Þurfum að breyta kerfinu svo að fólk búi ekki við sára fátækt sighvatur@frettabladid.is skrifar 30. júní 2018 08:30 Öryrkjar mótmæltu slæmum kjörum sínum við setningu Alþingis í desember. Margir lífeyrisþegar fá skertar greiðslur vegna fyrri búsetu erlendis. Þingmaður VG segir aðkallandi að taka á vanda þessa hóps. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Þetta er sá hópur lífeyrisþega sem býr við hvað mesta fátækt og það er að fjölga í hópnum,“ segir Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, um þá lífeyrisþega sem fá skertar greiðslur úr almannatryggingum vegna fyrri búsetu erlendis. Í svari Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, við fyrirspurn Steinunnar Þóru kemur fram að á síðasta ári hafi rúmlega 3.000 lífeyrisþegar fengið skertar greiðslur vegna fyrri búsetu erlendis. Ellilífeyrisþegar voru 1.762, örorkulífeyrisþegar 1.330 og endurhæfingarlífeyrisþegar 82. Af þessum rúmlega 3.000 lífeyrisþegum voru um 1.800 búsettir á Íslandi. „Ástæða fyrirspurnarinnar er sú að það er mjög mikilvægt að kortleggja þennan hóp. Það skiptir máli að vita fjöldann til að hægt sé að reyna að breyta kerfinu þannig að fólk þurfi ekki að búa við sára fátækt vegna þess að það hefur starfað hluta ævinnar erlendis.“Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður VGSteinunn Þóra segir þetta hóp sem búi við mjög kröpp kjör. Samkvæmt upplýsingum frá Öryrkjabandalagi Íslands eru dæmi um að einstaklingar hafi allt niður í 80 þúsund krónur á mánuði í ráðstöfunartekjur. Alls voru 1.240 af þessum lífeyrisþegum með heildartekjur undir framfærsluviðmiði án heimilisuppbótar eða 39 prósent hópsins. „Það er mjög aðkallandi að leysa úr þessu þar sem við sjáum fram á að það muni fjölga enn frekar í þessum hópi á næstu árum. Það hefur lengi verið rætt um að það þurfi að taka á þessum málum en það hefur enn ekki tekist. Þetta er hópur sem við þurfum að fjalla sérstaklega um.“ Mikil fjölgun hefur orðið í þessum hópi en í honum voru alls rúmlega 1.500 manns árið 2010, þar af voru um 900 með búsetu á Íslandi. „Almannatryggingakerfið okkar er þannig að þú vinnur þér inn rétt til greiðslna með búsetu í landinu. Þannig fá margir bara hlutabætur út úr kerfinu. Það er umhugsunarefni að það hafa verið gerðir samningar þar sem fólk heldur ýmsum réttindum sínum þegar það flytur milli landa til að starfa. En þegar eitthvað kemur fyrir, langvinnir sjúkdómar eða slys, þá erum við ekki með kerfi sem nær að tryggja framfærsluna.“ Steinunn Þóra segir kerfið gera ráð fyrir því að einstaklingar fái greiðslur frá því landi sem viðkomandi hafi búið í. Svar ráðherrans sýni hins vegar að fólk fái oft ekki neinar greiðslur frá fyrra búsetulandi. Það skýrist af ólíkum lögum og reglum, til dæmis um örorkumat. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
„Þetta er sá hópur lífeyrisþega sem býr við hvað mesta fátækt og það er að fjölga í hópnum,“ segir Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, um þá lífeyrisþega sem fá skertar greiðslur úr almannatryggingum vegna fyrri búsetu erlendis. Í svari Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, við fyrirspurn Steinunnar Þóru kemur fram að á síðasta ári hafi rúmlega 3.000 lífeyrisþegar fengið skertar greiðslur vegna fyrri búsetu erlendis. Ellilífeyrisþegar voru 1.762, örorkulífeyrisþegar 1.330 og endurhæfingarlífeyrisþegar 82. Af þessum rúmlega 3.000 lífeyrisþegum voru um 1.800 búsettir á Íslandi. „Ástæða fyrirspurnarinnar er sú að það er mjög mikilvægt að kortleggja þennan hóp. Það skiptir máli að vita fjöldann til að hægt sé að reyna að breyta kerfinu þannig að fólk þurfi ekki að búa við sára fátækt vegna þess að það hefur starfað hluta ævinnar erlendis.“Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður VGSteinunn Þóra segir þetta hóp sem búi við mjög kröpp kjör. Samkvæmt upplýsingum frá Öryrkjabandalagi Íslands eru dæmi um að einstaklingar hafi allt niður í 80 þúsund krónur á mánuði í ráðstöfunartekjur. Alls voru 1.240 af þessum lífeyrisþegum með heildartekjur undir framfærsluviðmiði án heimilisuppbótar eða 39 prósent hópsins. „Það er mjög aðkallandi að leysa úr þessu þar sem við sjáum fram á að það muni fjölga enn frekar í þessum hópi á næstu árum. Það hefur lengi verið rætt um að það þurfi að taka á þessum málum en það hefur enn ekki tekist. Þetta er hópur sem við þurfum að fjalla sérstaklega um.“ Mikil fjölgun hefur orðið í þessum hópi en í honum voru alls rúmlega 1.500 manns árið 2010, þar af voru um 900 með búsetu á Íslandi. „Almannatryggingakerfið okkar er þannig að þú vinnur þér inn rétt til greiðslna með búsetu í landinu. Þannig fá margir bara hlutabætur út úr kerfinu. Það er umhugsunarefni að það hafa verið gerðir samningar þar sem fólk heldur ýmsum réttindum sínum þegar það flytur milli landa til að starfa. En þegar eitthvað kemur fyrir, langvinnir sjúkdómar eða slys, þá erum við ekki með kerfi sem nær að tryggja framfærsluna.“ Steinunn Þóra segir kerfið gera ráð fyrir því að einstaklingar fái greiðslur frá því landi sem viðkomandi hafi búið í. Svar ráðherrans sýni hins vegar að fólk fái oft ekki neinar greiðslur frá fyrra búsetulandi. Það skýrist af ólíkum lögum og reglum, til dæmis um örorkumat.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira