Veljum listamennina vel Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. júní 2018 07:00 Hlíf Sigurjónsdóttir stendur fyrir tónleikahaldinu í Listasafni Sigurjóns, ásamt manni sínum Geirfinni Jónssyni og móður sinni Birgittu Spur. Fréttablaðið/Valli Við höldum úti þessari tónleikaröð af hugsjón og gefum okkur ekki. Þeir eru almennt vel sóttir og það er réttlæting okkar fyrir að vera til. Við veljum listamennina vel,“ segir Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari um hina rótgrónu Sumartónleika Listasafns Sigurjóns Ólafssonar sem verða á Laugarnestanga á þriðjudögum næstu vikur, þrítugasta sumarið í röð. Að venju hefjast þeir klukkan 20.30 og standa í um klukkustund. Þar verður því hægt að upplifa sumarkvöld við sæinn með ljúfri tónlist innan um heimsklassa höggmyndalist – umvafin sögu staðarins, allt frá landnámi til nútíma. Gítarhljómur verður nokkuð áberandi í tónleikaröðinni þetta árið. Reynir Hauksson gítarleikari og tónskáld ríður á vaðið næsta þriðjudag, 3. júlí, með seiðandi tónlist frá Andalúsíu, eftir spönsk tónskáld og sjálfan sig. Fleiri gítaristar koma við sögu síðar, meðal annars félagarnir í Guitar Iclancio sem fagna 20 ára starfsafmæli með tónleikum 24. júlí. Inn á milli eru svo þrennir sönglagatónleikar og forvitnileg dagskrá fyrir flautu og píanó. Tónlistin hefur ætíð skipað sinn sess í menningarstarfi Sigurjónssafns. Heimili hjónanna Birgittu og Sigurjóns ómaði af tónlist, öll fjögur börn þeirra lærðu á hljóðfæri og þrjú þeirra lögðu tónlist fyrir sig. Ein þeirra er Hlíf sem ætlar að koma fram með danska verðlaunagítarleikaranum Søren Bødker Madsen á lokatónleikunum 14. ágúst. Kaffistofa safnsins er opin eftir tónleika og þar gefst tónleikagestum kostur á að hitta flytjendur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Við höldum úti þessari tónleikaröð af hugsjón og gefum okkur ekki. Þeir eru almennt vel sóttir og það er réttlæting okkar fyrir að vera til. Við veljum listamennina vel,“ segir Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari um hina rótgrónu Sumartónleika Listasafns Sigurjóns Ólafssonar sem verða á Laugarnestanga á þriðjudögum næstu vikur, þrítugasta sumarið í röð. Að venju hefjast þeir klukkan 20.30 og standa í um klukkustund. Þar verður því hægt að upplifa sumarkvöld við sæinn með ljúfri tónlist innan um heimsklassa höggmyndalist – umvafin sögu staðarins, allt frá landnámi til nútíma. Gítarhljómur verður nokkuð áberandi í tónleikaröðinni þetta árið. Reynir Hauksson gítarleikari og tónskáld ríður á vaðið næsta þriðjudag, 3. júlí, með seiðandi tónlist frá Andalúsíu, eftir spönsk tónskáld og sjálfan sig. Fleiri gítaristar koma við sögu síðar, meðal annars félagarnir í Guitar Iclancio sem fagna 20 ára starfsafmæli með tónleikum 24. júlí. Inn á milli eru svo þrennir sönglagatónleikar og forvitnileg dagskrá fyrir flautu og píanó. Tónlistin hefur ætíð skipað sinn sess í menningarstarfi Sigurjónssafns. Heimili hjónanna Birgittu og Sigurjóns ómaði af tónlist, öll fjögur börn þeirra lærðu á hljóðfæri og þrjú þeirra lögðu tónlist fyrir sig. Ein þeirra er Hlíf sem ætlar að koma fram með danska verðlaunagítarleikaranum Søren Bødker Madsen á lokatónleikunum 14. ágúst. Kaffistofa safnsins er opin eftir tónleika og þar gefst tónleikagestum kostur á að hitta flytjendur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira