Afdrif laxveiði í Hítará er stærsta málið Jóhann Óli Eiðsson og Sigtryggur Ari Jóhannsson skrifar 9. júlí 2018 08:00 Stórt lón myndaðist þar sem Hítará mætti aurnum. Áin fann sér farveg framhjá niður í Tálma. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Afleiðingar skriðunnar sem féll úr Fagraskógarfjalli í Hítardal eru óljósar. Stærsta skriðan féll aðfaranótt laugardags en enn eru smærri skriður að falla. Góðir veiðistaðir Hítarár voru á svæðinu þar sem skriðan fór yfir. Skriðan hindrar að áin renni eftir sínum forna farvegi. Lón myndaðist við jaðar skriðunnar en í gær hafði vatnsflaumurinn fundið sér nýjan farveg og rennur hann nú í ána Tálma. „Það vantar í ána á einhverjum tíu kílómetra kafla. Það fór beitiland þarna undir en stærsta málið er laxveiðin og hvernig henni reiðir af. Það er einnig óljóst með vatnsskemmdir þegar áin er komin í Tálma. Farvegurinn ræður sennilega ekki við þetta. Þó það sé mikið vatn í ánni núna þá er þetta ekki neitt miðað við vorleysingar,“ segir Finnbogi Leifsson, bóndi í Hítardal.Vísindamenn frá Veðurstofunni og Hafrannsóknastofnun voru við mælingar í Hítará um helgina.Fréttablaðið/Sigtryggur Ari„Ef haugurinn verður látinn kyrr þá eru allavega þrír bæir sem missa ána. Það er mögulega hægt að grafa ána í sinn gamla farveg en það er gríðarleg vinna. Það er ekki á færi eins veiðifélags að fara í að moka þessu burt,“ segir Ólafur Sigvaldason, formaður Veiðifélags Hítarár. Ljóst er að gífurlegt tjón hefur orðið en afar ósennilegt er að nokkuð fáist bætt þar sem um náttúruhamfarir er að ræða. Vátryggingafélög undanskilja slík tjón í skilmálum sínum. „Eins lengi og það er ekkert tjón á vátryggðum eignum þá er þetta atburður sem kemur ekki inn á okkar borð. Samkvæmt okkar bestu vitund, þá varð ekkert slíkt tjón þarna,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, áður Viðlagatrygginga Íslands. Vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Hafrannsóknastofnun voru að störfum á svæðinu um helgina. Of snemmt er að segja til um endanleg áhrif hamfaranna. „Við fórum í [fyrradag] og litum á þessi ósköp. Þetta er atburður á skala sem við höfum ekki séð fyrr. Það er náttúrulega ljóst að þetta mun hafa mikil áhrif á lífríki árinnar,“ segir Sigurður Már Einarsson, líffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun.Mildi þykir að enginn var við veiðar þar sem skriðan féll en þar eru vinsælir veiðistaðir. Á svæðinu sem nú er hulið var áður að finna góða hrygningar- og uppeldisstaði laxa. Fréttablaðið/Sigtryggur AriSigurður segir að skriðan hafi farið yfir góð hrygningar- og uppeldissvæði fyrir laxa. Þá hafi fleiri slík svæði þornað upp. Svæðið sem áin rennur nú um sé ekki eins gott. „Það á alveg eftir að meta það hvort möguleiki sé að koma henni aftur í upprunalega farveginn. Það verður mjög dýrt og spurning hvort það sé hægt yfirhöfuð. Þetta kemur til með að hafa áhrif á hlunnindi margra bæja,“ segir Sigurður. „Við erum í góðu samstarfi við yfirvöld og höfum verið í samskiptum við bændur á svæðinu. Við munum funda á morgun vegna þessa og fara vel yfir stöðuna,“ segir Jón Þór Ólason, formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur, en félagið er leigutaki Hítarár. Hann segir að hollið sem hafi lokið veiðum í gær hafi veitt vel en framhaldið sé óljóst. „Við höfum átt í góðu sambandi við veiðifélagið. Hugur okkar er hjá Veiðifélagi Hítarár og bændum á svæðinu. Hítardalur er algjör perla og þetta mun hafa mikil áhrif á hann,“ segir Jón Þór. Birtist í Fréttablaðinu Skriðufall í Hítardal Tengdar fréttir Heppni að enginn hafi verið á veiðum á þeim stað sem skriðan féll Ljóst er að veiðistaðir á svæðinu heyra sögunni til. 8. júlí 2018 19:17 Heyrði mikla skruðninga í Hítárdal fyrir miðnætti á föstudag Veiðimenn sem staddir voru í grennd við Fagraskógarfjalli nokkrum klukkutímum áður en að skriðan mikla féll í Hítardal á Mýrum snemma morguns á laugardag segjast hafa hafa orðið varir við skriðu úr fjallinu nokkrum klukkutímum áður en stóra skriðan féll. 8. júlí 2018 21:15 Hítará hefur fundið sér nýjan farveg Íbúi í Hítardal segir vatnið leita út í Tálma, hliðará Hítarár. Það sé sá farvegur sem íbúar hafi verið að vona að áin fyndi sér fram hjá skriðunni. 