Ljósmæður vilja leiðréttingu en ekki hækkun um fram aðra Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. júlí 2018 07:00 Ljósmæður sem hættu störfum á Landspítalanum í gær lögðu vinnuskó sína á tröppur stjórnarráðsins til að mótmæla aðgerðaleysi ríkisins. Níutíu prósent ljósmæðra sem greiddu atkvæði kusu með yfirvinnubanni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Formaður samninganefndar ljósmæðra segir félagsmenn fara fram á launaleiðréttingu en ekki launahækkanir umfram aðrar stéttir. Að óbreyttu mun yfirvinnubann ljósmæðra hefjast þann 16. júlí. Niðurstöður úr atkvæðagreiðslu ljósmæðra um yfirvinnubannið lágu fyrir í gær. Ríflega þrír fjórðu félagsmanna greiddu atkvæði og af þeim voru níutíu prósent fylgjandi því að boða til yfirvinnubanns. „Þetta felur meðal annars í sér að það verður að gera öllum kleift að taka kaffipásu í vinnunni en hingað til hafa þær verið unnar og greiddar í yfirvinnu. Sé ekki hægt að koma kaffipásu við verða ljósmæður að fara fyrr af vaktinni sem pásunni nemur,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndarinnar. Þá munu ljósmæður ekki taka á sig aukavaktir heldur eingöngu vinna sína vinnuskyldu samkvæmt fyrirliggjandi vaktaplani. Katrín segir að undanfarið hafi það verið regla en ekki undantekning að þurft hafi að kalla inn manneskjur á aukavaktir. Slíkt verði ekki hægt nú. „Við höfum staðið í langri og strangri baráttu. Við erum að koma undan gerðardómi og eigum enn inni ógreidd laun úr síðasta verkfalli. Við erum að fara fram á leiðréttingu á launum en ekki launahækkanir umfram aðra líkt og samninganefnd ríkisins hefur talað um,“ segir Katrín.Skór ljósmæðranna.Vísir/SunnaNæsti fundur í deilunni er boðaður hjá ríkissáttasemjara á fimmtudag. Aðspurð um hve langt sé á milli ljósmæðra og ríkisins, eða hve háar kröfur ljósmæðra séu, segir Katrín að um það ríki trúnaður. „Við höfum ekki fundið fyrir samningsvilja eða umboði á þessum eina fundi frá því að síðasti kjarasamningur var felldur í atkvæðagreiðslu.“ Sem fyrr segir mun boðað yfirvinnubann, að því gefnu að samningar náist ekki, taka gildi eftir tvær vikur. Katrín segir að ef af því verði muni það hafa mikil áhrif. Tólf ljósmæður á Landspítalanum, sem sögðu upp störfum í vor, unnu sína síðustu vakt í gær. Níu til viðbótar hafa sagt starfi sínu lausu. „Við vonum af einlægni að það muni ekki koma til yfirvinnubanns. Að sjálfsögðu bindum við miklar vonir við að þau mæti með umboð og vilja og málið verði klárað áður en eitthvað alvarlegt gerist,“ segir Katrín. „Forstjóri spítalans hefur kynnt fyrir mér neyðaráætlun sem ætluð er til að bregðast við ástandinu til að tryggja öryggi sjúklinga eins og nokkur kostur er á. Sú neyðaráætlun er unnin í samstarfi við aðrar heilbrigðisstofnanir. Staðan er alvarleg nú og verður alvarlegri ef til frekari aðgerða kemur,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Svandís segir samningaviðræðurnar í höndum samninganefndar ríkisins. Hún viti ekki nákvæmlega hve mikið ber í milli. „Ég sté inn í deilurnar fyrir síðasta samning en honum var hafnað. Ég hef ekki gert það síðan það gerðist,“ segir Svandís. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins Ljósmæður skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins í dag eftir að að minnsta kosti 19 ljósmæður hættu störfum. 1. júlí 2018 19:03 Ljósmæður leggja skóna á hilluna: „Orð fá ekki lýst sorginni í hjarta mínu“ Að minnsta kosti 12 ljósmæður hér á landi hætta störfum frá og með deginum í dag. 1. júlí 2018 10:15 Uppsagnir ljósmæðra: „Dagurinn er kominn og hann er svartur“ Yfirvinnubann sem ljósmæður samþykktu í dag á að hefjast 18. júlí og skerðist þjónustan á fæðingardeildum þá enn frekar eftir fjöldauppsagnir. 1. júlí 2018 19:56 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Sjá meira
Formaður samninganefndar ljósmæðra segir félagsmenn fara fram á launaleiðréttingu en ekki launahækkanir umfram aðrar stéttir. Að óbreyttu mun yfirvinnubann ljósmæðra hefjast þann 16. júlí. Niðurstöður úr atkvæðagreiðslu ljósmæðra um yfirvinnubannið lágu fyrir í gær. Ríflega þrír fjórðu félagsmanna greiddu atkvæði og af þeim voru níutíu prósent fylgjandi því að boða til yfirvinnubanns. „Þetta felur meðal annars í sér að það verður að gera öllum kleift að taka kaffipásu í vinnunni en hingað til hafa þær verið unnar og greiddar í yfirvinnu. Sé ekki hægt að koma kaffipásu við verða ljósmæður að fara fyrr af vaktinni sem pásunni nemur,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndarinnar. Þá munu ljósmæður ekki taka á sig aukavaktir heldur eingöngu vinna sína vinnuskyldu samkvæmt fyrirliggjandi vaktaplani. Katrín segir að undanfarið hafi það verið regla en ekki undantekning að þurft hafi að kalla inn manneskjur á aukavaktir. Slíkt verði ekki hægt nú. „Við höfum staðið í langri og strangri baráttu. Við erum að koma undan gerðardómi og eigum enn inni ógreidd laun úr síðasta verkfalli. Við erum að fara fram á leiðréttingu á launum en ekki launahækkanir umfram aðra líkt og samninganefnd ríkisins hefur talað um,“ segir Katrín.Skór ljósmæðranna.Vísir/SunnaNæsti fundur í deilunni er boðaður hjá ríkissáttasemjara á fimmtudag. Aðspurð um hve langt sé á milli ljósmæðra og ríkisins, eða hve háar kröfur ljósmæðra séu, segir Katrín að um það ríki trúnaður. „Við höfum ekki fundið fyrir samningsvilja eða umboði á þessum eina fundi frá því að síðasti kjarasamningur var felldur í atkvæðagreiðslu.“ Sem fyrr segir mun boðað yfirvinnubann, að því gefnu að samningar náist ekki, taka gildi eftir tvær vikur. Katrín segir að ef af því verði muni það hafa mikil áhrif. Tólf ljósmæður á Landspítalanum, sem sögðu upp störfum í vor, unnu sína síðustu vakt í gær. Níu til viðbótar hafa sagt starfi sínu lausu. „Við vonum af einlægni að það muni ekki koma til yfirvinnubanns. Að sjálfsögðu bindum við miklar vonir við að þau mæti með umboð og vilja og málið verði klárað áður en eitthvað alvarlegt gerist,“ segir Katrín. „Forstjóri spítalans hefur kynnt fyrir mér neyðaráætlun sem ætluð er til að bregðast við ástandinu til að tryggja öryggi sjúklinga eins og nokkur kostur er á. Sú neyðaráætlun er unnin í samstarfi við aðrar heilbrigðisstofnanir. Staðan er alvarleg nú og verður alvarlegri ef til frekari aðgerða kemur,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Svandís segir samningaviðræðurnar í höndum samninganefndar ríkisins. Hún viti ekki nákvæmlega hve mikið ber í milli. „Ég sté inn í deilurnar fyrir síðasta samning en honum var hafnað. Ég hef ekki gert það síðan það gerðist,“ segir Svandís.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins Ljósmæður skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins í dag eftir að að minnsta kosti 19 ljósmæður hættu störfum. 1. júlí 2018 19:03 Ljósmæður leggja skóna á hilluna: „Orð fá ekki lýst sorginni í hjarta mínu“ Að minnsta kosti 12 ljósmæður hér á landi hætta störfum frá og með deginum í dag. 1. júlí 2018 10:15 Uppsagnir ljósmæðra: „Dagurinn er kominn og hann er svartur“ Yfirvinnubann sem ljósmæður samþykktu í dag á að hefjast 18. júlí og skerðist þjónustan á fæðingardeildum þá enn frekar eftir fjöldauppsagnir. 1. júlí 2018 19:56 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Sjá meira
Skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins Ljósmæður skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins í dag eftir að að minnsta kosti 19 ljósmæður hættu störfum. 1. júlí 2018 19:03
Ljósmæður leggja skóna á hilluna: „Orð fá ekki lýst sorginni í hjarta mínu“ Að minnsta kosti 12 ljósmæður hér á landi hætta störfum frá og með deginum í dag. 1. júlí 2018 10:15
Uppsagnir ljósmæðra: „Dagurinn er kominn og hann er svartur“ Yfirvinnubann sem ljósmæður samþykktu í dag á að hefjast 18. júlí og skerðist þjónustan á fæðingardeildum þá enn frekar eftir fjöldauppsagnir. 1. júlí 2018 19:56