„Þeir eru bara aumingjar sem þorðu ekki“ Kolbeinn Tumi Daðason í Volgograd skrifar 20. júní 2018 22:48 Hinir fjórir fræknu, þeir sem þorðu. Frá vinstri: Jóhannes Viðar Bjarnason, Jón Þór Eyþórsson, Vignir Sigursveinsson og Óli Jón Ólason. Vísir/Kolbeinn Tumi Jóhannes Viðar Bjarnason, Jón Þór Eyþórsson, Vignir Sigursveinsson og Óli Jón Ólason vöktu athygli blaðamanns í Volgograd í kvöld. Þeir voru klæddir íslensku landsliðstreyjunni eins og fjölmargir en það var merkingin að aftan sem fékk blaðamann til að biðja þá um að staldra við. „Þeir sem þorðu“ stendur aftan á treyjunum sem eru númeraðar frá eitt upp í fjögur. Þannig er að fjórmenningarnir tilheyra veiðiklúbbnum „Óli alls staðar“. Magnaður veiðiklúbbur sem hefur marga fjöruna sopið en þær sögur tæki of langan tíma að segja að sögn félaganna fjögurra. Klúbburinn telur raunar tólf meðllimi og segir Óli, einn þriggja Óla í klúbbnum, að þeir hafi ætlað saman í epíska tólf manna ferð. Hingað eru þeir þó aðeins fjórir mættir. „Við ætluðum allir að fara en svo vorm það bara við fjórir sem þorðum,“ segir Óli og félagarnir taka undir með honum. Hann tekur undir með blaðamanni að hann sé eini „alvöru Ólinn“ miðað við mætinguna fyrir austan tjald. Hinir aumingjar sem þorðu ekki Félaganir voru fjórir í Moskvu líka og fylgja svo liðinu til Rostov í þriðja leikinn í riðlinum. Framhaldið er óráðið en félaganir eru handvissir um að Ísland komist upp úr riðlinum. „Af hverju ekki?· spyr Vignir blaðamann sem að á ekkert svar. Okkar mönnum eru allir vegir færir. Spáin 2-0 kemur líklega frá Jóni Þór en það skiptir ekki öllu máli, þeir eru sannfærðir um sigur hvernig svo sem tölurnar verða.En hvað vilja þeir segja við áttmenninganna sem eru að bíða eftir sumrinu heima á Íslandi? „Þeir eru bara aumingjar sem þorðu ekki,“ segir Óli Jón og hlær.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Öskraði bara eitthvað bull á spænsku Alfreð Finnbogason vakti athygli fyrir fagnið á móti Argentínu. 20. júní 2018 08:03 Hannes segir Rúrik loksins fá þá viðurkenningu sem hann eigi skilið 620 þúsund. Það er fylgjendafjöldi Rúriks Gíslasonar að morgni 20. júní. Lygileg tala og bara tímaspursmál hvenær hann verður sá stærsti á Íslandi ef fram heldur sem horfir. 20. júní 2018 08:06 Alveg sama um skoðanir Messi á spilamennsku íslenska liðsins Alfreð Finnbogason útskýrði fyrir erlendum blaðamanni að það væru fleiri en ein leið til að spila fótbolta. 20. júní 2018 12:00 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Sjá meira
Jóhannes Viðar Bjarnason, Jón Þór Eyþórsson, Vignir Sigursveinsson og Óli Jón Ólason vöktu athygli blaðamanns í Volgograd í kvöld. Þeir voru klæddir íslensku landsliðstreyjunni eins og fjölmargir en það var merkingin að aftan sem fékk blaðamann til að biðja þá um að staldra við. „Þeir sem þorðu“ stendur aftan á treyjunum sem eru númeraðar frá eitt upp í fjögur. Þannig er að fjórmenningarnir tilheyra veiðiklúbbnum „Óli alls staðar“. Magnaður veiðiklúbbur sem hefur marga fjöruna sopið en þær sögur tæki of langan tíma að segja að sögn félaganna fjögurra. Klúbburinn telur raunar tólf meðllimi og segir Óli, einn þriggja Óla í klúbbnum, að þeir hafi ætlað saman í epíska tólf manna ferð. Hingað eru þeir þó aðeins fjórir mættir. „Við ætluðum allir að fara en svo vorm það bara við fjórir sem þorðum,“ segir Óli og félagarnir taka undir með honum. Hann tekur undir með blaðamanni að hann sé eini „alvöru Ólinn“ miðað við mætinguna fyrir austan tjald. Hinir aumingjar sem þorðu ekki Félaganir voru fjórir í Moskvu líka og fylgja svo liðinu til Rostov í þriðja leikinn í riðlinum. Framhaldið er óráðið en félaganir eru handvissir um að Ísland komist upp úr riðlinum. „Af hverju ekki?· spyr Vignir blaðamann sem að á ekkert svar. Okkar mönnum eru allir vegir færir. Spáin 2-0 kemur líklega frá Jóni Þór en það skiptir ekki öllu máli, þeir eru sannfærðir um sigur hvernig svo sem tölurnar verða.En hvað vilja þeir segja við áttmenninganna sem eru að bíða eftir sumrinu heima á Íslandi? „Þeir eru bara aumingjar sem þorðu ekki,“ segir Óli Jón og hlær.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Öskraði bara eitthvað bull á spænsku Alfreð Finnbogason vakti athygli fyrir fagnið á móti Argentínu. 20. júní 2018 08:03 Hannes segir Rúrik loksins fá þá viðurkenningu sem hann eigi skilið 620 þúsund. Það er fylgjendafjöldi Rúriks Gíslasonar að morgni 20. júní. Lygileg tala og bara tímaspursmál hvenær hann verður sá stærsti á Íslandi ef fram heldur sem horfir. 20. júní 2018 08:06 Alveg sama um skoðanir Messi á spilamennsku íslenska liðsins Alfreð Finnbogason útskýrði fyrir erlendum blaðamanni að það væru fleiri en ein leið til að spila fótbolta. 20. júní 2018 12:00 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Sjá meira
Öskraði bara eitthvað bull á spænsku Alfreð Finnbogason vakti athygli fyrir fagnið á móti Argentínu. 20. júní 2018 08:03
Hannes segir Rúrik loksins fá þá viðurkenningu sem hann eigi skilið 620 þúsund. Það er fylgjendafjöldi Rúriks Gíslasonar að morgni 20. júní. Lygileg tala og bara tímaspursmál hvenær hann verður sá stærsti á Íslandi ef fram heldur sem horfir. 20. júní 2018 08:06
Alveg sama um skoðanir Messi á spilamennsku íslenska liðsins Alfreð Finnbogason útskýrði fyrir erlendum blaðamanni að það væru fleiri en ein leið til að spila fótbolta. 20. júní 2018 12:00