Ráðherra undrast ekki úrskurð Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. júní 2018 07:15 Lög um uppreist æru voru rædd á fundum allsherjar- og menntamálanefndar á síðasta ári. Fréttablaðið/Ernir „Lagabreytingar gefa alltaf vísbendingu um löggjafarviljann á hverjum tíma og því er viðbúið að breytt viðhorf í lögum hafi áhrif á túlkun þeirra. Að því leyti kemur úrskurður Landsréttar ekki á óvart,“ segir Sigríður Andersen dómsmálaráðherra um úrskurð Landsréttar sem synjaði Atla Helgasyni um endurheimt lögmannsréttinda sinna fyrr í vikunni. Í úrskurði Landsréttar er vísað til þess að vegna breytinga á almennum hegningarlögum í fyrrahaust hafi viðtekin dómaframkvæmd ekki þá þýðingu sem hún hafði áður. Ráðherra segir að hafa verði í huga að frumvarpið um afnám uppreistar æru úr lögum hafi aldrei verið hugsað sem annað en tímabundið úrræði til að bregðast við stjórnsýslu sem framkvæmd hafði verið um áratuga skeið en hún hafi stöðvað í maí 2017. „Þannig mátti við því búast að breytt lög myndu breyta réttarframkvæmd á einhvern ófyrirséðan hátt. Það var í þessu ljósi sem ég hafði lagt til endurskoðun laga á heildstæðan hátt en ekki með þeim hætti sem varð ofan á í kjölfar óðagots og stjórnarslita um miðja nótt,“ segir Sigríður. Aðdragandi lagasetningarinnar var mikil reiðibylgja sem gekk yfir samfélagið síðastliðið haust vegna tveggja dæmdra kynferðisbrotamanna sem fengið höfðu uppreist æru. Dómsmálaráðherra boðaði í kjölfarið heildarendurskoðun á lagaákvæðum um uppreist æru og missi borgararéttinda vegna mannorðsflekkunar. Þegar ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sprakk og boðað var til kosninga voru ákvæði um uppreist æru felld brott úr almennum hegningarlögum í miklum flýti en heildarendurskoðun fyrirkomulags við missi og endurheimt réttinda að öðru leyti látin bíða um sinn. Eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í gær, var lagafrumvarpið samþykkt með afbrigðum frá þingskaparlögum, sama dag og frumvarpið var lagt fram, án samráðs við refsiréttarnefnd og án þess að umsagnarfrestur væri veittur. Í nefndaráliti allsherjar- og menntamálanefndar var tekið fram að brottfall ákvæðanna úr hegningarlögunum án heildarendurskoðunar á fyrirkomulagi um missi og endurheimt borgararéttinda fæli í sér ólögmæta mannréttindaskerðingu. Vinna við fyrrgreinda heildarendurskoðun er nú á lokametrunum í dómsmálaráðuneytinu og að sögn ráðherra verða frumvarpsdrög kynnt á samráðsvef stjórnarráðsins upp úr mánaðamótum. Einar Hannesson, aðstoðarmaður ráðherra, segir að um almenna breytingu á almennum hegningarlögum verði að ræða og þá verði nálgun breytt í nokkuð mörgum sérlögum sem kveða á um óflekkað mannorð ýmissa starfsstétta. Aðspurður um lögmannsréttindi sérstaklega segir Einar stefnt að því að skilyrðum til að fá lögmannsréttindi verði breytt og í stað kröfu um óflekkað mannorð verði kveðið á um að til að öðlast slík réttindi megi viðkomandi ekki hafa hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað hafi hann verið orðinn 18 ára þegar brotið var framið. Lagt sé upp með að unnt verði að veita undanþágu frá því skilyrði gegn sérstökum meðmælum. Aðspurður um hvort krafa verði gerð um að slík meðmæli komi frá Lögmannafélaginu, segir Einar að frumvarpið sé enn í vinnslu og hafi ekki verið kynnt í ráðuneytinu en bendir þó á að nýgengnir úrskurðir dómstóla sýni að umsagnir þess félags sæti endurskoðun dómstóla og að félagið njóti sérstakrar stöðu umfram önnur félög enda hafi það lögbundnu hlutverki að gegna sem eftirlitsaðili með störfum lögmanna. Birtist í Fréttablaðinu Uppreist æru Tengdar fréttir Í lagalegu tómarúmi eftir lagabreytingu Með úrskurði um synjun á beiðni um endurheimt lögmannsréttinda var viðtekinni dómaframkvæmd vikið til hliðar með vísan til lagabreytingar á Alþingi um brottfall ákvæða um uppreist æru. Þingnefnd taldi breytinguna valda ólögmætri skerðingu mannréttinda. 22. júní 2018 06:00 Atli fær ekki lögmannsréttindi á ný Landsréttur sneri þar með við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá því 16. maí síðastliðinn. 21. júní 2018 15:24 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
„Lagabreytingar gefa alltaf vísbendingu um löggjafarviljann á hverjum tíma og því er viðbúið að breytt viðhorf í lögum hafi áhrif á túlkun þeirra. Að því leyti kemur úrskurður Landsréttar ekki á óvart,“ segir Sigríður Andersen dómsmálaráðherra um úrskurð Landsréttar sem synjaði Atla Helgasyni um endurheimt lögmannsréttinda sinna fyrr í vikunni. Í úrskurði Landsréttar er vísað til þess að vegna breytinga á almennum hegningarlögum í fyrrahaust hafi viðtekin dómaframkvæmd ekki þá þýðingu sem hún hafði áður. Ráðherra segir að hafa verði í huga að frumvarpið um afnám uppreistar æru úr lögum hafi aldrei verið hugsað sem annað en tímabundið úrræði til að bregðast við stjórnsýslu sem framkvæmd hafði verið um áratuga skeið en hún hafi stöðvað í maí 2017. „Þannig mátti við því búast að breytt lög myndu breyta réttarframkvæmd á einhvern ófyrirséðan hátt. Það var í þessu ljósi sem ég hafði lagt til endurskoðun laga á heildstæðan hátt en ekki með þeim hætti sem varð ofan á í kjölfar óðagots og stjórnarslita um miðja nótt,“ segir Sigríður. Aðdragandi lagasetningarinnar var mikil reiðibylgja sem gekk yfir samfélagið síðastliðið haust vegna tveggja dæmdra kynferðisbrotamanna sem fengið höfðu uppreist æru. Dómsmálaráðherra boðaði í kjölfarið heildarendurskoðun á lagaákvæðum um uppreist æru og missi borgararéttinda vegna mannorðsflekkunar. Þegar ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sprakk og boðað var til kosninga voru ákvæði um uppreist æru felld brott úr almennum hegningarlögum í miklum flýti en heildarendurskoðun fyrirkomulags við missi og endurheimt réttinda að öðru leyti látin bíða um sinn. Eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í gær, var lagafrumvarpið samþykkt með afbrigðum frá þingskaparlögum, sama dag og frumvarpið var lagt fram, án samráðs við refsiréttarnefnd og án þess að umsagnarfrestur væri veittur. Í nefndaráliti allsherjar- og menntamálanefndar var tekið fram að brottfall ákvæðanna úr hegningarlögunum án heildarendurskoðunar á fyrirkomulagi um missi og endurheimt borgararéttinda fæli í sér ólögmæta mannréttindaskerðingu. Vinna við fyrrgreinda heildarendurskoðun er nú á lokametrunum í dómsmálaráðuneytinu og að sögn ráðherra verða frumvarpsdrög kynnt á samráðsvef stjórnarráðsins upp úr mánaðamótum. Einar Hannesson, aðstoðarmaður ráðherra, segir að um almenna breytingu á almennum hegningarlögum verði að ræða og þá verði nálgun breytt í nokkuð mörgum sérlögum sem kveða á um óflekkað mannorð ýmissa starfsstétta. Aðspurður um lögmannsréttindi sérstaklega segir Einar stefnt að því að skilyrðum til að fá lögmannsréttindi verði breytt og í stað kröfu um óflekkað mannorð verði kveðið á um að til að öðlast slík réttindi megi viðkomandi ekki hafa hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað hafi hann verið orðinn 18 ára þegar brotið var framið. Lagt sé upp með að unnt verði að veita undanþágu frá því skilyrði gegn sérstökum meðmælum. Aðspurður um hvort krafa verði gerð um að slík meðmæli komi frá Lögmannafélaginu, segir Einar að frumvarpið sé enn í vinnslu og hafi ekki verið kynnt í ráðuneytinu en bendir þó á að nýgengnir úrskurðir dómstóla sýni að umsagnir þess félags sæti endurskoðun dómstóla og að félagið njóti sérstakrar stöðu umfram önnur félög enda hafi það lögbundnu hlutverki að gegna sem eftirlitsaðili með störfum lögmanna.
Birtist í Fréttablaðinu Uppreist æru Tengdar fréttir Í lagalegu tómarúmi eftir lagabreytingu Með úrskurði um synjun á beiðni um endurheimt lögmannsréttinda var viðtekinni dómaframkvæmd vikið til hliðar með vísan til lagabreytingar á Alþingi um brottfall ákvæða um uppreist æru. Þingnefnd taldi breytinguna valda ólögmætri skerðingu mannréttinda. 22. júní 2018 06:00 Atli fær ekki lögmannsréttindi á ný Landsréttur sneri þar með við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá því 16. maí síðastliðinn. 21. júní 2018 15:24 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Í lagalegu tómarúmi eftir lagabreytingu Með úrskurði um synjun á beiðni um endurheimt lögmannsréttinda var viðtekinni dómaframkvæmd vikið til hliðar með vísan til lagabreytingar á Alþingi um brottfall ákvæða um uppreist æru. Þingnefnd taldi breytinguna valda ólögmætri skerðingu mannréttinda. 22. júní 2018 06:00
Atli fær ekki lögmannsréttindi á ný Landsréttur sneri þar með við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá því 16. maí síðastliðinn. 21. júní 2018 15:24
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent