Slæmt ferðaveður á morgun á miklum ferðadegi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júlí 2018 20:00 Gul viðvörun morgundagsins gildir um stóran hluta landsins, Vísir/Veðurstofa Íslands. Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun sem gildir frá klukkan fjögur síðdegis á morgun. Viðvörunin nær frá Faxaflóa, yfir hálendið, Snæfellsnes og Vestfirði og alveg að Skagafirði. Hvassviðri er framundan og er ferðalöngum, einkum þeim sem eru á farartækjum sem taka á sig vind, því bent að fylgjast vel með veðri. Segja má að hvassviðrið komi á óheppilegum tíma enda má búast við að umferð til og frá höfuðborgarsvæðinu verði þung á morgun. Fjölmennum knattspyrnumótum lýkur Akureyri um helgina auk þess sem að Landsmóti hestamanna, sem haldið er í Reykjavík, lýkur Á morgun. Því má gera ráð fyrir að húsbílar og bílar með tjaldvagna og hestakerrur verði margir á þjóðvegum landsins en í samtali við Vísi segir Björn Sævar Einarsson, að ökumenn með slík tæki í eftirdragi þurfi að huga sérstaklega vel að veðri áður en lagt er af stað.Gul viðvörun gildir einnig fyrir mánudaginn.Mynd/Veðurstofa ÍslandsLægir um nóttina en byrjar aftur á mánudagsmorgun „Það má búast við því að það verði ansi hviðótt og jafnvel stormur upp á fjöllum og á Holtavörðuheiði þarna um tíma,“ segir Björn Sævar. Hvassviðrið lætur fyrst á sér kræla upp úr klukkan fjögur við Faxaflóa og Breiðafjörð gera má ráð fyrir snörpum vindhviðum á Kjalarnesi, Hvalfirði og undir Hafnarfjalli. Frá og með klukkan sex annað kvöld nær viðvörunin einnig til Vestfjarða, hálendisins og Stranda og Norðurlands vestra en gert er ráð fyrir suð- og suðaustan stormi með snörpum vindhviðum yfir 20 metra á sekúndu. „Þetta verður verst á norðanverðu Snæfellsnesi og upp á Holtavörðuheiði og síðan má kannski segja að það lægi um nóttina um tíma en svo skellur þetta aftur um klukkan níu á mánudagsmorguninn og verður frameftir allan daginn norðvestan til og upp á hálendinu,“ segir Björn Sævar en gul viðvörun er einnig í gildi frá og með mánudagsmorgninum fram eftir degi. Nær hún til Breiðafjarðar, Vestfjarða og Stranda og Norðurlands vestra. Er þar um að ræða suðvestan storm með snörpum vindhviðum og eru ferðalangar einnig hvattir til að huga sérstaklega að veðri áður en að haldið er af stað á þessum slóðum á mánudag.Veðurhorfur á landinu Vestan 3-10 m/s og styttir að mestu upp vestantil en fer að rigna á Austurlandi síðar í kvöld. Vaxandi sunnan- og suðaustanátt á morgun, 10-15 m/s vestantil seinnipartinn með súld eða rigningu, sums staðar hvassara í vindstrengjum við fjöll á Vesturlandi. Hægari vindur á Norður og Austurlandi og bjartviðri. Sunnan 15-23 norðvestantil á landinu annað kvöld. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast norðaustantil á landinu.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ mánudag:Suðvestan 10-18, hvassast og hviðótt norðvestantil á landinu. Rigning með köflum um landið vestanvert, en léttskýjað austantil. Hiti frá 8 stigum við vesturströndina, upp í 20 stig á Austurlandi. Á þriðjudag:Suðvestan 8-13, en dregur úr vindi síðdegis. Skúrir vestanlands, en þurrt í öðrum landshlutum. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast norðaustanlands. Á miðvikudag:Sunnan 5-13, rigning S- og V-lands en bjartviðri NA-til. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast norðaustanlands. Á fimmtudag:Fremur hæg vestlæg átt. Skýjað að mestu og skúrir S- og V-lands. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast NA-til. Á föstudag:Útlit fyrir suðlæga átt með rigningu, einkum S- og V-lands. Hiti 8 til 16 stig. Veður Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Erlent Fleiri fréttir Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Sjá meira
