Sjötíu ár frá fyrsta sigri landsliðsins í knattspyrnu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. júlí 2018 06:00 Frá æfingu Austur-Þýslands á Melavellinum árið 1961 sem var lengi vel þjóðarleikvangur Íslands. LJÓSMYNDASAFNREYKJAVÍKUR Í dag eru 70 ár liðin frá því að Ísland vann í fyrsta sinn landsleik í knattspyrnu. Mótherjinn var Finnland, leikvangurinn var Melavöllurinn sálugi og skoraði goðsögnin Ríkharður Jónsson bæði mörk í Íslands í 2-0 sigri. „Þegar landsliðsleikurinn milli Finna og Íslendinga hófst í gærkvöldi var strekkingskaldi á vestan og veittist leikmönnum erfitt að hemja knöttinn af þeirri ástæðu,“ sagði í umfjöllun Morgunblaðsins um leikinn. Var þar haft á orði að finnska landsliðið væri ekki eins sterkt og þau landslið sem höfðu sótt Ísland heim áður. Vald þeirra á knettinum væri minna en frískir voru þeir og „snarir í snúningum“. Leikurinn var markalaus þar til sex mínútur lifðu leiks. Þá skoraði Ríkharður Jónsson með óverjandi skoti eftir fast leikatriði. Um fjórum mínútum síðar innsiglaði hann sigurinn en knötturinn hafði viðkomu í varnarmanni Finna á leið í netið. Markið er þrátt fyrir það eignað Ríkharði á heimasíðu KSÍ. „Það hefur gríðarlega margt gerst og við farið langan veg í þessum efnum. Við getum rétt ímyndað okkur aðstöðumuninn þá og nú,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ. Formaðurinn er um þessar mundir í Rússlandi en hann var fulltrúi UEFA í aganefnd FIFA á leik Rússlands og Spánar á HM í gær.Guðni Bergsson er formaður Knattspyrnusambands Íslands og spilaði sjálfur ófáa landsleiki fyrir hönd Íslands við góðan orðstír.knattspyrnusamband íslandsÁ árdögum knattspyrnunnar hér á landi fóru margir leikir fram á malarvöllum en aðstaðan hefur batnað jafnt og þétt. Með batnandi aðstöðu hefur fagmennska í kringum þjálfun, allt frá barnastarfi og upp í meistaraflokk, aukist líka. Sem alþjóð er kunnugt hefur það skilað sér í gríðargóðum árangri landsliða Íslands undanfarin ár. „Við vorum með ágætis landslið hér á árum áður en stöðugleikinn var ekki til staðar. Undanfarin ár höfum við ávallt verið í baráttu um að komast á stórmót og ratað inn á nokkur slík. Þar viljum við vera,“ segir Guðni. Frá því 1946 hefur landslið karla leikið 471 leik. 136 þeirra hafa unnist, tæpur fimmtungur endað með jafntefli en ríflega helmingur tapast. Markatalan er neikvæð upp á 250 mörk. „Verkefni okkar hreyfingar er að horfa til þess hvernig við getum haldið áfram þessari jákvæðu þróun með landsliðunum okkar. Árangur þeirra er gríðarlega hvetjandi fyrir yngri flokkana og við stuðningsmenn höfum gaman af því. Þetta byrjar allt í grasrótinni og við megum aldrei gleyma því að hlúa vel að yngstu iðkendunum,“ segir Guðni. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
Í dag eru 70 ár liðin frá því að Ísland vann í fyrsta sinn landsleik í knattspyrnu. Mótherjinn var Finnland, leikvangurinn var Melavöllurinn sálugi og skoraði goðsögnin Ríkharður Jónsson bæði mörk í Íslands í 2-0 sigri. „Þegar landsliðsleikurinn milli Finna og Íslendinga hófst í gærkvöldi var strekkingskaldi á vestan og veittist leikmönnum erfitt að hemja knöttinn af þeirri ástæðu,“ sagði í umfjöllun Morgunblaðsins um leikinn. Var þar haft á orði að finnska landsliðið væri ekki eins sterkt og þau landslið sem höfðu sótt Ísland heim áður. Vald þeirra á knettinum væri minna en frískir voru þeir og „snarir í snúningum“. Leikurinn var markalaus þar til sex mínútur lifðu leiks. Þá skoraði Ríkharður Jónsson með óverjandi skoti eftir fast leikatriði. Um fjórum mínútum síðar innsiglaði hann sigurinn en knötturinn hafði viðkomu í varnarmanni Finna á leið í netið. Markið er þrátt fyrir það eignað Ríkharði á heimasíðu KSÍ. „Það hefur gríðarlega margt gerst og við farið langan veg í þessum efnum. Við getum rétt ímyndað okkur aðstöðumuninn þá og nú,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ. Formaðurinn er um þessar mundir í Rússlandi en hann var fulltrúi UEFA í aganefnd FIFA á leik Rússlands og Spánar á HM í gær.Guðni Bergsson er formaður Knattspyrnusambands Íslands og spilaði sjálfur ófáa landsleiki fyrir hönd Íslands við góðan orðstír.knattspyrnusamband íslandsÁ árdögum knattspyrnunnar hér á landi fóru margir leikir fram á malarvöllum en aðstaðan hefur batnað jafnt og þétt. Með batnandi aðstöðu hefur fagmennska í kringum þjálfun, allt frá barnastarfi og upp í meistaraflokk, aukist líka. Sem alþjóð er kunnugt hefur það skilað sér í gríðargóðum árangri landsliða Íslands undanfarin ár. „Við vorum með ágætis landslið hér á árum áður en stöðugleikinn var ekki til staðar. Undanfarin ár höfum við ávallt verið í baráttu um að komast á stórmót og ratað inn á nokkur slík. Þar viljum við vera,“ segir Guðni. Frá því 1946 hefur landslið karla leikið 471 leik. 136 þeirra hafa unnist, tæpur fimmtungur endað með jafntefli en ríflega helmingur tapast. Markatalan er neikvæð upp á 250 mörk. „Verkefni okkar hreyfingar er að horfa til þess hvernig við getum haldið áfram þessari jákvæðu þróun með landsliðunum okkar. Árangur þeirra er gríðarlega hvetjandi fyrir yngri flokkana og við stuðningsmenn höfum gaman af því. Þetta byrjar allt í grasrótinni og við megum aldrei gleyma því að hlúa vel að yngstu iðkendunum,“ segir Guðni.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira