Boðað til fundar í ljósmæðradeilunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. júlí 2018 15:28 Frá síðasta fundi í kjaradeilunni í liðinni viku. fréttablaðið/sigtryggur ari Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins næstkomandi mánudag, þann 23. júlí, í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 10. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir í samtali við Vísi að um sé að ræða fund sem sáttasemjari boði til þar sem lagaleg skylda sé til þess að halda fundi á að minnsta kosti tveggja vikna fresti. Ekki sé boðað til fundarins þar sem farið sé að glitta í lausn í deilunni. Síðasti fundur í deilunni var síðastliðinn miðvikudag. Fyrir þann fund sagði Katrín Sif að ljósmæður hefðu lagt fram sínar lokakröfur sem þær myndu ekki hvika frá. Voru kröfurnar lagðar fram á fundi sem fór fram í vikunni áður. Á samningafundinn í liðinni viku lagði samninganefnd ríkisins fram móttilboð en ljósmæður höfnuðu því. Sagði Katrín Sif að loknum fundi að deilan væri í algjörum hnút og tók Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, undir það í samtali við fréttastofu. Sagðist hann jafnframt ekki sjá neinn möguleika á því að koma til móts við kröfur ljósmæðra sem hljóða upp á 17 til 18 prósenta launahækkun þegar allt er tekið saman, annars vegar launahækkun og svo 170 milljónir króna sem kæmu frá velferðarráðuneytinu í gegnum stofnanasamninga til að leiðrétta launasetningu ljósmæðra. Í byrjun mánaðarins samþykktu ljósmæður yfirvinnubann sem tekur gildi á miðvikudag, þann 18. júlí. Frá og með þeim degi munu ljósmæður ekki vinna umfram vinnuskyldu sína.Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir „Stál í stál“ í kjaradeilu ljósmæðra: Ótímabært að ræða lagasetningu að sögn ráðherra Viðræður ríkissins og ljósmæðra eru stál í stál og enn ber of langt í milli til að grundvöllur sé fyrir miðlunartillögu að sögn ríkissáttasemjara. Heilbrigðisráðherra kveðst reiðubúinn að koma aftur að borðinu þegar samningur sé í sjónmáli en segir ótímabært að ræða íþyngjandi aðgerðir á borð við lagasetningu. 12. júlí 2018 19:00 Hafa verið sendar á Akranes vegna álags á Landspítala Dæmi eru um að senda hafi þurft konur frá höfuðborgarsvæðinu í keisaraskurð á Akranesi vegna álags á Landspítalanum. Uppsögnum ljósmæðra fer fjölgandi en ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilunni. 14. júlí 2018 20:30 Segir að ekki megi mikið út af bregða svo hætta skapist á Landspítalanum vegna ljósmæðradeilunnar Alma D. Möller, landlæknir, segir í yfirlýsingu á vef embættisins að staðan í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins sé alvarleg og mikið áhyggjuefni. Hún segir aðstæðurnar sem nú séu uppi á Landspítalanum fordæmalausar. 16. júlí 2018 15:32 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira
Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins næstkomandi mánudag, þann 23. júlí, í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 10. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir í samtali við Vísi að um sé að ræða fund sem sáttasemjari boði til þar sem lagaleg skylda sé til þess að halda fundi á að minnsta kosti tveggja vikna fresti. Ekki sé boðað til fundarins þar sem farið sé að glitta í lausn í deilunni. Síðasti fundur í deilunni var síðastliðinn miðvikudag. Fyrir þann fund sagði Katrín Sif að ljósmæður hefðu lagt fram sínar lokakröfur sem þær myndu ekki hvika frá. Voru kröfurnar lagðar fram á fundi sem fór fram í vikunni áður. Á samningafundinn í liðinni viku lagði samninganefnd ríkisins fram móttilboð en ljósmæður höfnuðu því. Sagði Katrín Sif að loknum fundi að deilan væri í algjörum hnút og tók Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, undir það í samtali við fréttastofu. Sagðist hann jafnframt ekki sjá neinn möguleika á því að koma til móts við kröfur ljósmæðra sem hljóða upp á 17 til 18 prósenta launahækkun þegar allt er tekið saman, annars vegar launahækkun og svo 170 milljónir króna sem kæmu frá velferðarráðuneytinu í gegnum stofnanasamninga til að leiðrétta launasetningu ljósmæðra. Í byrjun mánaðarins samþykktu ljósmæður yfirvinnubann sem tekur gildi á miðvikudag, þann 18. júlí. Frá og með þeim degi munu ljósmæður ekki vinna umfram vinnuskyldu sína.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir „Stál í stál“ í kjaradeilu ljósmæðra: Ótímabært að ræða lagasetningu að sögn ráðherra Viðræður ríkissins og ljósmæðra eru stál í stál og enn ber of langt í milli til að grundvöllur sé fyrir miðlunartillögu að sögn ríkissáttasemjara. Heilbrigðisráðherra kveðst reiðubúinn að koma aftur að borðinu þegar samningur sé í sjónmáli en segir ótímabært að ræða íþyngjandi aðgerðir á borð við lagasetningu. 12. júlí 2018 19:00 Hafa verið sendar á Akranes vegna álags á Landspítala Dæmi eru um að senda hafi þurft konur frá höfuðborgarsvæðinu í keisaraskurð á Akranesi vegna álags á Landspítalanum. Uppsögnum ljósmæðra fer fjölgandi en ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilunni. 14. júlí 2018 20:30 Segir að ekki megi mikið út af bregða svo hætta skapist á Landspítalanum vegna ljósmæðradeilunnar Alma D. Möller, landlæknir, segir í yfirlýsingu á vef embættisins að staðan í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins sé alvarleg og mikið áhyggjuefni. Hún segir aðstæðurnar sem nú séu uppi á Landspítalanum fordæmalausar. 16. júlí 2018 15:32 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira
„Stál í stál“ í kjaradeilu ljósmæðra: Ótímabært að ræða lagasetningu að sögn ráðherra Viðræður ríkissins og ljósmæðra eru stál í stál og enn ber of langt í milli til að grundvöllur sé fyrir miðlunartillögu að sögn ríkissáttasemjara. Heilbrigðisráðherra kveðst reiðubúinn að koma aftur að borðinu þegar samningur sé í sjónmáli en segir ótímabært að ræða íþyngjandi aðgerðir á borð við lagasetningu. 12. júlí 2018 19:00
Hafa verið sendar á Akranes vegna álags á Landspítala Dæmi eru um að senda hafi þurft konur frá höfuðborgarsvæðinu í keisaraskurð á Akranesi vegna álags á Landspítalanum. Uppsögnum ljósmæðra fer fjölgandi en ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilunni. 14. júlí 2018 20:30
Segir að ekki megi mikið út af bregða svo hætta skapist á Landspítalanum vegna ljósmæðradeilunnar Alma D. Möller, landlæknir, segir í yfirlýsingu á vef embættisins að staðan í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins sé alvarleg og mikið áhyggjuefni. Hún segir aðstæðurnar sem nú séu uppi á Landspítalanum fordæmalausar. 16. júlí 2018 15:32