Ljósmyndarinn segir söguna á bak við myndina á forsíðu Time Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. júní 2018 13:04 Forsíðan þykir áhrifarík. Vísir/Times Bandaríska tímaritið Time hefur birt forsíðuna á næsta eintaki blaðsins. Á því má sjá stúlku sem aðskilin var frá foreldrum sínum á landamærum Mexíkó, ásamt Donald Trump, starandi á hvort annað undir fyrirsögninni „Velkomin til Bandaríkjanna.“Myndirnar eru klipptar saman en upprunalega myndin sem stúlkan var á hefur vakið mikla athygli. Stúlkan á myndbandinu er tveggja ára gömul og er frá Hondúras og var ljósmyndin tekin þegar verið var að handtaka móður hennar fyrir að hafa komið ólöglega inn í Bandaríkin.Stúlkan er ein af um 2.300 börnum sem aðskilin var frá fjölskyldu sinni vegna umdeildrar stefnu Bandaríkastjórnar, stefnu sem Donald Trump tilkynnti að látið yrði af í gær,þótt enn sé alls óvíst hvað verðium þau börn sem þegar hafi verið aðskilin frá foreldrum sínum, líkt og stúlkan á myndinni.Ljósmyndarinn sem tók ljósmyndina af stúlkunni heitir John Moore, sem meðal annars hefur unnið Pulitzer-verðlaunin fyrir ljósmyndir sínar. Á vefsíðu Time segir hann söguna á bak við myndina sem notuð var á forsíðu Time.„Þetta var mjög erfitt fyrir mig. Um leið og þessu var lokið voru þau keyrð í burtu. Ég þurfti að ná andanum. Það eina sem ég vildi gera var að taka hana upp. En ég gat það ekki,“ segir Moore um þær aðstæður sem voru fyrir hendi þegar ljósmyndin var tekin.Time fékk Moore til þess að útbúa forsíðuna sem sjá má hér að ofan. Ein af þeim myndum sem John Moore tók af stúlkunni og móður hennar við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó.Vísir/GettyHarðorður leiðari fylgir forsíðunniÍ leiðara sem fylgir forsíðunni og birtur er á vef Time er Trump borinn saman við forvera sína í starfi. Þar segir meðal annars að ljóst sé að Trump eigi erfitt með hugsjónir og háleitnar hugmyndir. Er tekið saman að frá því að Trump tók við embætti fyrir 18 mánuðum hafi hann notað orðið lýðræðið í færri en 100 skipti, orðið jafnrétti í tólf skipti og orðið mannréttindi aðeins tíu sinnum. Á sama tíma hafi Ronald Reagan, sem var forseti Bandaríkjanna á árunum 1980-1988 hafi notað orðið mannréttindi 48 sinnum í opinberum ræðum. Þá segir einnig í leiðara Times að með hverjum mánuði sem líður sé Trump að athuga hversu langt hann geti fært bandarísku þjóðina frá þeim grunnhugmyndum sem stofnendur ríkisins lögðu til grundvallar. Niðurstaða þeirra tilraunar Trump sé að sjá á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.Leiðarann má lesa hér.TIME's new cover: A reckoning after Trump's border separation policy: What kind of country are we? https://t.co/U4Uf8bffoR pic.twitter.com/sBCMdHuPGc— TIME (@TIME) June 21, 2018 Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Donald Trump Fjölmiðlar Hondúras Mexíkó Mið-Ameríka Tengdar fréttir Gefa lítið fyrir ákvörðun Trump: „Eins og að vilja þakkir fyrir að leysa glæpinn sem þú framdir“ Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum virðast gefa lítið fyrir ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna aðskilnað barna frá foreldrum sínum á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 21. júní 2018 10:15 Trump bannar aðskilnað barna frá foreldrum sínum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skrifað undir tilskipun sem stöðvar aðskilnað barna frá foreldrum sínum við landamæri landsins. 20. júní 2018 19:37 Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Sjá meira
Bandaríska tímaritið Time hefur birt forsíðuna á næsta eintaki blaðsins. Á því má sjá stúlku sem aðskilin var frá foreldrum sínum á landamærum Mexíkó, ásamt Donald Trump, starandi á hvort annað undir fyrirsögninni „Velkomin til Bandaríkjanna.“Myndirnar eru klipptar saman en upprunalega myndin sem stúlkan var á hefur vakið mikla athygli. Stúlkan á myndbandinu er tveggja ára gömul og er frá Hondúras og var ljósmyndin tekin þegar verið var að handtaka móður hennar fyrir að hafa komið ólöglega inn í Bandaríkin.Stúlkan er ein af um 2.300 börnum sem aðskilin var frá fjölskyldu sinni vegna umdeildrar stefnu Bandaríkastjórnar, stefnu sem Donald Trump tilkynnti að látið yrði af í gær,þótt enn sé alls óvíst hvað verðium þau börn sem þegar hafi verið aðskilin frá foreldrum sínum, líkt og stúlkan á myndinni.Ljósmyndarinn sem tók ljósmyndina af stúlkunni heitir John Moore, sem meðal annars hefur unnið Pulitzer-verðlaunin fyrir ljósmyndir sínar. Á vefsíðu Time segir hann söguna á bak við myndina sem notuð var á forsíðu Time.„Þetta var mjög erfitt fyrir mig. Um leið og þessu var lokið voru þau keyrð í burtu. Ég þurfti að ná andanum. Það eina sem ég vildi gera var að taka hana upp. En ég gat það ekki,“ segir Moore um þær aðstæður sem voru fyrir hendi þegar ljósmyndin var tekin.Time fékk Moore til þess að útbúa forsíðuna sem sjá má hér að ofan. Ein af þeim myndum sem John Moore tók af stúlkunni og móður hennar við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó.Vísir/GettyHarðorður leiðari fylgir forsíðunniÍ leiðara sem fylgir forsíðunni og birtur er á vef Time er Trump borinn saman við forvera sína í starfi. Þar segir meðal annars að ljóst sé að Trump eigi erfitt með hugsjónir og háleitnar hugmyndir. Er tekið saman að frá því að Trump tók við embætti fyrir 18 mánuðum hafi hann notað orðið lýðræðið í færri en 100 skipti, orðið jafnrétti í tólf skipti og orðið mannréttindi aðeins tíu sinnum. Á sama tíma hafi Ronald Reagan, sem var forseti Bandaríkjanna á árunum 1980-1988 hafi notað orðið mannréttindi 48 sinnum í opinberum ræðum. Þá segir einnig í leiðara Times að með hverjum mánuði sem líður sé Trump að athuga hversu langt hann geti fært bandarísku þjóðina frá þeim grunnhugmyndum sem stofnendur ríkisins lögðu til grundvallar. Niðurstaða þeirra tilraunar Trump sé að sjá á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.Leiðarann má lesa hér.TIME's new cover: A reckoning after Trump's border separation policy: What kind of country are we? https://t.co/U4Uf8bffoR pic.twitter.com/sBCMdHuPGc— TIME (@TIME) June 21, 2018
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Donald Trump Fjölmiðlar Hondúras Mexíkó Mið-Ameríka Tengdar fréttir Gefa lítið fyrir ákvörðun Trump: „Eins og að vilja þakkir fyrir að leysa glæpinn sem þú framdir“ Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum virðast gefa lítið fyrir ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna aðskilnað barna frá foreldrum sínum á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 21. júní 2018 10:15 Trump bannar aðskilnað barna frá foreldrum sínum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skrifað undir tilskipun sem stöðvar aðskilnað barna frá foreldrum sínum við landamæri landsins. 20. júní 2018 19:37 Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Sjá meira
Gefa lítið fyrir ákvörðun Trump: „Eins og að vilja þakkir fyrir að leysa glæpinn sem þú framdir“ Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum virðast gefa lítið fyrir ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna aðskilnað barna frá foreldrum sínum á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 21. júní 2018 10:15
Trump bannar aðskilnað barna frá foreldrum sínum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skrifað undir tilskipun sem stöðvar aðskilnað barna frá foreldrum sínum við landamæri landsins. 20. júní 2018 19:37
Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33