Sönn verðmæti Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 25. júní 2018 10:00 Það er undurfagurt á Ströndum. Um það efast enginn sem þangað kemur og fyrsta hugsun ætti því ekki að vera: Hér er kominn tími til að virkja! Þegar fréttir berast af virkjanaáformum, eins og Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði á Ströndum, þá er beinlínis skylt að staldra við og íhuga vandlega hvort verið sé að taka rétta ákvörðun. Það er skiljanlegt að íbúar Vestfjarða telji margir hverjir að möguleikar á uppbyggingu felist í virkjunum. Virkjun á þessu svæði myndi hugsanlega leysa skammtímavanda, en getur þó engan veginn verið töfralausn. Lykilspurningin er hvort það flokkist sem hagstæður samningur að fórna ægifagurri náttúru fyrir stundargróða. Flestir ættu að svara því neitandi. Stundum er talað eins og í góðu lagi sé að fórna náttúruperlum sem fáir hafa séð. Þar sem þær eru svo mörgum huldar er látið eins og þær séu ekki til á landakortinu. Viðkvæðið er: Það kemur aldrei neinn á þetta svæði. Þegar athygli er síðan vakin á svæðinu og fólk sækir staðinn heim grípur um sig pirringur meðal virkjanasinna og sumir þeirra bregðast við með því að tuða um lattelepjandi elítuna í 101, sem viti ekkert um hvað hún er að tala. Það eru alls kyns aðferðir til að gera lítið úr málstað fólks, þar á meðal að uppnefna það. Umhverfissinnar finnast um allt land og þeim þykir innilega vænt um náttúru þessa lands, það á líka við um þá lattelepjandi. Við lifum í veröld þar sem maðurinn er upptekinn af því að eyða umhverfi sínu, mengar borgir og fyllir höfin af plasti um leið og hann ypptir öxlum þegar honum er bent á skaðann. Þeir sem vilja snúa þessari þróun við og láta sér annt um náttúruperlur eru að berjast góðri baráttu. Þeir fá þó iðulega bágt fyrir; að vera kallaðir hyski er ekki endilega það versta sem þeir verða að þola. Sumar baráttuaðferðir umhverfissinna hafa reyndar ekki verið skynsamlegar, eins og þegar hópur fólks flutti lögheimili sitt í Árneshrepp á Ströndum rétt fyrir kosningar, án þess að hafa þar fasta búsetu. Þeir einstaklingar ætluðu að hafa áhrif á úrslit kosninga í hreppnum þar sem virkjanaframkvæmdir eru helsta deilumálið. Þessi gjörð hlaut að ögra íbúum Árneshrepps og því lítt til árangurs fallin. Þvert á móti bauð hún upp á spennu og átök við hið litla sveitarfélag. Aðgerð Tómasar Guðbjartssonar læknis og félaga hans sem hafa birt myndir af svæðinu sem þarna er undir er mun skynsamlegri. Myndir geta sannarlega sagt meira en mörg orð. Sá sem sér mynd af Drynjanda, 70 metra háum fossi sem mun nánast þurrkast upp verði af virkjun, hlýtur að fyllast miklum efasemdum um þessar virkjanaframkvæmdir, nema honum standi hjartanlega á sama um náttúru þessa lands. Það gleymist alltof oft hvílík verðmæti felast í náttúruperlum landsins. Þar er ekki um að ræða gróða sem er mælanlegur í Kauphöllinni, enda verðmætið mun mikilvægara en svo. Náttúruperlur verða einfaldlega ekki metnar til fjár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Umhverfismál Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Það er undurfagurt á Ströndum. Um það efast enginn sem þangað kemur og fyrsta hugsun ætti því ekki að vera: Hér er kominn tími til að virkja! Þegar fréttir berast af virkjanaáformum, eins og Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði á Ströndum, þá er beinlínis skylt að staldra við og íhuga vandlega hvort verið sé að taka rétta ákvörðun. Það er skiljanlegt að íbúar Vestfjarða telji margir hverjir að möguleikar á uppbyggingu felist í virkjunum. Virkjun á þessu svæði myndi hugsanlega leysa skammtímavanda, en getur þó engan veginn verið töfralausn. Lykilspurningin er hvort það flokkist sem hagstæður samningur að fórna ægifagurri náttúru fyrir stundargróða. Flestir ættu að svara því neitandi. Stundum er talað eins og í góðu lagi sé að fórna náttúruperlum sem fáir hafa séð. Þar sem þær eru svo mörgum huldar er látið eins og þær séu ekki til á landakortinu. Viðkvæðið er: Það kemur aldrei neinn á þetta svæði. Þegar athygli er síðan vakin á svæðinu og fólk sækir staðinn heim grípur um sig pirringur meðal virkjanasinna og sumir þeirra bregðast við með því að tuða um lattelepjandi elítuna í 101, sem viti ekkert um hvað hún er að tala. Það eru alls kyns aðferðir til að gera lítið úr málstað fólks, þar á meðal að uppnefna það. Umhverfissinnar finnast um allt land og þeim þykir innilega vænt um náttúru þessa lands, það á líka við um þá lattelepjandi. Við lifum í veröld þar sem maðurinn er upptekinn af því að eyða umhverfi sínu, mengar borgir og fyllir höfin af plasti um leið og hann ypptir öxlum þegar honum er bent á skaðann. Þeir sem vilja snúa þessari þróun við og láta sér annt um náttúruperlur eru að berjast góðri baráttu. Þeir fá þó iðulega bágt fyrir; að vera kallaðir hyski er ekki endilega það versta sem þeir verða að þola. Sumar baráttuaðferðir umhverfissinna hafa reyndar ekki verið skynsamlegar, eins og þegar hópur fólks flutti lögheimili sitt í Árneshrepp á Ströndum rétt fyrir kosningar, án þess að hafa þar fasta búsetu. Þeir einstaklingar ætluðu að hafa áhrif á úrslit kosninga í hreppnum þar sem virkjanaframkvæmdir eru helsta deilumálið. Þessi gjörð hlaut að ögra íbúum Árneshrepps og því lítt til árangurs fallin. Þvert á móti bauð hún upp á spennu og átök við hið litla sveitarfélag. Aðgerð Tómasar Guðbjartssonar læknis og félaga hans sem hafa birt myndir af svæðinu sem þarna er undir er mun skynsamlegri. Myndir geta sannarlega sagt meira en mörg orð. Sá sem sér mynd af Drynjanda, 70 metra háum fossi sem mun nánast þurrkast upp verði af virkjun, hlýtur að fyllast miklum efasemdum um þessar virkjanaframkvæmdir, nema honum standi hjartanlega á sama um náttúru þessa lands. Það gleymist alltof oft hvílík verðmæti felast í náttúruperlum landsins. Þar er ekki um að ræða gróða sem er mælanlegur í Kauphöllinni, enda verðmætið mun mikilvægara en svo. Náttúruperlur verða einfaldlega ekki metnar til fjár.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar