Sjö ljósmæður til viðbótar sögðu upp í síðustu viku Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. júní 2018 13:19 Kjaradeila ljósmæðra dregst enn á langinn og uppsagnir vofa yfir. Vísir/Vilhelm Sjö ljósmæður sögðu upp störfum á fæðingarvakt Landspítalans í síðustu viku og nítján uppsagnir taka gildi um mánaðamótin. Ein þeirra sem sagði upp í síðustu viku segir að um öþrifaráð sé að ræða. Staðan á Landspítalanum verði erfið þegar uppsagnirnar taka gildi. Næsti fundur í kjaradeilu ljósmæðra hefur verið boðaður á fimmtudaginn en æ fleiri ljósmæður bætast í hóp þeirra sem hafa sagt upp störfum. Hildur Sólveig Ragnarsdóttir er ein þeirra ljósmæðra á fæðingarvakt landspítalans sem sagði upp í síðustu viku en þar að auki munu þrjár láta af störfum næstu mánaðarmót. „Ég held að við séum einar sex-sjö sem hafa lagt inn uppsagnarbréf. Þetta er stór hópur, við erum kannski tíu-ellefu, en þetta er stórt hlutfall af þeim sem eru starfandi á fæðingarvaktinni þannig að þetta lítur ekki vel út,“ segir Hildur Sólveig. Náist góðir samningar muni hún íhuga að draga umsókn sína til baka. Það eigi þó ekki við um allar þær ljósmæður sem sagt hafa upp störfum. „Staðan eins og hún verður núna 1. júlí hún verður mjög erfið. Það eru þrjár að fara núna hérna af fæðingarvaktinni, einar tíu eða ellefu niðri á sængurkvennadeild. Þetta verður mjög erfið staða á báðum deildunum vegna þess að auðvitað hefur ein deild áhrif á hina,“ segir hún. Erfið staða getur einnig skapast á sónardeild Landspítalans þar sem minnst ein ljósmóðir hefur sagt upp störfum og fleiri hafa í hyggju að segja upp samkvæmt heimildum fréttastofu. Þar starfa aðeins sjö ljósmæður sem geta sinnt tólf vikna sónarskoðun en til þess þarf tveggja ára viðbótarþjálfun. Ekki fengust upplýsingar frá Landspítalanum um heildarfjölda uppsagna við vinnslu fréttarinnar. Kjaramál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Sjö ljósmæður sögðu upp störfum á fæðingarvakt Landspítalans í síðustu viku og nítján uppsagnir taka gildi um mánaðamótin. Ein þeirra sem sagði upp í síðustu viku segir að um öþrifaráð sé að ræða. Staðan á Landspítalanum verði erfið þegar uppsagnirnar taka gildi. Næsti fundur í kjaradeilu ljósmæðra hefur verið boðaður á fimmtudaginn en æ fleiri ljósmæður bætast í hóp þeirra sem hafa sagt upp störfum. Hildur Sólveig Ragnarsdóttir er ein þeirra ljósmæðra á fæðingarvakt landspítalans sem sagði upp í síðustu viku en þar að auki munu þrjár láta af störfum næstu mánaðarmót. „Ég held að við séum einar sex-sjö sem hafa lagt inn uppsagnarbréf. Þetta er stór hópur, við erum kannski tíu-ellefu, en þetta er stórt hlutfall af þeim sem eru starfandi á fæðingarvaktinni þannig að þetta lítur ekki vel út,“ segir Hildur Sólveig. Náist góðir samningar muni hún íhuga að draga umsókn sína til baka. Það eigi þó ekki við um allar þær ljósmæður sem sagt hafa upp störfum. „Staðan eins og hún verður núna 1. júlí hún verður mjög erfið. Það eru þrjár að fara núna hérna af fæðingarvaktinni, einar tíu eða ellefu niðri á sængurkvennadeild. Þetta verður mjög erfið staða á báðum deildunum vegna þess að auðvitað hefur ein deild áhrif á hina,“ segir hún. Erfið staða getur einnig skapast á sónardeild Landspítalans þar sem minnst ein ljósmóðir hefur sagt upp störfum og fleiri hafa í hyggju að segja upp samkvæmt heimildum fréttastofu. Þar starfa aðeins sjö ljósmæður sem geta sinnt tólf vikna sónarskoðun en til þess þarf tveggja ára viðbótarþjálfun. Ekki fengust upplýsingar frá Landspítalanum um heildarfjölda uppsagna við vinnslu fréttarinnar.
Kjaramál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira