Bretar krefja Rússa upplýsinga um eiturefnaárás Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2018 10:25 Lögregluþjónar við almenningsgarð sem var girtur af eftir að karl og kona á fimmtugsaldri urðu fyrir taugaeitrinu. Vísir/Getty Ríkisstjórn Bretlands hefur krafið rússnesk stjórnvöld um upplýsingar um taugaeitursárás á rússneskan fyrrverandi njósnara og dóttur hans í mars eftir að karl og kona á fimmtugsaldri veiktust af völdum eitursins. Rússar hafa þvertekið fyrir að hafa komið nálægt árásinni. Fólkið liggur þungt haldið á sjúkrahúsi eftir að hafa komist í snertingu við Novichok, sovéska taugaeitrið sem notað var til að eitra fyrir Sergei Skrípal og dóttur hans Júlíu í bænum Salisbury í mars. Það virðist hafa gerst nærri staðnum þar sem eitrað var fyrir Skrípal-feðgininum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Rússar hafa staðfastlega neitað ásökunum um aðild að árásinni og hafa á móti ýjað að því að breska öryggissveitir hafi staðið að henni til þess að æsa upp andúð á Rússlandi. „Rússneska ríkið gæti rétt úr þessu „ranglæti“. Það gæti sagt okkur hvað gerðist, hvað það gerði og fyllt upp í verulegar gloppur sem við höfum reynt að gera,“ segir Ben Wallace, öryggismálaráðherra Bretlands sem kvaðst bíða eftir símtali frá stjórnvöldum í Kreml.Brotnar ekki hratt niður Eftir upphaflegu árásina á Skrípal-feðginin sögðu bresk yfirvöld að lítil hætta væri fyrir almenning í Salisbury. Þeim tilmælum var þó beint til íbúa að þrífa föt sín og nota blautþurrkur til að hreinsa persónulega muni. Tilfellið nú hefur vakið ótta um að eitrið sé enn til staðar í borginni. Andrea Sella, prófessor í ólífrænni efnafræði við University College í London, segir að Novichok hafi verið hannað til þess að endast og að það brotni ekki hratt niður. Hafi eitrið verið í íláti eða borist á yfirborð hlutar gæti það verið hættulegt í lengri tíma. Því sé mikilvægt að rekja ferðir fólksins sem veiktist til að finna uppruna eitursins. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Eitrað fyrir parinu með taugaeitrinu Novichok Maður og kona sem fundust meðvitundarlaus á heimili sínu í Wiltshire í Englandi urðu fyrir eitrun af völdum taugaeitursins Novichok. 4. júlí 2018 21:26 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Ríkisstjórn Bretlands hefur krafið rússnesk stjórnvöld um upplýsingar um taugaeitursárás á rússneskan fyrrverandi njósnara og dóttur hans í mars eftir að karl og kona á fimmtugsaldri veiktust af völdum eitursins. Rússar hafa þvertekið fyrir að hafa komið nálægt árásinni. Fólkið liggur þungt haldið á sjúkrahúsi eftir að hafa komist í snertingu við Novichok, sovéska taugaeitrið sem notað var til að eitra fyrir Sergei Skrípal og dóttur hans Júlíu í bænum Salisbury í mars. Það virðist hafa gerst nærri staðnum þar sem eitrað var fyrir Skrípal-feðgininum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Rússar hafa staðfastlega neitað ásökunum um aðild að árásinni og hafa á móti ýjað að því að breska öryggissveitir hafi staðið að henni til þess að æsa upp andúð á Rússlandi. „Rússneska ríkið gæti rétt úr þessu „ranglæti“. Það gæti sagt okkur hvað gerðist, hvað það gerði og fyllt upp í verulegar gloppur sem við höfum reynt að gera,“ segir Ben Wallace, öryggismálaráðherra Bretlands sem kvaðst bíða eftir símtali frá stjórnvöldum í Kreml.Brotnar ekki hratt niður Eftir upphaflegu árásina á Skrípal-feðginin sögðu bresk yfirvöld að lítil hætta væri fyrir almenning í Salisbury. Þeim tilmælum var þó beint til íbúa að þrífa föt sín og nota blautþurrkur til að hreinsa persónulega muni. Tilfellið nú hefur vakið ótta um að eitrið sé enn til staðar í borginni. Andrea Sella, prófessor í ólífrænni efnafræði við University College í London, segir að Novichok hafi verið hannað til þess að endast og að það brotni ekki hratt niður. Hafi eitrið verið í íláti eða borist á yfirborð hlutar gæti það verið hættulegt í lengri tíma. Því sé mikilvægt að rekja ferðir fólksins sem veiktist til að finna uppruna eitursins.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Eitrað fyrir parinu með taugaeitrinu Novichok Maður og kona sem fundust meðvitundarlaus á heimili sínu í Wiltshire í Englandi urðu fyrir eitrun af völdum taugaeitursins Novichok. 4. júlí 2018 21:26 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Eitrað fyrir parinu með taugaeitrinu Novichok Maður og kona sem fundust meðvitundarlaus á heimili sínu í Wiltshire í Englandi urðu fyrir eitrun af völdum taugaeitursins Novichok. 4. júlí 2018 21:26