Ljósmæður eru ekki bjartsýnar og sjá fram á verkfall í sumar Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 21. júní 2018 07:00 Formaður samninganefndar ljósmæðra segir uppsagnir ljósmæðra hrúgast inn um þessar mundir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Þetta er grafalvarlegt ástand og tíminn vinnur ekki með okkur. Við ljósmæður erum að upplifa það að það sé illa komið fram við okkur,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, eftir fund með ríkissáttasemjara í gær. Starfandi ljósmæður er um 280 á Íslandi. Um þriðjungur ljósmæðra hefur sagt upp störfum og óttast er að talan fari hækkandi. Flestar þeirra sem hafa sagt upp störfum eru starfandi á Landspítalanum. Staðan er því augljóslega þung og erfið, ekki síst á spítalanum.„Það er ákveðinn vendipunktur núna og það hrúgast inn uppsagnir. Við viljum fá lausnamiðað samtal og það þarf að gerast strax.“ Katrín segist ekki hafa búist við því að neitt myndi skýrast á fundinum sem varð svo raunin. Ekkert hafi annað verið gert en að taka stöðuna á málum og engin lausn borin upp. Annar fundur hefur verið boðaður á fimmtudaginn eftir viku. „Við óskum eindregið eftir því að fólk standi undir ábyrgð og gangi til borðs með lausnir. Ég bara skil ekki þessa framkomu,“ segir Katrín.Frá fundi ljósmæðra hjá ríkissáttasemjara í gær.Vísir/einar„Ef við skoðum söguna hefur það kannski verið þannig, án þess að alhæfa, að konur hafa verið nægjusamar og kurteisar, varast það að vera með uppþot og læti. Kannski eru stjórnvöld að ganga út frá því að það sama sé uppi á teningnum núna. En það eru breyttir tímar.“ Katrín segir að undirbúningur yfirvinnubanns standi nú yfir, sem tekur um tvær vikur og að öllu óbreyttu verði boðað til verkfalls ljósmæðra í júlí. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðar maður forstjóra Landspítalans, tekur undir með Katrínu og segir að Landspítalinn standi frammi fyrir verulegri áskorun komi til frekari uppsagna eða aðgerða. Forstjóri og yfirmenn kvennadeildar funduðu með ljósmæðrum seinnipartinn í gær þar sem drög að neyðaráætlun voru kynnt. „Við munum kynna neyðaráætlunina opinberlega í næstu viku. Það sem er þó fyrirsjáanlegt er að hún mun taka gildi 1. júlí ef ekkert breytist,“ segir Anna Sigrún. „Við leggjum ofuráherslu á að samningsaðilar ljúki samningsgerð svo ekki þurfi að grípa til þessarar áætlunar. Allir eru í biðstöðu þangað til. En það er ljóst að það verður skert þjónusta til sængurkvenna og nýbura komi til þessa og það er verulegt áhyggjuefni.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist vona að sátt náist sem fyrst. „Hver einasti fundur er boðaður til að reyna að ná saman. Ég, líkt og allir aðrir, vonast auðvitað til þess að það náist sáttir með þetta mál.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmæður hefja undirbúning verkfallsaðgerða Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að undirbúningur fyrir verkfallsaðgerðir stéttarinnar sé hafinn. 20. júní 2018 14:14 Enn að bætast í uppsagnir ljósmæðra Fundur samninganefnda ljósmæðra og ríkisins hófst í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan ellefu í dag. 20. júní 2018 11:15 Verðandi mæður leitast við að fæða utan Landspítalans vegna manneklu Ljósmóðir gengur út með sorg í hjarta. 17. júní 2018 19:07 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
„Þetta er grafalvarlegt ástand og tíminn vinnur ekki með okkur. Við ljósmæður erum að upplifa það að það sé illa komið fram við okkur,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, eftir fund með ríkissáttasemjara í gær. Starfandi ljósmæður er um 280 á Íslandi. Um þriðjungur ljósmæðra hefur sagt upp störfum og óttast er að talan fari hækkandi. Flestar þeirra sem hafa sagt upp störfum eru starfandi á Landspítalanum. Staðan er því augljóslega þung og erfið, ekki síst á spítalanum.„Það er ákveðinn vendipunktur núna og það hrúgast inn uppsagnir. Við viljum fá lausnamiðað samtal og það þarf að gerast strax.“ Katrín segist ekki hafa búist við því að neitt myndi skýrast á fundinum sem varð svo raunin. Ekkert hafi annað verið gert en að taka stöðuna á málum og engin lausn borin upp. Annar fundur hefur verið boðaður á fimmtudaginn eftir viku. „Við óskum eindregið eftir því að fólk standi undir ábyrgð og gangi til borðs með lausnir. Ég bara skil ekki þessa framkomu,“ segir Katrín.Frá fundi ljósmæðra hjá ríkissáttasemjara í gær.Vísir/einar„Ef við skoðum söguna hefur það kannski verið þannig, án þess að alhæfa, að konur hafa verið nægjusamar og kurteisar, varast það að vera með uppþot og læti. Kannski eru stjórnvöld að ganga út frá því að það sama sé uppi á teningnum núna. En það eru breyttir tímar.“ Katrín segir að undirbúningur yfirvinnubanns standi nú yfir, sem tekur um tvær vikur og að öllu óbreyttu verði boðað til verkfalls ljósmæðra í júlí. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðar maður forstjóra Landspítalans, tekur undir með Katrínu og segir að Landspítalinn standi frammi fyrir verulegri áskorun komi til frekari uppsagna eða aðgerða. Forstjóri og yfirmenn kvennadeildar funduðu með ljósmæðrum seinnipartinn í gær þar sem drög að neyðaráætlun voru kynnt. „Við munum kynna neyðaráætlunina opinberlega í næstu viku. Það sem er þó fyrirsjáanlegt er að hún mun taka gildi 1. júlí ef ekkert breytist,“ segir Anna Sigrún. „Við leggjum ofuráherslu á að samningsaðilar ljúki samningsgerð svo ekki þurfi að grípa til þessarar áætlunar. Allir eru í biðstöðu þangað til. En það er ljóst að það verður skert þjónusta til sængurkvenna og nýbura komi til þessa og það er verulegt áhyggjuefni.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist vona að sátt náist sem fyrst. „Hver einasti fundur er boðaður til að reyna að ná saman. Ég, líkt og allir aðrir, vonast auðvitað til þess að það náist sáttir með þetta mál.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmæður hefja undirbúning verkfallsaðgerða Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að undirbúningur fyrir verkfallsaðgerðir stéttarinnar sé hafinn. 20. júní 2018 14:14 Enn að bætast í uppsagnir ljósmæðra Fundur samninganefnda ljósmæðra og ríkisins hófst í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan ellefu í dag. 20. júní 2018 11:15 Verðandi mæður leitast við að fæða utan Landspítalans vegna manneklu Ljósmóðir gengur út með sorg í hjarta. 17. júní 2018 19:07 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Ljósmæður hefja undirbúning verkfallsaðgerða Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að undirbúningur fyrir verkfallsaðgerðir stéttarinnar sé hafinn. 20. júní 2018 14:14
Enn að bætast í uppsagnir ljósmæðra Fundur samninganefnda ljósmæðra og ríkisins hófst í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan ellefu í dag. 20. júní 2018 11:15
Verðandi mæður leitast við að fæða utan Landspítalans vegna manneklu Ljósmóðir gengur út með sorg í hjarta. 17. júní 2018 19:07