Ríkisstyrktar misþyrmingar Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 20. júní 2018 10:00 Á síðustu vikum hafa bandarísk yfirvöld aðskilið rúmlega 2.300 börn frá foreldrum sínum og fangelsað. Þessar fjölskyldur héldu yfir landamærin í leit að framtíð í landi tækifæranna. Landi sem byggt var á grunni hinnar einu sönnu mannlegu viðleitni; leitarinnar að öryggi, framtíð og friði. Landi sem lengi vel minntist uppruna síns, þar sem frelsisgyðjan Libertis sagði við hinn gamla, fáfróða heim að í framtíðarlandinu væru hinir uppgefnu, þreyttu og frelsisþyrstu velkomnir. Þetta göfuga viðhorf var framan af leiðarstef leiðtoga á heimssviðinu. En um leið er boðskapurinn djúpstæður og mikilvægur vitnisburður um uppruna allra þjóða og samfélaga frá örófi alda – þau eiga uppruna sinn og menningu að rekja til fólksflutninga, blöndunar mismunandi hópa og sífelldrar innleiðingar nýrra hugmynda, gilda og viðmiða. Villimennskan sem bandarísk yfirvöld hafa sýnt í garð þeirra sem þangað leita í von um öruggt athvarf er viðurstyggileg, en þó ekki óvænt miðað við það sem Bandaríkjaforseti lofaði í kosningabaráttu sinni. Forsetinn og handbendi hans vísa í lög máli sínu til stuðnings, en allir sjá að óþarfi er að beita þeim með þessum hætti. Forsetinn kennir minnihluta Demókrata á Bandaríkjaþingi um stöðuna, sem er auðvitað fásinna. Að mati bandarískra yfirvalda glatar einstaklingurinn mannréttindum sínum þegar hann kemur til landsins án vegabréfsáritunar. Og nú er svo komið að börn eru geymd í hundraðatali bak við lás og slá, fjarri foreldrum sínum. En þessi þjóðernisrembingur einskorðast auðvitað ekki við Bandaríkin. Við höfum séð slíkt spretta fram víða um heim á undanförnum árum, þar á meðal í Evrópu. Oft eru þetta leiðtogar sem hafa tilhneigingu til að dást að einveldistilburðum, líkt og í tilfelli Bandaríkjaforseta sem opinberlega hefur lýst aðdáun sinni á kollegum sínum í Rússlandi og Norður-Kóreu. Það ætti að vera markmið okkar sem vitum betur, okkar einstaklinganna og þeirra sem við höfum valið til að tala fyrir okkar hönd, að mótmæla þjóðrembingi og þeim hörmungum sem hljótast af honum. Þessari meinsemd verður að mæta með andófi, og leiðtogar okkar eru meðsekir þeim, sem hirða ekki um mannlega reisn og þverbrjóta á mannréttindum þeirra sem minna mega sín, láti þeir ekki í sér heyra. Sem aðili að Atlantshafsbandalaginu og Sameinuðu þjóðunum eigum við að láta í okkur heyra, ekki bara til að mótmæla mannfyrirlitningunni í Bandaríkjunum, heldur einnig til að segja hingað og ekki lengra við þá sem telja landamærin æðri mannskepnunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á síðustu vikum hafa bandarísk yfirvöld aðskilið rúmlega 2.300 börn frá foreldrum sínum og fangelsað. Þessar fjölskyldur héldu yfir landamærin í leit að framtíð í landi tækifæranna. Landi sem byggt var á grunni hinnar einu sönnu mannlegu viðleitni; leitarinnar að öryggi, framtíð og friði. Landi sem lengi vel minntist uppruna síns, þar sem frelsisgyðjan Libertis sagði við hinn gamla, fáfróða heim að í framtíðarlandinu væru hinir uppgefnu, þreyttu og frelsisþyrstu velkomnir. Þetta göfuga viðhorf var framan af leiðarstef leiðtoga á heimssviðinu. En um leið er boðskapurinn djúpstæður og mikilvægur vitnisburður um uppruna allra þjóða og samfélaga frá örófi alda – þau eiga uppruna sinn og menningu að rekja til fólksflutninga, blöndunar mismunandi hópa og sífelldrar innleiðingar nýrra hugmynda, gilda og viðmiða. Villimennskan sem bandarísk yfirvöld hafa sýnt í garð þeirra sem þangað leita í von um öruggt athvarf er viðurstyggileg, en þó ekki óvænt miðað við það sem Bandaríkjaforseti lofaði í kosningabaráttu sinni. Forsetinn og handbendi hans vísa í lög máli sínu til stuðnings, en allir sjá að óþarfi er að beita þeim með þessum hætti. Forsetinn kennir minnihluta Demókrata á Bandaríkjaþingi um stöðuna, sem er auðvitað fásinna. Að mati bandarískra yfirvalda glatar einstaklingurinn mannréttindum sínum þegar hann kemur til landsins án vegabréfsáritunar. Og nú er svo komið að börn eru geymd í hundraðatali bak við lás og slá, fjarri foreldrum sínum. En þessi þjóðernisrembingur einskorðast auðvitað ekki við Bandaríkin. Við höfum séð slíkt spretta fram víða um heim á undanförnum árum, þar á meðal í Evrópu. Oft eru þetta leiðtogar sem hafa tilhneigingu til að dást að einveldistilburðum, líkt og í tilfelli Bandaríkjaforseta sem opinberlega hefur lýst aðdáun sinni á kollegum sínum í Rússlandi og Norður-Kóreu. Það ætti að vera markmið okkar sem vitum betur, okkar einstaklinganna og þeirra sem við höfum valið til að tala fyrir okkar hönd, að mótmæla þjóðrembingi og þeim hörmungum sem hljótast af honum. Þessari meinsemd verður að mæta með andófi, og leiðtogar okkar eru meðsekir þeim, sem hirða ekki um mannlega reisn og þverbrjóta á mannréttindum þeirra sem minna mega sín, láti þeir ekki í sér heyra. Sem aðili að Atlantshafsbandalaginu og Sameinuðu þjóðunum eigum við að láta í okkur heyra, ekki bara til að mótmæla mannfyrirlitningunni í Bandaríkjunum, heldur einnig til að segja hingað og ekki lengra við þá sem telja landamærin æðri mannskepnunni.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun