Segja rafrettu-æði unglinga áhyggjuefni Sighvatur skrifar 3. júlí 2018 06:00 Notkun á rafrettum hefur aukist mikið að undanförnu. Vísir/Getty „Það er tilfinning okkar í félagsmiðstöðvum borgarinnar að notkun unglinga á rafrettum hafi aukist mikið undanfarið skólaár og nú í sumar. Sumir unglinganna tala nú um að toppnum sé náð en það fer kannski eftir vinahópum,“ segir Andrea Marel, deildarstjóri unglingastarfs hjá frístundamiðstöðinni Tjörninni. Samkvæmt rannsókn um lýðheilsu ungs fólks sem unnin var af rannsóknarmiðstöðinni Rannsóknum og greiningu höfðu rúm 45 prósent 10. bekkinga á landinu einhvern tímann prófað rafrettur. Ellefu prósent 10. bekkinga notuðu rafrettur daglega. Andrea segir að þótt notkun rafretta sé bönnuð í félagsmiðstöðvum verði starfsmenn mikið varir við þær. „Þetta þykir spennandi og þetta er mikið rætt meðal unglinganna. Okkur finnst þessi þróun töluvert áhyggjuefni. Þetta eru oft einstaklingar sem hafa aldrei reykt sígarettur, þannig að rafretturnar eru ekki að virka sem forvörn eða lyf til að hætta reykingum hjá þessum hópi.“ Aðspurð segir Andrea að starfsmenn félagsmiðstöðva sjái notkun á rafrettum alveg niður í 7. bekk en notkunin sé mest í 8. til 10. bekk.Viðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarnaVísirViðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá Embætti landlæknis, tekur undir með Andreu að það sé áhyggjuefni hversu margt ungt fólk sem ekki hafi reykt noti rafrettur. „Ég held að það þurfi að taka þessa umræðu um rafrettur í tvennu lagi. Annars vegar sem tæki til að hjálpa fólki að hætta að reykja en hins vegar þarf að fylgjast vel með þessari miklu aukningu á notkun ungs fólks á rafrettum,“ segir Viðar. Fjallað var um Tóbakskönnun 2018 í nýjasta tölublaði Talnabrunns, fréttabréfs Landlæknis. Þar kemur fram að um 5 prósent landsmanna 18 ára og eldri nota rafrettur daglega. Notkunin er mest í yngsta aldurshópnum en 8 prósent 18 til 24 ára nota rafrettur daglega og 9 prósent í aldurshópnum 25 til 34 ára. Í könnuninni 2015 mældist engin dagleg notkun í umræddum aldurshópum. Samhliða aukinni notkun rafretta hjá yngstu aldurshópunum hefur dregið úr daglegum reykingum. Álfgeir Logi Kristjánsson, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu, segir það vægast sagt sérstakt að á Íslandi hafi stór hluti þeirra krakka sem noti rafrettur aldrei notað tóbak. Rannsóknir erlendis dragi fram ólíka mynd. Þar sé afar fágætt að krakkar sem noti rafrettur hafi ekki reykt áður. „Tóbaksreykingar meðal nemenda efstu bekkja grunnskóla hafa nánast staðið í stað frá 2012 og minnkað mikið síðastliðin 20 ár. Tíðni rafrettunotkunar hefur hins vegar stóraukist frá 2015. Þessi hugmynd, að rafrettur komi í stað reykinga, gengur ekki upp í þessum hópi. Hvort þetta muni leiða til aukinna reykinga síðar er samt útilokað að segja til um á þessu stigi,“ segir Álfgeir. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Skora á stjórnvöld að banna rafrettureykingar á veitinga- og skemmtistöðum Stjórn Læknafélags Íslands skorar á heilbrigðisráðherra að leggja fram lagabreytingartillögu við nýjum lögum um rafrettur. 21. júní 2018 10:31 Prófessor telur rafrettur góða tóbaksvörn Vinda þarf ofan af frumvarpi heilbrigðisráðherra um rafsígarettur að mati Halldóru Mogensen formanns velferðarnefndar Alþingis. Linda Bauld prófessor við Stirling háskóla í Bretlandi kom fyrir nefndina í morgun og ráðlagði nefndarfólki að grípa tækifærið og nýta rafrettur til tóbaksvarna. 23. apríl 2018 19:30 Segir 40 prósent tíundu bekkinga hafa veipað Fjögur af hverjum tíu ungmennum í tíundabekk hafa prófað að veipa og tóbaksreykingar hafa aukist lítillega samkvæmt nýrri könnun Rannsókna og greiningu. 24. apríl 2018 21:56 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
„Það er tilfinning okkar í félagsmiðstöðvum borgarinnar að notkun unglinga á rafrettum hafi aukist mikið undanfarið skólaár og nú í sumar. Sumir unglinganna tala nú um að toppnum sé náð en það fer kannski eftir vinahópum,“ segir Andrea Marel, deildarstjóri unglingastarfs hjá frístundamiðstöðinni Tjörninni. Samkvæmt rannsókn um lýðheilsu ungs fólks sem unnin var af rannsóknarmiðstöðinni Rannsóknum og greiningu höfðu rúm 45 prósent 10. bekkinga á landinu einhvern tímann prófað rafrettur. Ellefu prósent 10. bekkinga notuðu rafrettur daglega. Andrea segir að þótt notkun rafretta sé bönnuð í félagsmiðstöðvum verði starfsmenn mikið varir við þær. „Þetta þykir spennandi og þetta er mikið rætt meðal unglinganna. Okkur finnst þessi þróun töluvert áhyggjuefni. Þetta eru oft einstaklingar sem hafa aldrei reykt sígarettur, þannig að rafretturnar eru ekki að virka sem forvörn eða lyf til að hætta reykingum hjá þessum hópi.“ Aðspurð segir Andrea að starfsmenn félagsmiðstöðva sjái notkun á rafrettum alveg niður í 7. bekk en notkunin sé mest í 8. til 10. bekk.Viðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarnaVísirViðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá Embætti landlæknis, tekur undir með Andreu að það sé áhyggjuefni hversu margt ungt fólk sem ekki hafi reykt noti rafrettur. „Ég held að það þurfi að taka þessa umræðu um rafrettur í tvennu lagi. Annars vegar sem tæki til að hjálpa fólki að hætta að reykja en hins vegar þarf að fylgjast vel með þessari miklu aukningu á notkun ungs fólks á rafrettum,“ segir Viðar. Fjallað var um Tóbakskönnun 2018 í nýjasta tölublaði Talnabrunns, fréttabréfs Landlæknis. Þar kemur fram að um 5 prósent landsmanna 18 ára og eldri nota rafrettur daglega. Notkunin er mest í yngsta aldurshópnum en 8 prósent 18 til 24 ára nota rafrettur daglega og 9 prósent í aldurshópnum 25 til 34 ára. Í könnuninni 2015 mældist engin dagleg notkun í umræddum aldurshópum. Samhliða aukinni notkun rafretta hjá yngstu aldurshópunum hefur dregið úr daglegum reykingum. Álfgeir Logi Kristjánsson, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu, segir það vægast sagt sérstakt að á Íslandi hafi stór hluti þeirra krakka sem noti rafrettur aldrei notað tóbak. Rannsóknir erlendis dragi fram ólíka mynd. Þar sé afar fágætt að krakkar sem noti rafrettur hafi ekki reykt áður. „Tóbaksreykingar meðal nemenda efstu bekkja grunnskóla hafa nánast staðið í stað frá 2012 og minnkað mikið síðastliðin 20 ár. Tíðni rafrettunotkunar hefur hins vegar stóraukist frá 2015. Þessi hugmynd, að rafrettur komi í stað reykinga, gengur ekki upp í þessum hópi. Hvort þetta muni leiða til aukinna reykinga síðar er samt útilokað að segja til um á þessu stigi,“ segir Álfgeir.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Skora á stjórnvöld að banna rafrettureykingar á veitinga- og skemmtistöðum Stjórn Læknafélags Íslands skorar á heilbrigðisráðherra að leggja fram lagabreytingartillögu við nýjum lögum um rafrettur. 21. júní 2018 10:31 Prófessor telur rafrettur góða tóbaksvörn Vinda þarf ofan af frumvarpi heilbrigðisráðherra um rafsígarettur að mati Halldóru Mogensen formanns velferðarnefndar Alþingis. Linda Bauld prófessor við Stirling háskóla í Bretlandi kom fyrir nefndina í morgun og ráðlagði nefndarfólki að grípa tækifærið og nýta rafrettur til tóbaksvarna. 23. apríl 2018 19:30 Segir 40 prósent tíundu bekkinga hafa veipað Fjögur af hverjum tíu ungmennum í tíundabekk hafa prófað að veipa og tóbaksreykingar hafa aukist lítillega samkvæmt nýrri könnun Rannsókna og greiningu. 24. apríl 2018 21:56 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Skora á stjórnvöld að banna rafrettureykingar á veitinga- og skemmtistöðum Stjórn Læknafélags Íslands skorar á heilbrigðisráðherra að leggja fram lagabreytingartillögu við nýjum lögum um rafrettur. 21. júní 2018 10:31
Prófessor telur rafrettur góða tóbaksvörn Vinda þarf ofan af frumvarpi heilbrigðisráðherra um rafsígarettur að mati Halldóru Mogensen formanns velferðarnefndar Alþingis. Linda Bauld prófessor við Stirling háskóla í Bretlandi kom fyrir nefndina í morgun og ráðlagði nefndarfólki að grípa tækifærið og nýta rafrettur til tóbaksvarna. 23. apríl 2018 19:30
Segir 40 prósent tíundu bekkinga hafa veipað Fjögur af hverjum tíu ungmennum í tíundabekk hafa prófað að veipa og tóbaksreykingar hafa aukist lítillega samkvæmt nýrri könnun Rannsókna og greiningu. 24. apríl 2018 21:56