Kveiktu í farþegaflugvél Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. júní 2018 07:13 Mótmælendur vilja að forsætisráðherra landsins segi af sér. Guardian Óttast er að óeirðir sem brutust út á Papúa Nýju-Gíneu í liðinni viku geti þróast út í borgarastyrjöld. Eftir að þarlendir dómstólar höfnuðu beiðni frambjóðanda hafa stuðningsmenn hans borið eld að farþegaflugvél, opinberum byggingum og heimili ríkisstjóra. Þá hefur einnig verið ráðist að tveimur lögreglubílum. Mótmælin mögnuðust um helgina þegar hópur fólks, líklega um 300 til 400 manns, gekk fylktu liði um vesturhluta landsins vopnaður sveðjum og öflugum skotvopnum. Ferðinni var heitið að borginni Mendi þar sem kallað var eftir afsögn forsætisráðherrans Peter O'Neill. Enn sem komið er hefur enginn látist í mótmælunum en heimamenn óttast að eldfimt ástandið getið farið úr böndunum.Angry supporters of a losing election candidate have burned an Air Niugini plane in #PNG's Southern Highlands. pic.twitter.com/41nCoYmW1Y— Eric Tlozek (@EricTlozek) June 14, 2018 Haft er eftir íbúa borgarinnar á vef Guardian að lítið megi út af bregða. Mótmælendur séu þungvopnaðir og mjög reiðir. Heimamanninum finnist því eins og mótmælendurnir séu að kalla eftir borgarastyrjöld. Papúa Nýja-Gínea mun hýsa fund APEC (Efnahagssamstarf Asíu- og Kyrrahafsríkjanna) í nóvember næstkomandi. Forsætisráðherra landsins hefur síðustu daga ítrekað reynt að sannfæra hina væntanlegu fundarmenn um að ekkert sé að óttast, eyjan sé örugg þrátt fyrir óeirðirnar. Meðal þeirra sem munu sækja fundinn verða Bandaríkjaforsetinn Donald Trump og forsætisráðherra Ástralíu, Malcom Turnbull. Mótmælin hófust á fimmtudag þegar beiðni Joseph Kobol, frambjóðanda til ríkisstjóra, var vísað frá þarlendum dómstólum en hann dró úrslit kosninganna á síðasta ári í efa. Stuðningsmenn hans brugðust ókvæða við og kveiktu meðal annars í þotu, bæjarskrifstofum, verksmiðjum og heimili ríkisstjórans William Powi. Búið er að lýsa yfir neyðarástandi í héraðinu þar sem mótmælin hafa staðið yfir síðustu daga. Íbúar þess mega því ekki yfirgefa heimili sín frá klukkan 18 á kvöldin til klukkan 06:00 á morgnanna. Þá hefur sendinefnd Sameinuðu þjóðanna í héraðinu verið send annað og Rauði krossinn hefur jafnframt stöðvað starfsemi sína á svæðinu. Ástralía Eyjaálfa Papúa Nýja-Gínea Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Óttast er að óeirðir sem brutust út á Papúa Nýju-Gíneu í liðinni viku geti þróast út í borgarastyrjöld. Eftir að þarlendir dómstólar höfnuðu beiðni frambjóðanda hafa stuðningsmenn hans borið eld að farþegaflugvél, opinberum byggingum og heimili ríkisstjóra. Þá hefur einnig verið ráðist að tveimur lögreglubílum. Mótmælin mögnuðust um helgina þegar hópur fólks, líklega um 300 til 400 manns, gekk fylktu liði um vesturhluta landsins vopnaður sveðjum og öflugum skotvopnum. Ferðinni var heitið að borginni Mendi þar sem kallað var eftir afsögn forsætisráðherrans Peter O'Neill. Enn sem komið er hefur enginn látist í mótmælunum en heimamenn óttast að eldfimt ástandið getið farið úr böndunum.Angry supporters of a losing election candidate have burned an Air Niugini plane in #PNG's Southern Highlands. pic.twitter.com/41nCoYmW1Y— Eric Tlozek (@EricTlozek) June 14, 2018 Haft er eftir íbúa borgarinnar á vef Guardian að lítið megi út af bregða. Mótmælendur séu þungvopnaðir og mjög reiðir. Heimamanninum finnist því eins og mótmælendurnir séu að kalla eftir borgarastyrjöld. Papúa Nýja-Gínea mun hýsa fund APEC (Efnahagssamstarf Asíu- og Kyrrahafsríkjanna) í nóvember næstkomandi. Forsætisráðherra landsins hefur síðustu daga ítrekað reynt að sannfæra hina væntanlegu fundarmenn um að ekkert sé að óttast, eyjan sé örugg þrátt fyrir óeirðirnar. Meðal þeirra sem munu sækja fundinn verða Bandaríkjaforsetinn Donald Trump og forsætisráðherra Ástralíu, Malcom Turnbull. Mótmælin hófust á fimmtudag þegar beiðni Joseph Kobol, frambjóðanda til ríkisstjóra, var vísað frá þarlendum dómstólum en hann dró úrslit kosninganna á síðasta ári í efa. Stuðningsmenn hans brugðust ókvæða við og kveiktu meðal annars í þotu, bæjarskrifstofum, verksmiðjum og heimili ríkisstjórans William Powi. Búið er að lýsa yfir neyðarástandi í héraðinu þar sem mótmælin hafa staðið yfir síðustu daga. Íbúar þess mega því ekki yfirgefa heimili sín frá klukkan 18 á kvöldin til klukkan 06:00 á morgnanna. Þá hefur sendinefnd Sameinuðu þjóðanna í héraðinu verið send annað og Rauði krossinn hefur jafnframt stöðvað starfsemi sína á svæðinu.
Ástralía Eyjaálfa Papúa Nýja-Gínea Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira