fyrir. „Ég mun finna út úr því hver verður niðurstaðan á allra næstu vikum,” segir Svandís, sem ítrekar að öryggi sjúklinga verði henni efst í huga við ákvarðanatökuna. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30 Algjör óvissa uppi um framtíð samninga við sérfræðilækna Rammasamningur Sjúkratrygginga Íslands við sérfræðilækna rennur út um áramótin. Framtíð rammasamningsins hefur ekki verið ákveðin. Ljóst er að heilbrigðisráðherra vill breyta kerfinu í stórum dráttum. 11. júní 2018 07:00 Svandís vill breyta rammasamningnum Sérfræðilæknar krefja ríkið um svör. Framtíð sérfræðilækninga utan opinbera heilbrigðiskerfisins er óljós. Sjúklingar gætu þurft að greiða meira eftir áramót. 11. júní 2018 06:00 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
Skattfé hefur verið varið með ómarkvissum hætti í sérfræðilækningar samkvæmt gildandi rammasamningi og fjármagn runnið nær stjórnlaust út úr ríkissjóði að sögn heilbrigðisráðherra. Ákvörðun um framtíð fyrirkomulags um sérfræðilækningar verður tekin á allra næstu vikum en samningurinn rennur út um áramótin. Í apríl 2017 var tekin ákvörðun um að loka fyrir aðild nýrra lækna að rammasamningi ríkisins við sérfræðilækna sem veita heilbrigðisþjónustu utan opinbera heilbriðgiskerfisins vegna skorts á fjármagni. Sú ákvörðun hefur sætt gagnrýni, meðal annars af hálfu forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, sem segir ákvörðun ráðuneytisins brjóta í bága við samninginn. Þeirri gagnrýni kveðst heilbrigðisráðherra ekki vilja svara í gegnum fjölmiðla. „Það er það sem ég er að fara yfir, að tryggja það að þetta sé eitthvert tækt fyrirkomulag inn í framtíðina. En hins vegar þá finnst mér nú fara betur á því að ég og framkvæmdastjóri Sjúkratrygginga eigum í samskiptum öðruvísi heldur en í gegnum fréttatíma miðlanna,” segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Hún kveðst aðspurð þó standa með niðurstöðu ráðuneytisins hvað varðar úrskurð þess í kærumáli læknis sem meinað var um aðild að samningnum. Sú niðurstaða hafi verið vandlega ígrunduð og í samræmi við lög og reglur að sögn ráðherra. Ómarkviss ráðstöfun á opinberu fé „Í upphafi árs 2016 þá lá þegar fyrir að þessi samningur væri í raun og veru að valda því að fjármagn væri að fara nánast stjórnaust út úr ríkissjóði,” segir Svandís. Því hafi þurft að bregðast við sem var í ráðherratíð Óttars Proppé með því að veita ekki fleiri læknum aðild að samningum en Svandís segir ljóst að hann hafi ákveðna galla í för með sér. „Við höfum náttúrlega fengið áminningu, svo ekki sé fastar að orði kveðið, frá ríkisendurskoðun, um að við séum að ráðstafa opinberu fé með ómarkvissum hætti. Það er að segja, þessi kaup á heilbrigðisþjónustu sé ómarkviss, íslenska heilbrigðiskerfið sé brotakennt og úr því þarf að leysa." Hvaða lausn verður ofan á liggur þó enn ekki fyrir. „Ég mun finna út úr því hver verður niðurstaðan á allra næstu vikum,” segir Svandís, sem ítrekar að öryggi sjúklinga verði henni efst í huga við ákvarðanatökuna.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30 Algjör óvissa uppi um framtíð samninga við sérfræðilækna Rammasamningur Sjúkratrygginga Íslands við sérfræðilækna rennur út um áramótin. Framtíð rammasamningsins hefur ekki verið ákveðin. Ljóst er að heilbrigðisráðherra vill breyta kerfinu í stórum dráttum. 11. júní 2018 07:00 Svandís vill breyta rammasamningnum Sérfræðilæknar krefja ríkið um svör. Framtíð sérfræðilækninga utan opinbera heilbrigðiskerfisins er óljós. Sjúklingar gætu þurft að greiða meira eftir áramót. 11. júní 2018 06:00 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30
Algjör óvissa uppi um framtíð samninga við sérfræðilækna Rammasamningur Sjúkratrygginga Íslands við sérfræðilækna rennur út um áramótin. Framtíð rammasamningsins hefur ekki verið ákveðin. Ljóst er að heilbrigðisráðherra vill breyta kerfinu í stórum dráttum. 11. júní 2018 07:00
Svandís vill breyta rammasamningnum Sérfræðilæknar krefja ríkið um svör. Framtíð sérfræðilækninga utan opinbera heilbrigðiskerfisins er óljós. Sjúklingar gætu þurft að greiða meira eftir áramót. 11. júní 2018 06:00