Óska eftir flýtimeðferð í greiningu á erfðasýni hvalsins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. júlí 2018 19:30 Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur Óskað hefur verið eftir flýtimeðferð í greiningu á erfðasýni hvals sem veiddur var um helgina. Sérfræðingar telja ýmist að um friðaða steypireyð eða blending sé að ræða. Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur, segir hvalinn líkjast blendingi langreyðar og steypireyðar. Ef slíkt reynist satt er þetta fimmti blendingurinn sem kemur að landi en sá fyrsti uppgötvaðist árið 1986 „Líkt og hinir blendingarnir, þá svipar hann meira til langreyðar á bakinu en steypireiðar kviðlagt. Það er ástæða þess að hann er skotinn sem langreyður. Á sjónum sést einungis efri hluti líkamans,“ segir Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur.Stærðamunur er á tegundunum tveimur sem um ræðir en steypireyður er stærsta dýr heims. Þyngdarmunur dýranna nemur um 60-80 tonnum. Hvalurinn sem veiddur var um helgina ber einkenni beggja tegunda. Að sögn Gísla er hann er með bakugga og dökkan baklit langreyðar en kviðurinn svipar til steypireyðar. Þá séu öll skíðin í kjaftinum svört líkt og á steypireyð. Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um málið af kappi en í umfjöllun BBC segjast nokkrir sérfræðingar handvissir um að steypireyð sé að ræða. Í sömu umfjöllun kveðst Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. engan vafa leika á því að um blending sé að ræða. Þá segir Gísli að ef rétt reynist að um blending sé að ræða hafi lögbrot ekki verið framið. Enda séu engin lög til um blendinga þar sem þeir tilheyri ekki ákveðinni tegund dýra. En steypireyður er friðuð og er því ólöglegt að skjóta slík dýr. „Nú erum við að gera ráðstafanir til að setja sýni í erfðagreiningu. Við erum að vinna að því að semja við rannsóknarstofu um að skoða sýnið sem fyrst því við erum ekki með slíka rannsóknarstofu sjálfir. Venjulega rannsökum við þetta á haustin en við ætlum að flýta ferlinu núna,“ segir Gísli. Ef frumrannsókn nægir verður komin niðurstaða um tegund hvalsins innan 10 daga að sögn Gísla, en ef vafi verður á tegund dýrsins að frumrannsókn lokinni þarf að ráðast í frekari rannsóknir sem gætu tekið fleiri vikur. Hvalveiðar Tengdar fréttir Kristján handviss um að hvalurinn sé blendingur Ég er algjörleg viss um það að þetta sé blendingshvalur segir Kristján Loftsson forstjóri Hvals. 12. júlí 2018 16:31 „Hversu oft langar ykkur að sjá þetta?“ Náttúruverndarsamtökin Sea Shepard hafa sent frá sér áróðursmyndband gegn hvalveiðum Hvals hf., sem endurvaktar voru í sumar. 6. júlí 2018 08:04 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Óskað hefur verið eftir flýtimeðferð í greiningu á erfðasýni hvals sem veiddur var um helgina. Sérfræðingar telja ýmist að um friðaða steypireyð eða blending sé að ræða. Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur, segir hvalinn líkjast blendingi langreyðar og steypireyðar. Ef slíkt reynist satt er þetta fimmti blendingurinn sem kemur að landi en sá fyrsti uppgötvaðist árið 1986 „Líkt og hinir blendingarnir, þá svipar hann meira til langreyðar á bakinu en steypireiðar kviðlagt. Það er ástæða þess að hann er skotinn sem langreyður. Á sjónum sést einungis efri hluti líkamans,“ segir Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur.Stærðamunur er á tegundunum tveimur sem um ræðir en steypireyður er stærsta dýr heims. Þyngdarmunur dýranna nemur um 60-80 tonnum. Hvalurinn sem veiddur var um helgina ber einkenni beggja tegunda. Að sögn Gísla er hann er með bakugga og dökkan baklit langreyðar en kviðurinn svipar til steypireyðar. Þá séu öll skíðin í kjaftinum svört líkt og á steypireyð. Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um málið af kappi en í umfjöllun BBC segjast nokkrir sérfræðingar handvissir um að steypireyð sé að ræða. Í sömu umfjöllun kveðst Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. engan vafa leika á því að um blending sé að ræða. Þá segir Gísli að ef rétt reynist að um blending sé að ræða hafi lögbrot ekki verið framið. Enda séu engin lög til um blendinga þar sem þeir tilheyri ekki ákveðinni tegund dýra. En steypireyður er friðuð og er því ólöglegt að skjóta slík dýr. „Nú erum við að gera ráðstafanir til að setja sýni í erfðagreiningu. Við erum að vinna að því að semja við rannsóknarstofu um að skoða sýnið sem fyrst því við erum ekki með slíka rannsóknarstofu sjálfir. Venjulega rannsökum við þetta á haustin en við ætlum að flýta ferlinu núna,“ segir Gísli. Ef frumrannsókn nægir verður komin niðurstaða um tegund hvalsins innan 10 daga að sögn Gísla, en ef vafi verður á tegund dýrsins að frumrannsókn lokinni þarf að ráðast í frekari rannsóknir sem gætu tekið fleiri vikur.
Hvalveiðar Tengdar fréttir Kristján handviss um að hvalurinn sé blendingur Ég er algjörleg viss um það að þetta sé blendingshvalur segir Kristján Loftsson forstjóri Hvals. 12. júlí 2018 16:31 „Hversu oft langar ykkur að sjá þetta?“ Náttúruverndarsamtökin Sea Shepard hafa sent frá sér áróðursmyndband gegn hvalveiðum Hvals hf., sem endurvaktar voru í sumar. 6. júlí 2018 08:04 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Kristján handviss um að hvalurinn sé blendingur Ég er algjörleg viss um það að þetta sé blendingshvalur segir Kristján Loftsson forstjóri Hvals. 12. júlí 2018 16:31
„Hversu oft langar ykkur að sjá þetta?“ Náttúruverndarsamtökin Sea Shepard hafa sent frá sér áróðursmyndband gegn hvalveiðum Hvals hf., sem endurvaktar voru í sumar. 6. júlí 2018 08:04