Langdýrasta HM sögunnar? Björn Berg Gunnarsson skrifar 27. júní 2018 07:00 Getur verið að 2,6 milljóna manna þjóð ætli að eyða 20.000 milljörðum króna í að halda heimsmeistaramót í fótbolta? Þannig líta að minnsta kosti áætlanir Katara út við fyrstu sýn, en þeir hýsa næsta mót árið 2022. Standist þessi upphæð skoðun er um að ræða hærri upphæð en sem nemur samanlögðum kostnaði allra heimsmeistaramóta sögunnar. Svo við setjum umfangið í eitthvert samhengi hefði fyrir sömu upphæð verið hægt að halda Eurovision frá því á tímum Babýlons og eiga enn helminginn í afgang. En er þetta satt? Eins og faðir Lovejoy sagði eitt sinn er stutta svarið „já, ef“ og langa svarið „nei, en“. Þetta fer eftir því hvað við teljum beinan kostnað við mótið og hvaða framkvæmdir hefði verið ráðist í óháð því. Samþykki FIFA að einungis verði leikið á 8 völlum, eins og gestgjafarnir leggja til, er áætlaður kostnaður við leikvanga mótsins og æfingaaðstöðu um 1.000 milljarðar króna, sem er nokkuð undir framkvæmdakostnaði í Rússlandi, en þar er leikið á 12 leikvöngum. Hinum 19.000 milljörðunum verður ráðstafað í hin ýmsu innviðaverkefni. Meðal annars verður úrslitaleikur mótsins haldinn í borginni Lusail, en sú borg er ekki til í dag. Sjúkrahús, neðanjarðarlestarkerfi, vegaframkvæmdir og fleira kosta sitt og segir fjármálaráðherra landsins útgjöldin þegar orðin um 50 milljarðar króna á viku vegna verkefna sem sögð eru tengjast heimsmeistaramótinu. Til viðbótar við fjárhagslegan kostnað áætlar Human rights watch að hundruð verkamanna frá Suður-Asíu hafi látist við byggingu leikvanga. HM er ekki að fara að kosta 20.000 milljarða. 1.000 milljarðar er nær lagi, en það er heilmikið samt sem áður. Ef við færum þá upphæð sem hlutfall landsframleiðslu á mann yfir á okkur Íslendinga væri það sambærilegt og að hér væri haldið íþróttamót fyrir 130 milljarða króna. Þá yrði nú hugsanlega eitthvað sagt.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Fótbolti Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Getur verið að 2,6 milljóna manna þjóð ætli að eyða 20.000 milljörðum króna í að halda heimsmeistaramót í fótbolta? Þannig líta að minnsta kosti áætlanir Katara út við fyrstu sýn, en þeir hýsa næsta mót árið 2022. Standist þessi upphæð skoðun er um að ræða hærri upphæð en sem nemur samanlögðum kostnaði allra heimsmeistaramóta sögunnar. Svo við setjum umfangið í eitthvert samhengi hefði fyrir sömu upphæð verið hægt að halda Eurovision frá því á tímum Babýlons og eiga enn helminginn í afgang. En er þetta satt? Eins og faðir Lovejoy sagði eitt sinn er stutta svarið „já, ef“ og langa svarið „nei, en“. Þetta fer eftir því hvað við teljum beinan kostnað við mótið og hvaða framkvæmdir hefði verið ráðist í óháð því. Samþykki FIFA að einungis verði leikið á 8 völlum, eins og gestgjafarnir leggja til, er áætlaður kostnaður við leikvanga mótsins og æfingaaðstöðu um 1.000 milljarðar króna, sem er nokkuð undir framkvæmdakostnaði í Rússlandi, en þar er leikið á 12 leikvöngum. Hinum 19.000 milljörðunum verður ráðstafað í hin ýmsu innviðaverkefni. Meðal annars verður úrslitaleikur mótsins haldinn í borginni Lusail, en sú borg er ekki til í dag. Sjúkrahús, neðanjarðarlestarkerfi, vegaframkvæmdir og fleira kosta sitt og segir fjármálaráðherra landsins útgjöldin þegar orðin um 50 milljarðar króna á viku vegna verkefna sem sögð eru tengjast heimsmeistaramótinu. Til viðbótar við fjárhagslegan kostnað áætlar Human rights watch að hundruð verkamanna frá Suður-Asíu hafi látist við byggingu leikvanga. HM er ekki að fara að kosta 20.000 milljarða. 1.000 milljarðar er nær lagi, en það er heilmikið samt sem áður. Ef við færum þá upphæð sem hlutfall landsframleiðslu á mann yfir á okkur Íslendinga væri það sambærilegt og að hér væri haldið íþróttamót fyrir 130 milljarða króna. Þá yrði nú hugsanlega eitthvað sagt.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun