Sólarleysið í borginni komið í heimsfréttirnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. júlí 2018 20:00 Það hefur verið blautt í sumar. Vísir/Vilhelm Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að sólin hefur varla sést víða um land í sumar, þá sérstaklega ekki á höfuðborgarsvæðinu. Það fór í það minnsta ekki framhjá blaðamönnum Guardian og AP sem undanfarna daga hafa fjallað um veðrið á Íslandi.Í frétt AP er rætt við Trausta Jónsson veðurfræðing þar sem hann segir að Íslendingar séu að gjalda fyrir að gott veður sé í Evrópu. Oftar en ekki sé það þannig að þegar veðrið sé gott þar sé veðrið slæmt hér á landi. Háþrýstisvæði yfir Vestur-Evrópu sé að hafa áhrif á vindrastir sem ýti skýjum yfir Ísland. Þetta hefur haft þau áhrif að það rigndi hvern einasta dag í maí í Reykjavík auk þess sem sólarstundir hafa aldrei verið færri í borginni.Ekki algeng sjón á höfuðborgarsvæðinu í sumarFréttablaðið/ErnirBiðst afsökunar fyrir hönd BretaBlaðamaður Guardian grípur frétt AP á lofti og spyr í fyrirsögn hvort það geti virkilega verið að lélegasta sumar síðustu 100 ára sé hitabylgjunni í Bretlandi að kenna? Rætt er við veðurfræðing hjá bresku veðurstofunni sem tekur að einhverju leyti undir með Trausta og segir að til þess að Íslendingar fái að njóta sólar og sumaryls í auknum mæli þurfi vindrastirnar að færast norðar.Þá bendir hann á að engin tvö Evrópuríki eigi í jafn nánu veðursambandi og Ísland og Bretland.„Oft er það þannig að veðrið hér er andstæða þess sem er í gangi á Íslandi,“ segir Deakin.Þá segir einnig að miðað við þetta sé ekki von á góðu fyrir Íslendinga, spáð sé björtu og hlýju veðri á Bretlandi næstu daga.„Afsakið, Ísland,“ segir að lokum í umfjöllun Guardian.Veðurhorfur á landinuSuðaustan 5-13 með súld eða rigningu S- og V-lands en hægt og bjart veður fyrir austan. Sunnan 3-10 og rigning eða skúrir á morgun, en úrkomulítið á Austurlandi. Dregur úr úrkomu vestantil annað kvöld en samfelld rigning á Austurlandi. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast austanlands.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ sunnudag:Hægt vaxandi suðvestanátt um suðvestan og vestanvert landið, 10-15 m/s og fer að rigna seinnipartinn en bjartviðri austantil. Hlýnar heldur í veðri.Á mánudag og þriðjudag:Suðvestanátt, víða 5-13 m/s, en sums staðar hvassara norðvestantil. Skýjað og skúrir S- og V-lands en lengst af bjartviðri um landið austanvert. Hiti 8 til 20 stig, hlýjast NA-til.Á miðvikudag og fimmtudag:Útlit fyrir fremur hæga suðlæga átt. Skýjað og smáskúrir um landið vestanvert en léttskýjað norðan og austantil. Hiti 8 til 20 stig. Svalast á annesjum vestanlands. Veður Tengdar fréttir Loka búðinni snemma vegna sólarglætu í Reykjavík Seint verður sagt að spáð sé bongóblíðu í höfuðborginni. 5. júlí 2018 13:00 Blaut helgi framundan Íslendingar, sama hvar þeir eru niðurkomnir á landinu, mega búast við rigningu um helgina. 6. júlí 2018 06:58 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira
Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að sólin hefur varla sést víða um land í sumar, þá sérstaklega ekki á höfuðborgarsvæðinu. Það fór í það minnsta ekki framhjá blaðamönnum Guardian og AP sem undanfarna daga hafa fjallað um veðrið á Íslandi.Í frétt AP er rætt við Trausta Jónsson veðurfræðing þar sem hann segir að Íslendingar séu að gjalda fyrir að gott veður sé í Evrópu. Oftar en ekki sé það þannig að þegar veðrið sé gott þar sé veðrið slæmt hér á landi. Háþrýstisvæði yfir Vestur-Evrópu sé að hafa áhrif á vindrastir sem ýti skýjum yfir Ísland. Þetta hefur haft þau áhrif að það rigndi hvern einasta dag í maí í Reykjavík auk þess sem sólarstundir hafa aldrei verið færri í borginni.Ekki algeng sjón á höfuðborgarsvæðinu í sumarFréttablaðið/ErnirBiðst afsökunar fyrir hönd BretaBlaðamaður Guardian grípur frétt AP á lofti og spyr í fyrirsögn hvort það geti virkilega verið að lélegasta sumar síðustu 100 ára sé hitabylgjunni í Bretlandi að kenna? Rætt er við veðurfræðing hjá bresku veðurstofunni sem tekur að einhverju leyti undir með Trausta og segir að til þess að Íslendingar fái að njóta sólar og sumaryls í auknum mæli þurfi vindrastirnar að færast norðar.Þá bendir hann á að engin tvö Evrópuríki eigi í jafn nánu veðursambandi og Ísland og Bretland.„Oft er það þannig að veðrið hér er andstæða þess sem er í gangi á Íslandi,“ segir Deakin.Þá segir einnig að miðað við þetta sé ekki von á góðu fyrir Íslendinga, spáð sé björtu og hlýju veðri á Bretlandi næstu daga.„Afsakið, Ísland,“ segir að lokum í umfjöllun Guardian.Veðurhorfur á landinuSuðaustan 5-13 með súld eða rigningu S- og V-lands en hægt og bjart veður fyrir austan. Sunnan 3-10 og rigning eða skúrir á morgun, en úrkomulítið á Austurlandi. Dregur úr úrkomu vestantil annað kvöld en samfelld rigning á Austurlandi. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast austanlands.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ sunnudag:Hægt vaxandi suðvestanátt um suðvestan og vestanvert landið, 10-15 m/s og fer að rigna seinnipartinn en bjartviðri austantil. Hlýnar heldur í veðri.Á mánudag og þriðjudag:Suðvestanátt, víða 5-13 m/s, en sums staðar hvassara norðvestantil. Skýjað og skúrir S- og V-lands en lengst af bjartviðri um landið austanvert. Hiti 8 til 20 stig, hlýjast NA-til.Á miðvikudag og fimmtudag:Útlit fyrir fremur hæga suðlæga átt. Skýjað og smáskúrir um landið vestanvert en léttskýjað norðan og austantil. Hiti 8 til 20 stig. Svalast á annesjum vestanlands.
Veður Tengdar fréttir Loka búðinni snemma vegna sólarglætu í Reykjavík Seint verður sagt að spáð sé bongóblíðu í höfuðborginni. 5. júlí 2018 13:00 Blaut helgi framundan Íslendingar, sama hvar þeir eru niðurkomnir á landinu, mega búast við rigningu um helgina. 6. júlí 2018 06:58 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira
Loka búðinni snemma vegna sólarglætu í Reykjavík Seint verður sagt að spáð sé bongóblíðu í höfuðborginni. 5. júlí 2018 13:00
Blaut helgi framundan Íslendingar, sama hvar þeir eru niðurkomnir á landinu, mega búast við rigningu um helgina. 6. júlí 2018 06:58