Ljósmæður munu leggja fram skriflegar kröfur á fundinum í dag Hulda Hólmkelsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 5. júlí 2018 09:46 Fjöldi fólks hefur nú safnast saman fyrir utan Borgartún 21 Vísir/Hrund „Við finnum fyrir gífurlegum stuðning eins og hefur verið áður og erum auðvitað bjartsýnar á og leyfum okkur að halda okkur að vera bjartsýnar fyrir fundi,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, í samtali við fréttastofu. Fundað verður vegna ljósmæðradeilunnar núna klukkan 10. Var einnig boðað til samstöðu- og mótmælafundar, fyrir utan á meðan samningafundinum stendur, og er hann nú að hefjast. Katrín segir að hún hafi heyrt í Svandísi Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fyrir viku og var að vona að hún myndi heyra í henni aftur en það hefur ekki gerst. Aðspurð hvort rétt sé að samninganefnd ljósmæðra ætli að leggja fram eitthvað plagg á fundinum, svarar Katrín: „Já við ætlum að leggja fram það sem við höfum áður og kröfur okkar hafa legið ljósar en ætlum að leggja það fram í bundnu máli.“ Þetta eru ekki kröfur sem ljósmæður hafa greint frá áður.Katrín Sif SigurgeirsdóttirVÍSIR/EYÞÓRVonaði að Bjarni sýndi auðmýkt „Þetta er svosem alveg í anda samningaviðræðnanna hingað til. Þær hafa verið á þessu plani því miður,“ segir Katrín um ummæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um framgöngu ljósmæðra og tölur sem fjármálaráðuneytið birti í vikunni. „Maður vonaði að fjármálaráðherra myndi sýna auðmýkt á þessu stigi máls og hefði hitt okkur og átt svona lausnamiðað samtal. En þetta voru svörin og það endurspeglar svolítið hvernig samingaviðræðurnar hafa gengið og það skýrir út hvernig það hefur verið.“ Bjarni hefur látið þau ummæli falla að samninganefnd ljósmæðra hafi sjálf talað gegn samningnum sem felldur var. Katrín segir að það sé ekki rétt. „Viðbrögðin við því eru auðvitað bara maður veit ekki hvað maður á að segja einu sinni því þetta er svo arfavitlaust og gróft að segja svona. Ég er náttúrulega formaður samninganefndar ég kom hvergi nærri kynningu á samningnum og talaði ekki gegn þessum samningi hvergi og tók ekki þátt í vangaveltum á netmiðlum eða annað. Ég veit ekki hvaðan hann hefur svona upplýsingar.“Ljósmæður finna fyrir miklum stuðningi í samfélaginu.Vísir/HrundÖryggi kvenna og barna í hættu Mjög margir hafa boðað komu sína á samstöðufund og mótmæli fyrir utan Borgartún 21, þar sem fundurinn fer fram klukkan 10. Þar á meðal eru margir verðandi foreldrar sem eru mjög áhyggjufullir yfir ástandinu. Á meðal þeirra sem ætla að ávarpa hópinn til þess að koma líðan og stuðningi með ljósmæðrum í orð eru Oddný Arnarsdóttir verkefnastjóri og tveggja barna móðir, Hildur Sólveig Ragnarsdóttir ljósmóðir og Ævar Þór Benediktsson leikari, rithöfundur og verðandi faðir. Hópurinn sem stendur að baki viðburðinum hittist í gær og útbjó skilti en á þeim stendur meðal annars: „Öryggi kvenna og ófæddra barna er í hættu.“ Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Læknaráð Landspítalans lýsir áhyggjum af ljósmæðradeilu Í ályktun leggur ráðið áherslu á að öryggi sjúklinga þurfi að vera í forgrunni. 4. júlí 2018 14:26 Segja aðgerðalaus stjórnvöld stefna árangri í voða Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og samninganefnd ríkisins þurfa að beita sér af alvöru í því verkefni að koma fram með nýjar og betri aðferðir við að semja við heilbrigðisstéttir um launakjör. 5. júlí 2018 06:00 Samninganefnd ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um skítkast Ljósmæðrum bauðst átta prósenta hækkun á dagvinnulaun og um sjö prósenta hækkun á vaktavinnulaun í nýfelldum kjarasamningi. Samninganefnd ljósmæðra segir kjaraupplýsingar á vef Fjármálaráðuneytisins villandi. Formaður nefndarinnar sakar fjármálaráðherra um skítkast og að fara með rangt mál. 4. júlí 2018 18:45 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Stór jarðskjálfti í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
„Við finnum fyrir gífurlegum stuðning eins og hefur verið áður og erum auðvitað bjartsýnar á og leyfum okkur að halda okkur að vera bjartsýnar fyrir fundi,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, í samtali við fréttastofu. Fundað verður vegna ljósmæðradeilunnar núna klukkan 10. Var einnig boðað til samstöðu- og mótmælafundar, fyrir utan á meðan samningafundinum stendur, og er hann nú að hefjast. Katrín segir að hún hafi heyrt í Svandísi Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fyrir viku og var að vona að hún myndi heyra í henni aftur en það hefur ekki gerst. Aðspurð hvort rétt sé að samninganefnd ljósmæðra ætli að leggja fram eitthvað plagg á fundinum, svarar Katrín: „Já við ætlum að leggja fram það sem við höfum áður og kröfur okkar hafa legið ljósar en ætlum að leggja það fram í bundnu máli.“ Þetta eru ekki kröfur sem ljósmæður hafa greint frá áður.Katrín Sif SigurgeirsdóttirVÍSIR/EYÞÓRVonaði að Bjarni sýndi auðmýkt „Þetta er svosem alveg í anda samningaviðræðnanna hingað til. Þær hafa verið á þessu plani því miður,“ segir Katrín um ummæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um framgöngu ljósmæðra og tölur sem fjármálaráðuneytið birti í vikunni. „Maður vonaði að fjármálaráðherra myndi sýna auðmýkt á þessu stigi máls og hefði hitt okkur og átt svona lausnamiðað samtal. En þetta voru svörin og það endurspeglar svolítið hvernig samingaviðræðurnar hafa gengið og það skýrir út hvernig það hefur verið.“ Bjarni hefur látið þau ummæli falla að samninganefnd ljósmæðra hafi sjálf talað gegn samningnum sem felldur var. Katrín segir að það sé ekki rétt. „Viðbrögðin við því eru auðvitað bara maður veit ekki hvað maður á að segja einu sinni því þetta er svo arfavitlaust og gróft að segja svona. Ég er náttúrulega formaður samninganefndar ég kom hvergi nærri kynningu á samningnum og talaði ekki gegn þessum samningi hvergi og tók ekki þátt í vangaveltum á netmiðlum eða annað. Ég veit ekki hvaðan hann hefur svona upplýsingar.“Ljósmæður finna fyrir miklum stuðningi í samfélaginu.Vísir/HrundÖryggi kvenna og barna í hættu Mjög margir hafa boðað komu sína á samstöðufund og mótmæli fyrir utan Borgartún 21, þar sem fundurinn fer fram klukkan 10. Þar á meðal eru margir verðandi foreldrar sem eru mjög áhyggjufullir yfir ástandinu. Á meðal þeirra sem ætla að ávarpa hópinn til þess að koma líðan og stuðningi með ljósmæðrum í orð eru Oddný Arnarsdóttir verkefnastjóri og tveggja barna móðir, Hildur Sólveig Ragnarsdóttir ljósmóðir og Ævar Þór Benediktsson leikari, rithöfundur og verðandi faðir. Hópurinn sem stendur að baki viðburðinum hittist í gær og útbjó skilti en á þeim stendur meðal annars: „Öryggi kvenna og ófæddra barna er í hættu.“
Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Læknaráð Landspítalans lýsir áhyggjum af ljósmæðradeilu Í ályktun leggur ráðið áherslu á að öryggi sjúklinga þurfi að vera í forgrunni. 4. júlí 2018 14:26 Segja aðgerðalaus stjórnvöld stefna árangri í voða Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og samninganefnd ríkisins þurfa að beita sér af alvöru í því verkefni að koma fram með nýjar og betri aðferðir við að semja við heilbrigðisstéttir um launakjör. 5. júlí 2018 06:00 Samninganefnd ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um skítkast Ljósmæðrum bauðst átta prósenta hækkun á dagvinnulaun og um sjö prósenta hækkun á vaktavinnulaun í nýfelldum kjarasamningi. Samninganefnd ljósmæðra segir kjaraupplýsingar á vef Fjármálaráðuneytisins villandi. Formaður nefndarinnar sakar fjármálaráðherra um skítkast og að fara með rangt mál. 4. júlí 2018 18:45 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Stór jarðskjálfti í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Læknaráð Landspítalans lýsir áhyggjum af ljósmæðradeilu Í ályktun leggur ráðið áherslu á að öryggi sjúklinga þurfi að vera í forgrunni. 4. júlí 2018 14:26
Segja aðgerðalaus stjórnvöld stefna árangri í voða Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og samninganefnd ríkisins þurfa að beita sér af alvöru í því verkefni að koma fram með nýjar og betri aðferðir við að semja við heilbrigðisstéttir um launakjör. 5. júlí 2018 06:00
Samninganefnd ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um skítkast Ljósmæðrum bauðst átta prósenta hækkun á dagvinnulaun og um sjö prósenta hækkun á vaktavinnulaun í nýfelldum kjarasamningi. Samninganefnd ljósmæðra segir kjaraupplýsingar á vef Fjármálaráðuneytisins villandi. Formaður nefndarinnar sakar fjármálaráðherra um skítkast og að fara með rangt mál. 4. júlí 2018 18:45