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun sem gildir frá klukkan fjögur síðdegis á morgun. Viðvörunin nær frá Faxaflóa, yfir hálendið, Snæfellsnes og Vestfirði og alveg að Skagafirði. Hvassviðri er framundan og er ferðalöngum, einkum þeim sem eru á farartækjum sem taka á sig vind, því bent að fylgjast vel með veðri. Segja má að hvassviðrið komi á óheppilegum tíma enda má búast við að umferð til og frá höfuðborgarsvæðinu verði þung á morgun. Fjölmennum knattspyrnumótum lýkur Akureyri um helgina auk þess sem að Landsmóti hestamanna, sem haldið er í Reykjavík, lýkur Á morgun. Því má gera ráð fyrir að húsbílar og bílar með tjaldvagna og hestakerrur verði margir á þjóðvegum landsins en í samtali við Vísi segir Björn Sævar Einarsson, að ökumenn með slík tæki í eftirdragi þurfi að huga sérstaklega vel að veðri áður en lagt er af stað.Gul viðvörun gildir einnig fyrir mánudaginn.Mynd/Veðurstofa ÍslandsLægir um nóttina en byrjar aftur á mánudagsmorgun „Það má búast við því að það verði ansi hviðótt og jafnvel stormur upp á fjöllum og á Holtavörðuheiði þarna um tíma,“ segir Björn Sævar. Hvassviðrið lætur fyrst á sér kræla upp úr klukkan fjögur við Faxaflóa og Breiðafjörð gera má ráð fyrir snörpum vindhviðum á Kjalarnesi, Hvalfirði og undir Hafnarfjalli. Frá og með klukkan sex annað kvöld nær viðvörunin einnig til Vestfjarða, hálendisins og Stranda og Norðurlands vestra en gert er ráð fyrir suð- og suðaustan stormi með snörpum vindhviðum yfir 20 metra á sekúndu. „Þetta verður verst á norðanverðu Snæfellsnesi og upp á Holtavörðuheiði og síðan má kannski segja að það lægi um nóttina um tíma en svo skellur þetta aftur um klukkan níu á mánudagsmorguninn og verður frameftir allan daginn norðvestan til og upp á hálendinu,“ segir Björn Sævar en gul viðvörun er einnig í gildi frá og með mánudagsmorgninum fram eftir degi. Nær hún til Breiðafjarðar, Vestfjarða og Stranda og Norðurlands vestra. Er þar um að ræða suðvestan storm með snörpum vindhviðum og eru ferðalangar einnig hvattir til að huga sérstaklega að veðri áður en að haldið er af stað á þessum slóðum á mánudag.Veðurhorfur á landinu Vestan 3-10 m/s og styttir að mestu upp vestantil en fer að rigna á Austurlandi síðar í kvöld. Vaxandi sunnan- og suðaustanátt á morgun, 10-15 m/s vestantil seinnipartinn með súld eða rigningu, sums staðar hvassara í vindstrengjum við fjöll á Vesturlandi. Hægari vindur á Norður og Austurlandi og bjartviðri. Sunnan 15-23 norðvestantil á landinu annað kvöld. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast norðaustantil á landinu.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ mánudag:Suðvestan 10-18, hvassast og hviðótt norðvestantil á landinu. Rigning með köflum um landið vestanvert, en léttskýjað austantil. Hiti frá 8 stigum við vesturströndina, upp í 20 stig á Austurlandi. Á þriðjudag:Suðvestan 8-13, en dregur úr vindi síðdegis. Skúrir vestanlands, en þurrt í öðrum landshlutum. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast norðaustanlands. Á miðvikudag:Sunnan 5-13, rigning S- og V-lands en bjartviðri NA-til. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast norðaustanlands. Á fimmtudag:Fremur hæg vestlæg átt. Skýjað að mestu og skúrir S- og V-lands. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast NA-til. Á föstudag:Útlit fyrir suðlæga átt með rigningu, einkum S- og V-lands. Hiti 8 til 16 stig.
Veður Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Erlent Fleiri fréttir Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Sjá meira