Borga hálfa milljón á mánuði fyrir neysluna Hersir Aron Ólafsson skrifar 8. júlí 2018 20:30 Verkefnisstjóri hjá Rauða krossinum í Reykjavík segir stöðu þeirra sem háðir eru morfínskyldum lyfjum hafa stórversnað samhliða átaki yfirvalda um að koma efnunum af svörtum markaði. Kostnaður við neysluna nemi oft um hálfri milljón á mánuði og notendur leiðist í auknum mæli út í glæpi og kynlífsvinnu. Líkt og fram kom í kvöldfréttum fyrir helgi hefur tollgæslan undanfarna mánuði fundið fyrir sprengingu í innflutningi lyfseðilss kyldra ávana- og fíknilyfja frá Spáni. Sjá einnig: Segir farið í skipulagðar ferðir að sækja lyfin Svala Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri Frú Ragnheiðar, verkefnis Rauða krossins sem aðstoðar fólk á jaðri samfélagsins, kveðst þó ekki finna fyrir fjölgun í hópi þeirra sem nota morfínskyld lyf í æð samhliða innflutningnum – heldur skýrist hann einfaldlega af minna framboði.„Fyrir um tveimur árum síðan fer embætti landlæknis í mikið átak til að reyna að draga úr að lyfseðilsskyld lyf, sérstaklega morfínskyld lyf, detti inn á ólöglegan markað í sölu. Þegar það fer í gegn þá verður smá þurrkur og minna framboð af þessum lyfjum,“ segir Svala.Úr fjögur þúsund krónum í átta þúsundÞessi þurrkur hafi ekki leitt til minnkandi eftirspurnar, heldur nálgist fólk lyfin einfaldlega eftir öðrum leiðum – meðal annars frá Spáni. Þetta hafi hins vegar orðið til þess að hækka verðið umtalsvert.„Hundrað milligramma Contalgin var áður á fjögur til fimm þúsund kall. Í dag kostar þessi tafla á ólöglegum markaði um átta þúsund. Það er mikið inngrip í líf einstaklinganna sem eru háðir þessum lyfjum."Samhliða þessu borgi fólk himinháar fjárhæðir til að lifa af mánuðinn.„Að meðaltali er skjólstæðingur sem er að nota morfín í æð að eyða um hálfri milljón á mánuði, bara í að fjármagna morfínnotkunina. Þá á eftir að fjármagna allt annað.“Eðli málsins samkvæmt séu slík útgjöld ekki á færi hvers sem er og þurfi því að leita ýmissa leiða til að fjármagna neysluna.Mikil aukning í kynlífsþjónustu„Það eru t.d. innbrot í bíla og fyrirtæki og svo sjáum við rosalega mikla aukningu á svona kynlífsþjónustu, sem við köllum „sex work“, þetta er vont og skaðlegt fyrir einstaklinginn sjálfan og samfélagið í heild“ segir Svala.Skjólstæðingar þeirra séu í mun verra ásigkomulagi í dag en fyrir örfáum árum. Svala segir nauðsynlegt að nálgast hópinn með mannúðlegum aðferðum og bjóða skaðaminnkandi viðhaldsmeðferð, t.d. með innlögn á göngudeild fíknimeðferðar undir handleiðslu sérhæfðis teymis heilbrigðisstarfsfólks, á borð við lækna, geðhjúkrunarfræðinga og sálfræðinga. Þannig geti einstaklingarnir náð ákveðnu jafnvægi og ró í líf sitt meðan unnið er í rót vandans.„Með því markmiði að láta þau fá morfínskyldu lyfin sem þau eru háð út frá læknisfræðilegum tilgangi og reyna að aðstoða þau með þann undirliggjandi vanda sem veldur því að þau eru háð lyfjunum,“ segir Svala að lokum. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ferðamenn leysa út fíknilyf á Benidorm Tollgæslan hefur lagt hald á mikið magn ávana- og fíknilyfja á árinu. Hluta þeirra flytja íslenskir ferðamenn til landsins frá Spáni. Slóðin hefur verið rakin til fáeinna lækna á Benidorm sem skrifa út risastóra skammta ávana- og fíknilyfja eins og OxyContin og Xanax. 6. júlí 2018 07:00 Segir farið í skipulagðar ferðir að sækja lyfin Mikil aukning hefur orðið í innflutningi ávana- og fíknilyfja í gegnum Leifsstöð undanfarna mánuði. Yfirtollvörður segir dæmi um að spænskir læknar selji lyfseðla og skrifi upp á margfalda ráðlagða dagskammta af sterkum verkjalyfjum. Lögreglustjóri útilokar ekki að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. 6. júlí 2018 21:00 Magn lyfseðilsskyldra lyfja nýlunda hér á landi Enginn situr í gæsluvarðhaldi vegna slíkra mála en draga má þær ályktanir af því magni sem flutt er inn að lyfin séu ekki til einkanota. 6. júlí 2018 12:00 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Verkefnisstjóri hjá Rauða krossinum í Reykjavík segir stöðu þeirra sem háðir eru morfínskyldum lyfjum hafa stórversnað samhliða átaki yfirvalda um að koma efnunum af svörtum markaði. Kostnaður við neysluna nemi oft um hálfri milljón á mánuði og notendur leiðist í auknum mæli út í glæpi og kynlífsvinnu. Líkt og fram kom í kvöldfréttum fyrir helgi hefur tollgæslan undanfarna mánuði fundið fyrir sprengingu í innflutningi lyfseðilss kyldra ávana- og fíknilyfja frá Spáni. Sjá einnig: Segir farið í skipulagðar ferðir að sækja lyfin Svala Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri Frú Ragnheiðar, verkefnis Rauða krossins sem aðstoðar fólk á jaðri samfélagsins, kveðst þó ekki finna fyrir fjölgun í hópi þeirra sem nota morfínskyld lyf í æð samhliða innflutningnum – heldur skýrist hann einfaldlega af minna framboði.„Fyrir um tveimur árum síðan fer embætti landlæknis í mikið átak til að reyna að draga úr að lyfseðilsskyld lyf, sérstaklega morfínskyld lyf, detti inn á ólöglegan markað í sölu. Þegar það fer í gegn þá verður smá þurrkur og minna framboð af þessum lyfjum,“ segir Svala.Úr fjögur þúsund krónum í átta þúsundÞessi þurrkur hafi ekki leitt til minnkandi eftirspurnar, heldur nálgist fólk lyfin einfaldlega eftir öðrum leiðum – meðal annars frá Spáni. Þetta hafi hins vegar orðið til þess að hækka verðið umtalsvert.„Hundrað milligramma Contalgin var áður á fjögur til fimm þúsund kall. Í dag kostar þessi tafla á ólöglegum markaði um átta þúsund. Það er mikið inngrip í líf einstaklinganna sem eru háðir þessum lyfjum."Samhliða þessu borgi fólk himinháar fjárhæðir til að lifa af mánuðinn.„Að meðaltali er skjólstæðingur sem er að nota morfín í æð að eyða um hálfri milljón á mánuði, bara í að fjármagna morfínnotkunina. Þá á eftir að fjármagna allt annað.“Eðli málsins samkvæmt séu slík útgjöld ekki á færi hvers sem er og þurfi því að leita ýmissa leiða til að fjármagna neysluna.Mikil aukning í kynlífsþjónustu„Það eru t.d. innbrot í bíla og fyrirtæki og svo sjáum við rosalega mikla aukningu á svona kynlífsþjónustu, sem við köllum „sex work“, þetta er vont og skaðlegt fyrir einstaklinginn sjálfan og samfélagið í heild“ segir Svala.Skjólstæðingar þeirra séu í mun verra ásigkomulagi í dag en fyrir örfáum árum. Svala segir nauðsynlegt að nálgast hópinn með mannúðlegum aðferðum og bjóða skaðaminnkandi viðhaldsmeðferð, t.d. með innlögn á göngudeild fíknimeðferðar undir handleiðslu sérhæfðis teymis heilbrigðisstarfsfólks, á borð við lækna, geðhjúkrunarfræðinga og sálfræðinga. Þannig geti einstaklingarnir náð ákveðnu jafnvægi og ró í líf sitt meðan unnið er í rót vandans.„Með því markmiði að láta þau fá morfínskyldu lyfin sem þau eru háð út frá læknisfræðilegum tilgangi og reyna að aðstoða þau með þann undirliggjandi vanda sem veldur því að þau eru háð lyfjunum,“ segir Svala að lokum.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ferðamenn leysa út fíknilyf á Benidorm Tollgæslan hefur lagt hald á mikið magn ávana- og fíknilyfja á árinu. Hluta þeirra flytja íslenskir ferðamenn til landsins frá Spáni. Slóðin hefur verið rakin til fáeinna lækna á Benidorm sem skrifa út risastóra skammta ávana- og fíknilyfja eins og OxyContin og Xanax. 6. júlí 2018 07:00 Segir farið í skipulagðar ferðir að sækja lyfin Mikil aukning hefur orðið í innflutningi ávana- og fíknilyfja í gegnum Leifsstöð undanfarna mánuði. Yfirtollvörður segir dæmi um að spænskir læknar selji lyfseðla og skrifi upp á margfalda ráðlagða dagskammta af sterkum verkjalyfjum. Lögreglustjóri útilokar ekki að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. 6. júlí 2018 21:00 Magn lyfseðilsskyldra lyfja nýlunda hér á landi Enginn situr í gæsluvarðhaldi vegna slíkra mála en draga má þær ályktanir af því magni sem flutt er inn að lyfin séu ekki til einkanota. 6. júlí 2018 12:00 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Ferðamenn leysa út fíknilyf á Benidorm Tollgæslan hefur lagt hald á mikið magn ávana- og fíknilyfja á árinu. Hluta þeirra flytja íslenskir ferðamenn til landsins frá Spáni. Slóðin hefur verið rakin til fáeinna lækna á Benidorm sem skrifa út risastóra skammta ávana- og fíknilyfja eins og OxyContin og Xanax. 6. júlí 2018 07:00
Segir farið í skipulagðar ferðir að sækja lyfin Mikil aukning hefur orðið í innflutningi ávana- og fíknilyfja í gegnum Leifsstöð undanfarna mánuði. Yfirtollvörður segir dæmi um að spænskir læknar selji lyfseðla og skrifi upp á margfalda ráðlagða dagskammta af sterkum verkjalyfjum. Lögreglustjóri útilokar ekki að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. 6. júlí 2018 21:00
Magn lyfseðilsskyldra lyfja nýlunda hér á landi Enginn situr í gæsluvarðhaldi vegna slíkra mála en draga má þær ályktanir af því magni sem flutt er inn að lyfin séu ekki til einkanota. 6. júlí 2018 12:00
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?