Segir að allir fótboltastrákarnir hafi samþykkt að fara inn í hellinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. júlí 2018 11:58 Strákarnir á blaðamannafundinum sem nú fer fram. vísir/ap Hinn 25 ára gamli Ake, fótboltaþjálfari strákanna tólf sem festust í helli í norðurhluta Taílands, ásamt þjálfaranum í síðasta mánuði, segir að allir strákarnir hafi samþykkt að fara inn í hellinn. Þeir hafi þó aldrei farið inn í helli áður og þá fóru þeir ekki þangað inn því einn strákanna átti afmæli, eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem nú stendur yfir með þjálfaranum og strákunum tólf en þeir ræða nú við fjölmiðla í fyrsta sinn eftir að þeim bjargað úr hellinum í síðustu viku. Þar höfðu þeir dvalið í um tvær vikur en þeir komust ekki út úr hellinum vegna mikilla rigninga sem fylltu hellinn af vatni. Þjálfarinn sagði að þeir hefðu séð vatn koma inn í hellinn þegar þeir voru tiltölulega nýkomnir þangað inn. Þeir hafi þá íhugað að yfirgefa hellinn en komist að því á leiðinni til baka að þeir væru innilokaðir. „Við þurftum að synda, við getum allir synt. Það er ekki rétt að við séum ósyndir því eftir fótboltaæfingar þá syndum við,“ sagði Ake. Þeir hafi hins vegar ekki gert sér grein fyrir því hversu vatnsyfirborðið myndi hækka mikið.Enginn matur, bara vatn Ake sagðist hafa fullvissað drengina um að þeir væru ekki týndir og að þeir myndu reyna að komast út með reipum. Þá reyndu þeir að grafa sig út úr hellinum til að byrja með. „Ég sagði við þá að vera ekki hræddir því vatnið myndi minnka á morgun. Við sáum vatn leka meðfram veggjum hellisins og héldum okkur nálægt því. Á þeim tímapunkti vorum við ekki hræddir því við töldum að vatnsyfirborðið myndi lækka og að einhver myndi koma og bjarga okkur,“ sagði Ake. Hann kvaðst hafa reynt að halda drengjunum kátum og reynt að finna vatn úr veggjunum sem hægt væri að drekka. Það var hreint. „Við höfðum engan mat svo við drukkum bara vatn,“ sagði einn drengjanna. Útsendingu Sky frá blaðamannafundinum má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.Fréttin hefur verið uppfærð. Fastir í helli í Taílandi Taíland Tengdar fréttir Fótboltastrákarnir útskrifaðir af spítala degi fyrr en áætlað var Taílensku fótboltastrákarnir tólf og þjálfari þeirra verða útskrifaðir degi fyrr en áætlað var, nánar tiltekið á morgun. 17. júlí 2018 15:13 Skrifar barnaníðingsummælin á bræðiskast Tæknitröllið Elon Musk hefur beðið breska kafarann Vern Unsworth afsökunar. 18. júlí 2018 07:36 Bein útsending: Tælensku drengirnir halda heim Tælensku drengirnir tólf sem fastir voru í helli í tvær vikur eru nú loks á heimleið. 18. júlí 2018 10:58 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Hinn 25 ára gamli Ake, fótboltaþjálfari strákanna tólf sem festust í helli í norðurhluta Taílands, ásamt þjálfaranum í síðasta mánuði, segir að allir strákarnir hafi samþykkt að fara inn í hellinn. Þeir hafi þó aldrei farið inn í helli áður og þá fóru þeir ekki þangað inn því einn strákanna átti afmæli, eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem nú stendur yfir með þjálfaranum og strákunum tólf en þeir ræða nú við fjölmiðla í fyrsta sinn eftir að þeim bjargað úr hellinum í síðustu viku. Þar höfðu þeir dvalið í um tvær vikur en þeir komust ekki út úr hellinum vegna mikilla rigninga sem fylltu hellinn af vatni. Þjálfarinn sagði að þeir hefðu séð vatn koma inn í hellinn þegar þeir voru tiltölulega nýkomnir þangað inn. Þeir hafi þá íhugað að yfirgefa hellinn en komist að því á leiðinni til baka að þeir væru innilokaðir. „Við þurftum að synda, við getum allir synt. Það er ekki rétt að við séum ósyndir því eftir fótboltaæfingar þá syndum við,“ sagði Ake. Þeir hafi hins vegar ekki gert sér grein fyrir því hversu vatnsyfirborðið myndi hækka mikið.Enginn matur, bara vatn Ake sagðist hafa fullvissað drengina um að þeir væru ekki týndir og að þeir myndu reyna að komast út með reipum. Þá reyndu þeir að grafa sig út úr hellinum til að byrja með. „Ég sagði við þá að vera ekki hræddir því vatnið myndi minnka á morgun. Við sáum vatn leka meðfram veggjum hellisins og héldum okkur nálægt því. Á þeim tímapunkti vorum við ekki hræddir því við töldum að vatnsyfirborðið myndi lækka og að einhver myndi koma og bjarga okkur,“ sagði Ake. Hann kvaðst hafa reynt að halda drengjunum kátum og reynt að finna vatn úr veggjunum sem hægt væri að drekka. Það var hreint. „Við höfðum engan mat svo við drukkum bara vatn,“ sagði einn drengjanna. Útsendingu Sky frá blaðamannafundinum má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.Fréttin hefur verið uppfærð.
Fastir í helli í Taílandi Taíland Tengdar fréttir Fótboltastrákarnir útskrifaðir af spítala degi fyrr en áætlað var Taílensku fótboltastrákarnir tólf og þjálfari þeirra verða útskrifaðir degi fyrr en áætlað var, nánar tiltekið á morgun. 17. júlí 2018 15:13 Skrifar barnaníðingsummælin á bræðiskast Tæknitröllið Elon Musk hefur beðið breska kafarann Vern Unsworth afsökunar. 18. júlí 2018 07:36 Bein útsending: Tælensku drengirnir halda heim Tælensku drengirnir tólf sem fastir voru í helli í tvær vikur eru nú loks á heimleið. 18. júlí 2018 10:58 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Fótboltastrákarnir útskrifaðir af spítala degi fyrr en áætlað var Taílensku fótboltastrákarnir tólf og þjálfari þeirra verða útskrifaðir degi fyrr en áætlað var, nánar tiltekið á morgun. 17. júlí 2018 15:13
Skrifar barnaníðingsummælin á bræðiskast Tæknitröllið Elon Musk hefur beðið breska kafarann Vern Unsworth afsökunar. 18. júlí 2018 07:36
Bein útsending: Tælensku drengirnir halda heim Tælensku drengirnir tólf sem fastir voru í helli í tvær vikur eru nú loks á heimleið. 18. júlí 2018 10:58