Yfirmenn heilbrigðiskerfisins fyrir velferðarnefnd vegna ljósmæðra Heimir Már Pétursson skrifar 3. júlí 2018 12:12 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/vilhelm Heilbrigðisráðherra, yfirmenn á Landspítalanum og ef til vill Landlæknir koma fyrir velferðarnefnd Alþingis seinna í dag til að ræða þá alvarlegu stöðu sem komin er upp í kjaradeilu ljósmæðra. Fulltrúi í nefndinni segir þetta ástand ekki geta varað lengur þótt vissulega þurfi að horfa til samninga annarra hópa þegar samið verði við ljósmæður. Síðasti sáttafundur í kjaradeilu ljósmæðra var hjá ríkissáttasemjara síðast liðinn fimmtudag og hefur ekki verið boðað til annars fundar fyrr en á næsta fimmtudag. Deiluaðilar segja samninga á byrjunarreit eftir að undirritaður samningur var felldur í síðasta mánuði. Tólf ljósmæður hafa þegar hætt störfum á Landspítalanum en átján uppsagnir til viðbótar taka gildi á næstu þremur mánuðum. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir varamaður Ólafs Þórs Gunnarssonar þingmanns Vinstri grænna í velferðarnefnd Alþingis segist hafa áhyggjur af stöðunni neins og þorri allra landsmanna. „Enda svosem ástæða til. Þetta er mikilvæg stétt eins og svo margar aðrar bæði í heilbrigðisgeiranum og annars staðar. Þetta er búið að vara of lengi og það þarf að finna út úr því hvernig hægt er að leysa þetta. Þetta er viðkvæm og flókin staða en það er auðvitað verkefni að finna einhverja lausn á þessu,“ segir Bjarkey. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, yfirmenn á Landspítalanum og að öllum líkindum landlæknir mæta fyrir velferðarnefnd síðar í dag til að fara yfir stöðuna með nefndarfólki. Bjarkey segir vonbrigði að samningur sem undirritaður var í síðasta mánuði var felldur í atkvæðagreiðslu ljósmæðra. En heilbrigðisráðherra hafði sett inn aukið fé til starfsemi ljósmæðra til að liðka fyrir samningum. „Auðvitað eru alltaf vonbrigði þegar búið er að leggja töluvert á sig til að reyna að ná saman. Þá eru alltaf vonbrigði þegar það ekki gengur upp. En staðan er auðvitað bara svona núna og á hana verður að horfa með þeim gleraugum að hana þurfi að leysa. Ég trúi því að það nái saman fyrir rest. Ég vona það að minnsta kosti,“ segir Bjarkey. Hún voni að stjórnvöld þurfi ekki að grípa inn í deiluna. Það yrði aðeins gert í lengstu lög og enginn vildi standa í slíkri aðgerð. Ljósmæður hafa lýst óánægju með afstöðu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í málinu. Hann hefur sagt að kröfur þeirra myndu hleypa öðrum samningum í uppnám yrði gengið að þeim óbreyttum. Bjarkey segir að skoða þurfi málið frá mörgum hliðum. Hún hafi teklið eftir því þegar VR og fleiri lýstu stuðningi við ljósmæður hafi ekki verið tekið fram að þau félög myndu ekki fara fram á sömu hækkanir. „Ég vildi svo sannarlega að hægt væri að lyfta þessum kvennastéttum upp eins og við höfum talað um til fjölda ára og þarf auðvitað að gera. En auðvitað hef ég áhyggjur af því að þetta geti haft keðjuverkandi áhrif. Okkur hefur einhver veginn ekki gengið nægjanlega vel í gegnum tíðina að taka einhverjar tilteknar stéttir og hækkað þær verulega. Frekar en þegar við höfum verið með krónutöluhækkanir sem hafa einhver veginn alltaf farið upp allan skalann í prósentu hækkunum. Það er það sem við þekkjum,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Kjaramál Tengdar fréttir Velferðarnefnd fundar vegna ljósmæðradeilunnar Nefndin mun funda með fulltrúum heilbrigðisráðuneytisins og Landspítalans. 3. júlí 2018 10:03 Ljósmæður vantar á allar vaktir á LSH Fjölmargir áhyggjufullir verðandi foreldrar hafa haft samband við Landspítala til að fá upplýsingar um stöðu mála á fæðingardeild. Framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs kvíðir því þegar deildin fyllist af verðandi mæðrum. 3. júlí 2018 06:00 Geta ekki unnið vinnuna sína án ljósmæðra Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar á Landspítalanum hafa miklar áhyggjur af ljósmæðradeilunni. 3. júlí 2018 11:41 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Heilbrigðisráðherra, yfirmenn á Landspítalanum og ef til vill Landlæknir koma fyrir velferðarnefnd Alþingis seinna í dag til að ræða þá alvarlegu stöðu sem komin er upp í kjaradeilu ljósmæðra. Fulltrúi í nefndinni segir þetta ástand ekki geta varað lengur þótt vissulega þurfi að horfa til samninga annarra hópa þegar samið verði við ljósmæður. Síðasti sáttafundur í kjaradeilu ljósmæðra var hjá ríkissáttasemjara síðast liðinn fimmtudag og hefur ekki verið boðað til annars fundar fyrr en á næsta fimmtudag. Deiluaðilar segja samninga á byrjunarreit eftir að undirritaður samningur var felldur í síðasta mánuði. Tólf ljósmæður hafa þegar hætt störfum á Landspítalanum en átján uppsagnir til viðbótar taka gildi á næstu þremur mánuðum. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir varamaður Ólafs Þórs Gunnarssonar þingmanns Vinstri grænna í velferðarnefnd Alþingis segist hafa áhyggjur af stöðunni neins og þorri allra landsmanna. „Enda svosem ástæða til. Þetta er mikilvæg stétt eins og svo margar aðrar bæði í heilbrigðisgeiranum og annars staðar. Þetta er búið að vara of lengi og það þarf að finna út úr því hvernig hægt er að leysa þetta. Þetta er viðkvæm og flókin staða en það er auðvitað verkefni að finna einhverja lausn á þessu,“ segir Bjarkey. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, yfirmenn á Landspítalanum og að öllum líkindum landlæknir mæta fyrir velferðarnefnd síðar í dag til að fara yfir stöðuna með nefndarfólki. Bjarkey segir vonbrigði að samningur sem undirritaður var í síðasta mánuði var felldur í atkvæðagreiðslu ljósmæðra. En heilbrigðisráðherra hafði sett inn aukið fé til starfsemi ljósmæðra til að liðka fyrir samningum. „Auðvitað eru alltaf vonbrigði þegar búið er að leggja töluvert á sig til að reyna að ná saman. Þá eru alltaf vonbrigði þegar það ekki gengur upp. En staðan er auðvitað bara svona núna og á hana verður að horfa með þeim gleraugum að hana þurfi að leysa. Ég trúi því að það nái saman fyrir rest. Ég vona það að minnsta kosti,“ segir Bjarkey. Hún voni að stjórnvöld þurfi ekki að grípa inn í deiluna. Það yrði aðeins gert í lengstu lög og enginn vildi standa í slíkri aðgerð. Ljósmæður hafa lýst óánægju með afstöðu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í málinu. Hann hefur sagt að kröfur þeirra myndu hleypa öðrum samningum í uppnám yrði gengið að þeim óbreyttum. Bjarkey segir að skoða þurfi málið frá mörgum hliðum. Hún hafi teklið eftir því þegar VR og fleiri lýstu stuðningi við ljósmæður hafi ekki verið tekið fram að þau félög myndu ekki fara fram á sömu hækkanir. „Ég vildi svo sannarlega að hægt væri að lyfta þessum kvennastéttum upp eins og við höfum talað um til fjölda ára og þarf auðvitað að gera. En auðvitað hef ég áhyggjur af því að þetta geti haft keðjuverkandi áhrif. Okkur hefur einhver veginn ekki gengið nægjanlega vel í gegnum tíðina að taka einhverjar tilteknar stéttir og hækkað þær verulega. Frekar en þegar við höfum verið með krónutöluhækkanir sem hafa einhver veginn alltaf farið upp allan skalann í prósentu hækkunum. Það er það sem við þekkjum,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.
Kjaramál Tengdar fréttir Velferðarnefnd fundar vegna ljósmæðradeilunnar Nefndin mun funda með fulltrúum heilbrigðisráðuneytisins og Landspítalans. 3. júlí 2018 10:03 Ljósmæður vantar á allar vaktir á LSH Fjölmargir áhyggjufullir verðandi foreldrar hafa haft samband við Landspítala til að fá upplýsingar um stöðu mála á fæðingardeild. Framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs kvíðir því þegar deildin fyllist af verðandi mæðrum. 3. júlí 2018 06:00 Geta ekki unnið vinnuna sína án ljósmæðra Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar á Landspítalanum hafa miklar áhyggjur af ljósmæðradeilunni. 3. júlí 2018 11:41 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Velferðarnefnd fundar vegna ljósmæðradeilunnar Nefndin mun funda með fulltrúum heilbrigðisráðuneytisins og Landspítalans. 3. júlí 2018 10:03
Ljósmæður vantar á allar vaktir á LSH Fjölmargir áhyggjufullir verðandi foreldrar hafa haft samband við Landspítala til að fá upplýsingar um stöðu mála á fæðingardeild. Framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs kvíðir því þegar deildin fyllist af verðandi mæðrum. 3. júlí 2018 06:00
Geta ekki unnið vinnuna sína án ljósmæðra Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar á Landspítalanum hafa miklar áhyggjur af ljósmæðradeilunni. 3. júlí 2018 11:41