Kafari lést í hellinum Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. júlí 2018 04:38 Um 1000 manns hafa komið að aðgerðinni. Vísir/afp Kafari, sem eitt sinn starfaði fyrir tælenska sjóherinn, lést í nótt við björgunaraðgerðirnar þar sem reynt er að ná 12 drengjum og fótboltaþjálfaranum þeirra úr helli í norðurhluta Tælands. Maðurinn, hinn 38 ára gamli Saman Gunan, er sagður hafa misst meðvitund og drukknað þegar hann var á leið aftur út úr hellinum. Hann hafði verið að flytja súrefniskúta til drengjanna og segir talsmaður björgunaraðgerðarinnar að svo virðist sem kafarinn hafi ekki haft nógu mikið súrefni handa sjálfum sér á bakaleiðinni. Öðrum kafara hafi tekist að draga hann úr hellinum en endurlífgunartilraunir hafi ekki borið árangur. Gunan var búinn að segja skilið við sjóherinn en sneri aftur til að taka þátt í aðgerðinni, sem staðið hefur yfir í næstum tvær vikur.Sjá einnig: Sviðsstjóri köfunar hjá Gæslunni: Ekki aðstæður sem vanir kafarar færu alla jafna í nema með sérþjálfun Um 1000 manns hafa komið að aðgerðinni, þeirra á meðal eru þrautþjálfaðir kafarar, hermenn og sjálfboðaliðar. Talsmaður aðgerðarinnar segir að andlát Gunan minni menn á hversu hættuleg björgunin er. Engu að síður hafi hópurinn ekki misst trúna og ætlar sér að halda ótrauður áfram. Nú sé reynt að koma súrefniskútum til drengjanna þar sem tugir björgunarsveitarmanna hafa gengið hratt á súrefnisbirgðirnar í hellinum. Þá er jafnframt unnið að því að leiða lögn inn í hellishvelfinguna þar sem drengirnir hírast sem nota megi til að flytja súrefni til hópsins. Björgunarsveitirnar höfðu vonast til að koma drengjunum út í dag, en gert er ráð fyrir mikilli rigningu á svæðinu um helgina. Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Ætla að reyna að koma strákunum út næsta sólarhringinn Starfsmaður björgunarliðs í Taílandi segir að vonast sé til að að hægt verði að ná taílensku strákunum tólf og þjálfara þeirra út úr Tham Luang-hellakerfinu í héraðinu Chuang Rai í dag eða á morgun. 5. júlí 2018 10:25 Sviðsstjóri köfunar hjá Gæslunni: Ekki aðstæður sem vanir kafarar færu alla jafna í nema með sérþjálfun Jónas Karl Þorvaldsson, sviðsstjóri köfunar hjá Landhelgisgæslunni, segir að aðstæðurnar í hellinum í Taílandi þar sem fótboltastrákarnir tólf og þjálfarinn þeirra sitja fastir séu erfiðar. 4. júlí 2018 19:30 Heimt úr helju í fjölmiðlafári Nokkur dæmi eru í nútímasögunni um að fólk hafi verið heimt úr helju í fjölmiðlafári eins og því sem ríkt hefur vegna drengjanna í Taílandi. 5. júlí 2018 14:30 Elon Musk býður fram aðstoð við björgun fótboltastrákanna Fulltrúar á vegum Elon Musk eru í viðræðum við yfirvöld í Taílandi um hvernig fyrirtæki í eigu frumkvöðulsins geti aðstoðað við björgun fótboltastrákanna sem dvalið hafa í helli í tólf daga. 5. júlí 2018 23:18 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Sjá meira
Kafari, sem eitt sinn starfaði fyrir tælenska sjóherinn, lést í nótt við björgunaraðgerðirnar þar sem reynt er að ná 12 drengjum og fótboltaþjálfaranum þeirra úr helli í norðurhluta Tælands. Maðurinn, hinn 38 ára gamli Saman Gunan, er sagður hafa misst meðvitund og drukknað þegar hann var á leið aftur út úr hellinum. Hann hafði verið að flytja súrefniskúta til drengjanna og segir talsmaður björgunaraðgerðarinnar að svo virðist sem kafarinn hafi ekki haft nógu mikið súrefni handa sjálfum sér á bakaleiðinni. Öðrum kafara hafi tekist að draga hann úr hellinum en endurlífgunartilraunir hafi ekki borið árangur. Gunan var búinn að segja skilið við sjóherinn en sneri aftur til að taka þátt í aðgerðinni, sem staðið hefur yfir í næstum tvær vikur.Sjá einnig: Sviðsstjóri köfunar hjá Gæslunni: Ekki aðstæður sem vanir kafarar færu alla jafna í nema með sérþjálfun Um 1000 manns hafa komið að aðgerðinni, þeirra á meðal eru þrautþjálfaðir kafarar, hermenn og sjálfboðaliðar. Talsmaður aðgerðarinnar segir að andlát Gunan minni menn á hversu hættuleg björgunin er. Engu að síður hafi hópurinn ekki misst trúna og ætlar sér að halda ótrauður áfram. Nú sé reynt að koma súrefniskútum til drengjanna þar sem tugir björgunarsveitarmanna hafa gengið hratt á súrefnisbirgðirnar í hellinum. Þá er jafnframt unnið að því að leiða lögn inn í hellishvelfinguna þar sem drengirnir hírast sem nota megi til að flytja súrefni til hópsins. Björgunarsveitirnar höfðu vonast til að koma drengjunum út í dag, en gert er ráð fyrir mikilli rigningu á svæðinu um helgina.
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Ætla að reyna að koma strákunum út næsta sólarhringinn Starfsmaður björgunarliðs í Taílandi segir að vonast sé til að að hægt verði að ná taílensku strákunum tólf og þjálfara þeirra út úr Tham Luang-hellakerfinu í héraðinu Chuang Rai í dag eða á morgun. 5. júlí 2018 10:25 Sviðsstjóri köfunar hjá Gæslunni: Ekki aðstæður sem vanir kafarar færu alla jafna í nema með sérþjálfun Jónas Karl Þorvaldsson, sviðsstjóri köfunar hjá Landhelgisgæslunni, segir að aðstæðurnar í hellinum í Taílandi þar sem fótboltastrákarnir tólf og þjálfarinn þeirra sitja fastir séu erfiðar. 4. júlí 2018 19:30 Heimt úr helju í fjölmiðlafári Nokkur dæmi eru í nútímasögunni um að fólk hafi verið heimt úr helju í fjölmiðlafári eins og því sem ríkt hefur vegna drengjanna í Taílandi. 5. júlí 2018 14:30 Elon Musk býður fram aðstoð við björgun fótboltastrákanna Fulltrúar á vegum Elon Musk eru í viðræðum við yfirvöld í Taílandi um hvernig fyrirtæki í eigu frumkvöðulsins geti aðstoðað við björgun fótboltastrákanna sem dvalið hafa í helli í tólf daga. 5. júlí 2018 23:18 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Sjá meira
Ætla að reyna að koma strákunum út næsta sólarhringinn Starfsmaður björgunarliðs í Taílandi segir að vonast sé til að að hægt verði að ná taílensku strákunum tólf og þjálfara þeirra út úr Tham Luang-hellakerfinu í héraðinu Chuang Rai í dag eða á morgun. 5. júlí 2018 10:25
Sviðsstjóri köfunar hjá Gæslunni: Ekki aðstæður sem vanir kafarar færu alla jafna í nema með sérþjálfun Jónas Karl Þorvaldsson, sviðsstjóri köfunar hjá Landhelgisgæslunni, segir að aðstæðurnar í hellinum í Taílandi þar sem fótboltastrákarnir tólf og þjálfarinn þeirra sitja fastir séu erfiðar. 4. júlí 2018 19:30
Heimt úr helju í fjölmiðlafári Nokkur dæmi eru í nútímasögunni um að fólk hafi verið heimt úr helju í fjölmiðlafári eins og því sem ríkt hefur vegna drengjanna í Taílandi. 5. júlí 2018 14:30
Elon Musk býður fram aðstoð við björgun fótboltastrákanna Fulltrúar á vegum Elon Musk eru í viðræðum við yfirvöld í Taílandi um hvernig fyrirtæki í eigu frumkvöðulsins geti aðstoðað við björgun fótboltastrákanna sem dvalið hafa í helli í tólf daga. 5. júlí 2018 23:18