Tekist að manna helgina en óvissa komi til yfirvinnubanns Sighvatur Arnmundsson skrifar 14. júlí 2018 07:30 Síðasti samningafundur í ljósmæðradeilunni var árangurslaus og ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Komi til yfirvinnubanns á miðvikudag í næstu viku þarf nýja áætlun á Landspítalanum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI „Róðurinn þyngist með hverjum deginum. Öryggi mæðra og barna er það sem mestu máli skiptir,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um stöðuna í ljósmæðradeilunni. Stjórnendur Landspítala hafa gripið til þess ráðs að beita ákvæðum laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins til að skylda ljósmæður til að vinna yfirvinnu. Þetta var ákveðið þar sem ljóst þótti að neyðaráætlunin sem verið hefur í gildi frá síðustu mánaðamótum dygði ekki lengur til að manna vaktir. Spítalinn getur þó aðeins nýtt sér þessi ákvæði þangað til áður boðað yfirvinnubann ljósmæðra tekur gildi næstkomandi miðvikudag. Með þessum aðgerðum verður hins vegar hægt að manna vaktir helgarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum tókst það með naumindum með því að beita ýmsum úrræðum. Komi til yfirvinnubanns á miðvikudag muni þurfa nýja áætlun. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að ljósmæðrum sé auðvitað umhugað um að öryggi mæðra og barna verði tryggt. „Það er samt alltaf spurning hvað er hægt að láta sama fólkið vinna mikið. Hvað við getum látið jafn fáa leysa af hendi störf svona margra í langan tíma án þess að það skapi hættu.“ Katrín segir að ef til yfirvinnubannsins komi muni þurfa að sækja um undanþágur fyrir hvert tilvik. Undanþágunefnd sé starfandi sem muni taka ákvarðanir um slíkar beiðnir. „Deildirnar hafa verið keyrðar á neyðarmönnun og svigrúmið lítið. Ljósmæður af öðrum deildum hafa verið að taka vaktir en það verður ekki í boði ef og þegar yfirvinnubannið tekur gildi. Það verður ekki hægt að neyða fólk til að vinna.“ Katrín segir samningana auðvitað á ábyrgð fjármálaráðherra en að heilbrigðisráðherra hafi áður stigið inn í með fjármagn í stofnanasamning. Það sé það sem þurfi nú til. „Ábyrgðin er þeirra. Þetta er ákall um að störf okkar verði metin að verðleikum.“ Ekki hefur verið boðaður nýr samningafundur í deilunni en ríkissáttasemjari sagði eftir síðasta fund að það yrði að óbreyttu ekki gert á næstu dögum. „Reynslan sýnir okkur að vopnin hafa verið slegin úr höndunum á okkur. Lagasetning kæmi því ekki á óvart. Ég vona innilega að til þess komi ekki og að ekki þurfi að koma til yfirvinnubannsins. Vonandi verður gripið inn í með skynsamlegum hætti áður,“ segir Katrín.sighvatur@frettabladid.is Kjaramál Tengdar fréttir „Stál í stál“ í kjaradeilu ljósmæðra: Ótímabært að ræða lagasetningu að sögn ráðherra Viðræður ríkissins og ljósmæðra eru stál í stál og enn ber of langt í milli til að grundvöllur sé fyrir miðlunartillögu að sögn ríkissáttasemjara. Heilbrigðisráðherra kveðst reiðubúinn að koma aftur að borðinu þegar samningur sé í sjónmáli en segir ótímabært að ræða íþyngjandi aðgerðir á borð við lagasetningu. 12. júlí 2018 19:00 Vildu ekki beita þvingunum en verða að virkja 17. greinina til að tryggja lágmarksmönnun Linda Kristmundsdóttir er framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans. Hún segist ekki vilja beita þvingunum en spítalanum sé skylt að tryggja öryggi og lágmarksmönnun. 12. júlí 2018 20:37 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
„Róðurinn þyngist með hverjum deginum. Öryggi mæðra og barna er það sem mestu máli skiptir,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um stöðuna í ljósmæðradeilunni. Stjórnendur Landspítala hafa gripið til þess ráðs að beita ákvæðum laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins til að skylda ljósmæður til að vinna yfirvinnu. Þetta var ákveðið þar sem ljóst þótti að neyðaráætlunin sem verið hefur í gildi frá síðustu mánaðamótum dygði ekki lengur til að manna vaktir. Spítalinn getur þó aðeins nýtt sér þessi ákvæði þangað til áður boðað yfirvinnubann ljósmæðra tekur gildi næstkomandi miðvikudag. Með þessum aðgerðum verður hins vegar hægt að manna vaktir helgarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum tókst það með naumindum með því að beita ýmsum úrræðum. Komi til yfirvinnubanns á miðvikudag muni þurfa nýja áætlun. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að ljósmæðrum sé auðvitað umhugað um að öryggi mæðra og barna verði tryggt. „Það er samt alltaf spurning hvað er hægt að láta sama fólkið vinna mikið. Hvað við getum látið jafn fáa leysa af hendi störf svona margra í langan tíma án þess að það skapi hættu.“ Katrín segir að ef til yfirvinnubannsins komi muni þurfa að sækja um undanþágur fyrir hvert tilvik. Undanþágunefnd sé starfandi sem muni taka ákvarðanir um slíkar beiðnir. „Deildirnar hafa verið keyrðar á neyðarmönnun og svigrúmið lítið. Ljósmæður af öðrum deildum hafa verið að taka vaktir en það verður ekki í boði ef og þegar yfirvinnubannið tekur gildi. Það verður ekki hægt að neyða fólk til að vinna.“ Katrín segir samningana auðvitað á ábyrgð fjármálaráðherra en að heilbrigðisráðherra hafi áður stigið inn í með fjármagn í stofnanasamning. Það sé það sem þurfi nú til. „Ábyrgðin er þeirra. Þetta er ákall um að störf okkar verði metin að verðleikum.“ Ekki hefur verið boðaður nýr samningafundur í deilunni en ríkissáttasemjari sagði eftir síðasta fund að það yrði að óbreyttu ekki gert á næstu dögum. „Reynslan sýnir okkur að vopnin hafa verið slegin úr höndunum á okkur. Lagasetning kæmi því ekki á óvart. Ég vona innilega að til þess komi ekki og að ekki þurfi að koma til yfirvinnubannsins. Vonandi verður gripið inn í með skynsamlegum hætti áður,“ segir Katrín.sighvatur@frettabladid.is
Kjaramál Tengdar fréttir „Stál í stál“ í kjaradeilu ljósmæðra: Ótímabært að ræða lagasetningu að sögn ráðherra Viðræður ríkissins og ljósmæðra eru stál í stál og enn ber of langt í milli til að grundvöllur sé fyrir miðlunartillögu að sögn ríkissáttasemjara. Heilbrigðisráðherra kveðst reiðubúinn að koma aftur að borðinu þegar samningur sé í sjónmáli en segir ótímabært að ræða íþyngjandi aðgerðir á borð við lagasetningu. 12. júlí 2018 19:00 Vildu ekki beita þvingunum en verða að virkja 17. greinina til að tryggja lágmarksmönnun Linda Kristmundsdóttir er framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans. Hún segist ekki vilja beita þvingunum en spítalanum sé skylt að tryggja öryggi og lágmarksmönnun. 12. júlí 2018 20:37 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
„Stál í stál“ í kjaradeilu ljósmæðra: Ótímabært að ræða lagasetningu að sögn ráðherra Viðræður ríkissins og ljósmæðra eru stál í stál og enn ber of langt í milli til að grundvöllur sé fyrir miðlunartillögu að sögn ríkissáttasemjara. Heilbrigðisráðherra kveðst reiðubúinn að koma aftur að borðinu þegar samningur sé í sjónmáli en segir ótímabært að ræða íþyngjandi aðgerðir á borð við lagasetningu. 12. júlí 2018 19:00
Vildu ekki beita þvingunum en verða að virkja 17. greinina til að tryggja lágmarksmönnun Linda Kristmundsdóttir er framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans. Hún segist ekki vilja beita þvingunum en spítalanum sé skylt að tryggja öryggi og lágmarksmönnun. 12. júlí 2018 20:37