Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2018 11:46 90 prósent félagskvenna í Ljósmæðrafélagi Íslands greiddu atkvæði með yfirvinnubanni. Kosning um yfirvinnubann hófst fyrir helgi og lauk í dag. Þátttaka í kosningunni var um 80 prósent. Yfirvinnubann ljósmæðra hefst eftir tvær vikur, þann 18. júlí. Frá og með þeim degi munu ljósmæður ekki vinna umfram vinnuskyldu sína. Tólf ljósmæður luku störfum á Landspítala í gær og lögðu skóna á hilluna eins og fjallað hefur verið um á Vísi.Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands.Vísir/eyþórVerður mjög þungt högg „Þetta er mjög afgerandi niðurstaða eins og maður átti von á,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélagsins. „Þessar aðgerðir munu hafa þau áhrif að það verður engin yfirvinna unnin. Kaffitímar hafa til dæmis allir verið á yfirvinnu. Þannig að nú þurfa stofnanirnar að fara að smíða sér áætlun til að taka á því,” segir Katrín og lýsir nánar þeim áhrifum sem yfirvinnubannið mun hafa. „Það er mjög mikið um að maður þurfi að vera aðeins lengur til þess að klára fæðingu. Það er mikið um aukavaktir, alveg stanslaust, á hverjum einasta degi vantar. Við höfum verið undirmannaðar þannig að álagið hefur verið alveg gríðarlega mikið í ofboðslega langan tíma. Í rauninni hafa margar stofnanir, og sérstaklega Landspítalinn, verið keyrðar á neyðarmönnun ár eftir ár og það virðist orðið eitthvað norm sem ekki gengur upp og skilar sér í þessari stöðu sem við erum í núna. Þannig að þetta verður mjög þungt högg og ég veit ekki alveg hvernig stofnanir munu spila úr þessu.”Frá samstöðufundi með ljósmæðrum sem haldinn var í Mæðragarðinum fyrir tíu dögum.vísir/elín margrétLangvarandi reiði og sárindi „Við höfum farið fram með að okkur þykir mjög sanngjarnar og raunhæfar kröfur og höfum rökstutt þær,“ segir Katrín. Hún er allt annað en sátt við framkomu ríkisins. Komið hafi verið „mjög illa“ fram við ljósmæður í mjög langan tíma. Vísar hún meðal annars til dómsmáls ljósmæðra gegn ríkinu þar sem vangreidd laun úr verkfalli frá 2015 hafi verið sótt. „Við unnum málið í héraði og ríkið áfrýjaði!“ Ljósmæður eigi þessi laun sannarlega inni, fyrir unna vinnu, en þetta hafi skapað langvarandi reiði og sárindi út í ríkisvaldið. Enn sé verið að refsa ljósmæðrum að sögn Katrínar. Það sé þeirra upplifun. „Við munum ekki láta af okkar kröfum. Við göngum fram og erum sannfærðar um að við erum ekki að fara fram á neitt ósanngjarnt. Og höfum sýnt fram á það,“ segir Katrín. Næsti fundur samninganefndar við ríkið er boðaður á fimmtudaginn. „Þetta er bara spurning um að ríkisvaldið girði sig í brók og mæti á fundinn með samningsvilja.“ Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmæður leggja skóna á hilluna: „Orð fá ekki lýst sorginni í hjarta mínu“ Að minnsta kosti 12 ljósmæður hér á landi hætta störfum frá og með deginum í dag. 1. júlí 2018 10:15 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Sjá meira
90 prósent félagskvenna í Ljósmæðrafélagi Íslands greiddu atkvæði með yfirvinnubanni. Kosning um yfirvinnubann hófst fyrir helgi og lauk í dag. Þátttaka í kosningunni var um 80 prósent. Yfirvinnubann ljósmæðra hefst eftir tvær vikur, þann 18. júlí. Frá og með þeim degi munu ljósmæður ekki vinna umfram vinnuskyldu sína. Tólf ljósmæður luku störfum á Landspítala í gær og lögðu skóna á hilluna eins og fjallað hefur verið um á Vísi.Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands.Vísir/eyþórVerður mjög þungt högg „Þetta er mjög afgerandi niðurstaða eins og maður átti von á,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélagsins. „Þessar aðgerðir munu hafa þau áhrif að það verður engin yfirvinna unnin. Kaffitímar hafa til dæmis allir verið á yfirvinnu. Þannig að nú þurfa stofnanirnar að fara að smíða sér áætlun til að taka á því,” segir Katrín og lýsir nánar þeim áhrifum sem yfirvinnubannið mun hafa. „Það er mjög mikið um að maður þurfi að vera aðeins lengur til þess að klára fæðingu. Það er mikið um aukavaktir, alveg stanslaust, á hverjum einasta degi vantar. Við höfum verið undirmannaðar þannig að álagið hefur verið alveg gríðarlega mikið í ofboðslega langan tíma. Í rauninni hafa margar stofnanir, og sérstaklega Landspítalinn, verið keyrðar á neyðarmönnun ár eftir ár og það virðist orðið eitthvað norm sem ekki gengur upp og skilar sér í þessari stöðu sem við erum í núna. Þannig að þetta verður mjög þungt högg og ég veit ekki alveg hvernig stofnanir munu spila úr þessu.”Frá samstöðufundi með ljósmæðrum sem haldinn var í Mæðragarðinum fyrir tíu dögum.vísir/elín margrétLangvarandi reiði og sárindi „Við höfum farið fram með að okkur þykir mjög sanngjarnar og raunhæfar kröfur og höfum rökstutt þær,“ segir Katrín. Hún er allt annað en sátt við framkomu ríkisins. Komið hafi verið „mjög illa“ fram við ljósmæður í mjög langan tíma. Vísar hún meðal annars til dómsmáls ljósmæðra gegn ríkinu þar sem vangreidd laun úr verkfalli frá 2015 hafi verið sótt. „Við unnum málið í héraði og ríkið áfrýjaði!“ Ljósmæður eigi þessi laun sannarlega inni, fyrir unna vinnu, en þetta hafi skapað langvarandi reiði og sárindi út í ríkisvaldið. Enn sé verið að refsa ljósmæðrum að sögn Katrínar. Það sé þeirra upplifun. „Við munum ekki láta af okkar kröfum. Við göngum fram og erum sannfærðar um að við erum ekki að fara fram á neitt ósanngjarnt. Og höfum sýnt fram á það,“ segir Katrín. Næsti fundur samninganefndar við ríkið er boðaður á fimmtudaginn. „Þetta er bara spurning um að ríkisvaldið girði sig í brók og mæti á fundinn með samningsvilja.“
Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmæður leggja skóna á hilluna: „Orð fá ekki lýst sorginni í hjarta mínu“ Að minnsta kosti 12 ljósmæður hér á landi hætta störfum frá og með deginum í dag. 1. júlí 2018 10:15 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Sjá meira
Ljósmæður leggja skóna á hilluna: „Orð fá ekki lýst sorginni í hjarta mínu“ Að minnsta kosti 12 ljósmæður hér á landi hætta störfum frá og með deginum í dag. 1. júlí 2018 10:15
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?