Uppsagnir ljósmæðra: „Dagurinn er kominn og hann er svartur“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. júlí 2018 19:56 Yfirvinnubann sem ljósmæður samþykktu í dag á að hefjast 18. júlí og skerðist þjónustan á fæðingardeildum þá enn frekar eftir fjöldauppsagnir. Tólf ljósmæður hættu störfum á Landspítalanum í dag og verðandi móðir hefur miklar áhyggjur af stöðunni. Yfirljósmóðir segir ástandið ekki ganga til lengdar. Ljósmæður samþykktu í dag með miklum meirihluta verkfallsaðgerðir sem fela í sér yfirvinnubann. Rúmlega 70 prósent félagsmanna greiddu atkvæði og 90 prósent samþykktu aðgerðirnar. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir aðgerðirnar hafa mikil áhrif enda sinni þær oft yfirvinnu til að fylgja fæðingum eftir. „Þetta mun auðvitað hafa mjög mikil áhrif og sér í lagi af því það er orðið svo mikið undirmannað og allir kaffitímar ljósmæðra eru til dæmis í yfirvinnu.“Þannig að það væri ekki hægt að kalla út ljósmæður þegar það er undirmannað? „Ekki með stuttum fyrirvara nei,“ segir Katrín Sif.„Nú er ég bara hætt“ Tólf ljósmæður hættu störfum á Landspítalanum í dag vegna kjaradeilunnar sem flestar þeirra starfa á sængurlegudeild þar sem aðgerðirnar hafa umtalsverð áhrif. „Nú er ég bara hætt,“ segir María Rebekka Þórisdóttir ljósmóðir. „Fyrsti dagurinn í dag, búin að tæma skápinn og taka kaffibollann. [...] Ef ég á að segja alveg eins og er að þá átti ég aldrei vona á þessum degi. Ég hélt alltaf að það yrði búið að semja. En dagurinn er kominn og hann er svartur. Mér líður ekki vel.“Hefurðu áhyggjur af stöðunni inni á spítalanum? „Guð já, mjög miklar áhyggjur. Þetta er bara skelfilegt ástand,“ segir María Rebekka.Ljósmæður sem hættu störfum í dag skildu eftir skóla sína á tröppum Stjórnarráðshússins fyrr í dag.Vísir/Sunna SæmundsdóttirTinna Árnadóttir segist nú vera gengin 41 viku í dag, það er viku fram yfir settan dag, og segir stöðuna valda mikilli streitu. „Stressuð auðvitað, en aðallega óviss um hvernig allt eigi eftir að ganga. Ég skil ekki hvernig við erum í þessari stöðu.“ Fleiri uppsagnir taka gildi á næstu mánuðum og samkvæmt neyðaráætlun verður rúmum á sængurlegudeild fækkað um fimm og konur með nýbura verða útskrifaðar í heimaþjónustu beint eftir fæðingu sé þess kostur.Komin í mjög erfiða stöðu Anna Sigríður Vernharðsdóttir yfirljósmóðir hefur áhyggjur af stöðinni. „Strax á morgun erum við komin í mjög erfiða stöðu. Það vantar bara mjög margar ljósmæður á vakt; bæði á morgunvakt, kvöldvakt og næturvaktina líka. Ég bara sé ekki alveg hvernig þetta á að geta gengið. Það bara verður að semja. Það er engin önnur leið til að leysa þetta,“ segir Anna Sigríður. Kjaramál Tengdar fréttir Skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins Ljósmæður skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins í dag eftir að að minnsta kosti 19 ljósmæður hættu störfum. 1. júlí 2018 19:03 Ljósmæður leggja skóna á hilluna: „Orð fá ekki lýst sorginni í hjarta mínu“ Að minnsta kosti 12 ljósmæður hér á landi hætta störfum frá og með deginum í dag. 1. júlí 2018 10:15 Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann 90 prósent félagsmanna greiddu atkvæði með yfirvinnubanni sem hefst þann 14. júlí. 1. júlí 2018 11:46 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Sjá meira
Yfirvinnubann sem ljósmæður samþykktu í dag á að hefjast 18. júlí og skerðist þjónustan á fæðingardeildum þá enn frekar eftir fjöldauppsagnir. Tólf ljósmæður hættu störfum á Landspítalanum í dag og verðandi móðir hefur miklar áhyggjur af stöðunni. Yfirljósmóðir segir ástandið ekki ganga til lengdar. Ljósmæður samþykktu í dag með miklum meirihluta verkfallsaðgerðir sem fela í sér yfirvinnubann. Rúmlega 70 prósent félagsmanna greiddu atkvæði og 90 prósent samþykktu aðgerðirnar. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir aðgerðirnar hafa mikil áhrif enda sinni þær oft yfirvinnu til að fylgja fæðingum eftir. „Þetta mun auðvitað hafa mjög mikil áhrif og sér í lagi af því það er orðið svo mikið undirmannað og allir kaffitímar ljósmæðra eru til dæmis í yfirvinnu.“Þannig að það væri ekki hægt að kalla út ljósmæður þegar það er undirmannað? „Ekki með stuttum fyrirvara nei,“ segir Katrín Sif.„Nú er ég bara hætt“ Tólf ljósmæður hættu störfum á Landspítalanum í dag vegna kjaradeilunnar sem flestar þeirra starfa á sængurlegudeild þar sem aðgerðirnar hafa umtalsverð áhrif. „Nú er ég bara hætt,“ segir María Rebekka Þórisdóttir ljósmóðir. „Fyrsti dagurinn í dag, búin að tæma skápinn og taka kaffibollann. [...] Ef ég á að segja alveg eins og er að þá átti ég aldrei vona á þessum degi. Ég hélt alltaf að það yrði búið að semja. En dagurinn er kominn og hann er svartur. Mér líður ekki vel.“Hefurðu áhyggjur af stöðunni inni á spítalanum? „Guð já, mjög miklar áhyggjur. Þetta er bara skelfilegt ástand,“ segir María Rebekka.Ljósmæður sem hættu störfum í dag skildu eftir skóla sína á tröppum Stjórnarráðshússins fyrr í dag.Vísir/Sunna SæmundsdóttirTinna Árnadóttir segist nú vera gengin 41 viku í dag, það er viku fram yfir settan dag, og segir stöðuna valda mikilli streitu. „Stressuð auðvitað, en aðallega óviss um hvernig allt eigi eftir að ganga. Ég skil ekki hvernig við erum í þessari stöðu.“ Fleiri uppsagnir taka gildi á næstu mánuðum og samkvæmt neyðaráætlun verður rúmum á sængurlegudeild fækkað um fimm og konur með nýbura verða útskrifaðar í heimaþjónustu beint eftir fæðingu sé þess kostur.Komin í mjög erfiða stöðu Anna Sigríður Vernharðsdóttir yfirljósmóðir hefur áhyggjur af stöðinni. „Strax á morgun erum við komin í mjög erfiða stöðu. Það vantar bara mjög margar ljósmæður á vakt; bæði á morgunvakt, kvöldvakt og næturvaktina líka. Ég bara sé ekki alveg hvernig þetta á að geta gengið. Það bara verður að semja. Það er engin önnur leið til að leysa þetta,“ segir Anna Sigríður.
Kjaramál Tengdar fréttir Skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins Ljósmæður skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins í dag eftir að að minnsta kosti 19 ljósmæður hættu störfum. 1. júlí 2018 19:03 Ljósmæður leggja skóna á hilluna: „Orð fá ekki lýst sorginni í hjarta mínu“ Að minnsta kosti 12 ljósmæður hér á landi hætta störfum frá og með deginum í dag. 1. júlí 2018 10:15 Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann 90 prósent félagsmanna greiddu atkvæði með yfirvinnubanni sem hefst þann 14. júlí. 1. júlí 2018 11:46 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Sjá meira
Skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins Ljósmæður skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins í dag eftir að að minnsta kosti 19 ljósmæður hættu störfum. 1. júlí 2018 19:03
Ljósmæður leggja skóna á hilluna: „Orð fá ekki lýst sorginni í hjarta mínu“ Að minnsta kosti 12 ljósmæður hér á landi hætta störfum frá og með deginum í dag. 1. júlí 2018 10:15
Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann 90 prósent félagsmanna greiddu atkvæði með yfirvinnubanni sem hefst þann 14. júlí. 1. júlí 2018 11:46
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?