Faðir fórnarlambs skotárásarinnar í Parkland syrgir á afmælisdegi dóttur sinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júlí 2018 23:15 Fred Guttenberg hefur barist fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum síðan dóttir hans var skotin til bana í skotárás í Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Flórída. Vísir/Getty Fred Guttenberg, faðir Jamie Guttenberg sem var skotin til bana ásamt sextán öðrum í skotárás í framhaldsskóla í Parkland í Flórída í febrúar, minntist dóttur sinnar á Twitter í gær. Jamie hefði orðið 15 ára þann dag, 13. júlí.Sjá einnig: „Ég myndi aldrei sitja þarna og leyfa krökkunum mínum að vera slátrað“ „Til hamingju með afmælið elskan mín!!! Í dag hefði Jamie átt að verða 15 ára. Ég ætti að vera að fylgja henni í ökutíma. Fjölskylda hennar og vinir ættu að vera að fagna með henni. Í dag er Jamie enn þá 14 ára. Hún verður 14 ára að eilífu,“ skrifar Fred. „Vegna byssuofbeldis munum við ekki halda upp á afmælið hennar. Í staðinn grátum við og syrgjum. Í dag hugsa ég um alla hlutina sem ég óska þess að ég gæti gert með þér, einfalda hluti á borð við að horfa með þér á uppáhalds sjónvarpsþættina okkar.“ Hluta af tístum Freds má sjá hér að neðan og restina má nálgast á Twitter-reikningi hans hér.HAPPY BIRTHDAY BABY GIRL!!! Today, Jaime should be turning 15. I should be taking her for her drivers permit. Her family and her friends should be celebrating with her. TODAY, JAIME IS STILL 14. SHE WILL BE 14 FOREVER. Because of gun violence, we will not be celebrating— Fred Guttenberg (@fred_guttenberg) July 13, 2018 her birthday. Instead, we are broken, crying and mourning. Today, I am thinking of all of the things that I wish I could be doing with you, some as simple as watching our favorite TV shows. Today, I am thinking about the fact that I will never see you dance again, never see— Fred Guttenberg (@fred_guttenberg) July 13, 2018 Fred segir í samtali við vefinn Mashable að hann hafi stofnað Twitter-reikning nokkrum vikum eftir að dóttir hans var myrt. Það hafi hann gert til þess að berjast fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum og vekja athygli á ofbeldi tengdu skotvopnum. Fred hefur verið einna háværastur í hópi þeirra foreldra sem misstu börn sín í skotárásinni í Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í febrúar í fyrra. Hann hefur breitt út boðskapinn síðustu mánuði og ítrekað komið fram í fjölmiðlum. Móðir Jamie, Jennifer Bloom Guttenberg, minntist dóttur sinnar einnig í gær. Hún notar tækifærið og kallar eftir byssulöggjöf í Bandaríkjunum, sem sé í samræmi við „heilbrigða skynsemi.“ Sautján létust þegar byssumaður hóf skothríð í áðurnefndum Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskóla í Flórída. Hópur nemenda sem komst lífs af úr árásinni hefur komið af stað gríðarstórri hreyfingu undir formerkjunum March For Our Lives, eða Göngum fyrir lífi okkar, sem berst fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum. Skotárás í Flórída Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Jimmy Fallon kemur þjáðum nemendum á óvart Sagði nemendum að láta ekki neitt stoppa sig. 4. júní 2018 11:10 „Ég myndi aldrei sitja þarna og leyfa krökkunum mínum að vera slátrað“ Lögreglufulltrúinn fyrrverandi, Scot Peterson, hefur tjáð sig í fyrsta sinn um skotárásina í Marjory Stoneman Douglas-menntaskólanum í Parkland í Flórída þar sem Nikolas Cruz myrti sautján manns þann 14. febrúar. 5. júní 2018 12:15 Árásin í Parkland breytti litlu Skólaskotárásin í Parkland í Flórída, þar sem sautján nemendur voru myrtir, hafði engin varanleg áhrif á afstöðu Bandaríkjamanna gagnvart skotvopnaeign. 24. maí 2018 06:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Fred Guttenberg, faðir Jamie Guttenberg sem var skotin til bana ásamt sextán öðrum í skotárás í framhaldsskóla í Parkland í Flórída í febrúar, minntist dóttur sinnar á Twitter í gær. Jamie hefði orðið 15 ára þann dag, 13. júlí.Sjá einnig: „Ég myndi aldrei sitja þarna og leyfa krökkunum mínum að vera slátrað“ „Til hamingju með afmælið elskan mín!!! Í dag hefði Jamie átt að verða 15 ára. Ég ætti að vera að fylgja henni í ökutíma. Fjölskylda hennar og vinir ættu að vera að fagna með henni. Í dag er Jamie enn þá 14 ára. Hún verður 14 ára að eilífu,“ skrifar Fred. „Vegna byssuofbeldis munum við ekki halda upp á afmælið hennar. Í staðinn grátum við og syrgjum. Í dag hugsa ég um alla hlutina sem ég óska þess að ég gæti gert með þér, einfalda hluti á borð við að horfa með þér á uppáhalds sjónvarpsþættina okkar.“ Hluta af tístum Freds má sjá hér að neðan og restina má nálgast á Twitter-reikningi hans hér.HAPPY BIRTHDAY BABY GIRL!!! Today, Jaime should be turning 15. I should be taking her for her drivers permit. Her family and her friends should be celebrating with her. TODAY, JAIME IS STILL 14. SHE WILL BE 14 FOREVER. Because of gun violence, we will not be celebrating— Fred Guttenberg (@fred_guttenberg) July 13, 2018 her birthday. Instead, we are broken, crying and mourning. Today, I am thinking of all of the things that I wish I could be doing with you, some as simple as watching our favorite TV shows. Today, I am thinking about the fact that I will never see you dance again, never see— Fred Guttenberg (@fred_guttenberg) July 13, 2018 Fred segir í samtali við vefinn Mashable að hann hafi stofnað Twitter-reikning nokkrum vikum eftir að dóttir hans var myrt. Það hafi hann gert til þess að berjast fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum og vekja athygli á ofbeldi tengdu skotvopnum. Fred hefur verið einna háværastur í hópi þeirra foreldra sem misstu börn sín í skotárásinni í Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í febrúar í fyrra. Hann hefur breitt út boðskapinn síðustu mánuði og ítrekað komið fram í fjölmiðlum. Móðir Jamie, Jennifer Bloom Guttenberg, minntist dóttur sinnar einnig í gær. Hún notar tækifærið og kallar eftir byssulöggjöf í Bandaríkjunum, sem sé í samræmi við „heilbrigða skynsemi.“ Sautján létust þegar byssumaður hóf skothríð í áðurnefndum Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskóla í Flórída. Hópur nemenda sem komst lífs af úr árásinni hefur komið af stað gríðarstórri hreyfingu undir formerkjunum March For Our Lives, eða Göngum fyrir lífi okkar, sem berst fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum.
Skotárás í Flórída Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Jimmy Fallon kemur þjáðum nemendum á óvart Sagði nemendum að láta ekki neitt stoppa sig. 4. júní 2018 11:10 „Ég myndi aldrei sitja þarna og leyfa krökkunum mínum að vera slátrað“ Lögreglufulltrúinn fyrrverandi, Scot Peterson, hefur tjáð sig í fyrsta sinn um skotárásina í Marjory Stoneman Douglas-menntaskólanum í Parkland í Flórída þar sem Nikolas Cruz myrti sautján manns þann 14. febrúar. 5. júní 2018 12:15 Árásin í Parkland breytti litlu Skólaskotárásin í Parkland í Flórída, þar sem sautján nemendur voru myrtir, hafði engin varanleg áhrif á afstöðu Bandaríkjamanna gagnvart skotvopnaeign. 24. maí 2018 06:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Jimmy Fallon kemur þjáðum nemendum á óvart Sagði nemendum að láta ekki neitt stoppa sig. 4. júní 2018 11:10
„Ég myndi aldrei sitja þarna og leyfa krökkunum mínum að vera slátrað“ Lögreglufulltrúinn fyrrverandi, Scot Peterson, hefur tjáð sig í fyrsta sinn um skotárásina í Marjory Stoneman Douglas-menntaskólanum í Parkland í Flórída þar sem Nikolas Cruz myrti sautján manns þann 14. febrúar. 5. júní 2018 12:15
Árásin í Parkland breytti litlu Skólaskotárásin í Parkland í Flórída, þar sem sautján nemendur voru myrtir, hafði engin varanleg áhrif á afstöðu Bandaríkjamanna gagnvart skotvopnaeign. 24. maí 2018 06:00