8. júlí 2018 11:47 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Afleiðingar skriðunnar sem féll úr Fagraskógarfjalli í Hítardal eru óljósar. Stærsta skriðan féll aðfaranótt laugardags en enn eru smærri skriður að falla. Góðir veiðistaðir Hítarár voru á svæðinu þar sem skriðan fór yfir. Skriðan hindrar að áin renni eftir sínum forna farvegi. Lón myndaðist við jaðar skriðunnar en í gær hafði vatnsflaumurinn fundið sér nýjan farveg og rennur hann nú í ána Tálma. „Það vantar í ána á einhverjum tíu kílómetra kafla. Það fór beitiland þarna undir en stærsta málið er laxveiðin og hvernig henni reiðir af. Það er einnig óljóst með vatnsskemmdir þegar áin er komin í Tálma. Farvegurinn ræður sennilega ekki við þetta. Þó það sé mikið vatn í ánni núna þá er þetta ekki neitt miðað við vorleysingar,“ segir Finnbogi Leifsson, bóndi í Hítardal.Vísindamenn frá Veðurstofunni og Hafrannsóknastofnun voru við mælingar í Hítará um helgina.Fréttablaðið/Sigtryggur Ari„Ef haugurinn verður látinn kyrr þá eru allavega þrír bæir sem missa ána. Það er mögulega hægt að grafa ána í sinn gamla farveg en það er gríðarleg vinna. Það er ekki á færi eins veiðifélags að fara í að moka þessu burt,“ segir Ólafur Sigvaldason, formaður Veiðifélags Hítarár. Ljóst er að gífurlegt tjón hefur orðið en afar ósennilegt er að nokkuð fáist bætt þar sem um náttúruhamfarir er að ræða. Vátryggingafélög undanskilja slík tjón í skilmálum sínum. „Eins lengi og það er ekkert tjón á vátryggðum eignum þá er þetta atburður sem kemur ekki inn á okkar borð. Samkvæmt okkar bestu vitund, þá varð ekkert slíkt tjón þarna,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, áður Viðlagatrygginga Íslands. Vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Hafrannsóknastofnun voru að störfum á svæðinu um helgina. Of snemmt er að segja til um endanleg áhrif hamfaranna. „Við fórum í [fyrradag] og litum á þessi ósköp. Þetta er atburður á skala sem við höfum ekki séð fyrr. Það er náttúrulega ljóst að þetta mun hafa mikil áhrif á lífríki árinnar,“ segir Sigurður Már Einarsson, líffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun.Mildi þykir að enginn var við veiðar þar sem skriðan féll en þar eru vinsælir veiðistaðir. Á svæðinu sem nú er hulið var áður að finna góða hrygningar- og uppeldisstaði laxa. Fréttablaðið/Sigtryggur AriSigurður segir að skriðan hafi farið yfir góð hrygningar- og uppeldissvæði fyrir laxa. Þá hafi fleiri slík svæði þornað upp. Svæðið sem áin rennur nú um sé ekki eins gott. „Það á alveg eftir að meta það hvort möguleiki sé að koma henni aftur í upprunalega farveginn. Það verður mjög dýrt og spurning hvort það sé hægt yfirhöfuð. Þetta kemur til með að hafa áhrif á hlunnindi margra bæja,“ segir Sigurður. „Við erum í góðu samstarfi við yfirvöld og höfum verið í samskiptum við bændur á svæðinu. Við munum funda á morgun vegna þessa og fara vel yfir stöðuna,“ segir Jón Þór Ólason, formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur, en félagið er leigutaki Hítarár. Hann segir að hollið sem hafi lokið veiðum í gær hafi veitt vel en framhaldið sé óljóst. „Við höfum átt í góðu sambandi við veiðifélagið. Hugur okkar er hjá Veiðifélagi Hítarár og bændum á svæðinu. Hítardalur er algjör perla og þetta mun hafa mikil áhrif á hann,“ segir Jón Þór.
Birtist í Fréttablaðinu Skriðufall í Hítardal Tengdar fréttir Heppni að enginn hafi verið á veiðum á þeim stað sem skriðan féll Ljóst er að veiðistaðir á svæðinu heyra sögunni til. 8. júlí 2018 19:17 Heyrði mikla skruðninga í Hítárdal fyrir miðnætti á föstudag Veiðimenn sem staddir voru í grennd við Fagraskógarfjalli nokkrum klukkutímum áður en að skriðan mikla féll í Hítardal á Mýrum snemma morguns á laugardag segjast hafa hafa orðið varir við skriðu úr fjallinu nokkrum klukkutímum áður en stóra skriðan féll. 8. júlí 2018 21:15 Hítará hefur fundið sér nýjan farveg Íbúi í Hítardal segir vatnið leita út í Tálma, hliðará Hítarár. Það sé sá farvegur sem íbúar hafi verið að vona að áin fyndi sér fram hjá skriðunni. 8. júlí 2018 11:47 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Heppni að enginn hafi verið á veiðum á þeim stað sem skriðan féll Ljóst er að veiðistaðir á svæðinu heyra sögunni til. 8. júlí 2018 19:17
Heyrði mikla skruðninga í Hítárdal fyrir miðnætti á föstudag Veiðimenn sem staddir voru í grennd við Fagraskógarfjalli nokkrum klukkutímum áður en að skriðan mikla féll í Hítardal á Mýrum snemma morguns á laugardag segjast hafa hafa orðið varir við skriðu úr fjallinu nokkrum klukkutímum áður en stóra skriðan féll. 8. júlí 2018 21:15
Hítará hefur fundið sér nýjan farveg Íbúi í Hítardal segir vatnið leita út í Tálma, hliðará Hítarár. Það sé sá farvegur sem íbúar hafi verið að vona að áin fyndi sér fram hjá skriðunni. 8. júlí 2018 11:47