Sveitarfélög tryggi heimilislausu fólki ekki fullnægjandi aðstoð Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. júlí 2018 19:30 Kolbrún Baldursdóttir Skjáskot úr frétt Í áliti Umboðsmanns Alþingis kemur fram að sveitarfélög tryggi heimilislausu fólki ekki fullnægjandi aðstoð við lausn á bráðum húsnæðisvanda í samræmi við lög, stjórnarskrá og fjölþjóðlegra mannréttindareglna. Umboðsmanni hafa borist fjölmargar kvartanir vegna þess hvernig sveitarfélög rækja það verkefni að veita heimilislausum einstaklingum úrlausn í húsnæðismálum, en samkvæmt lögum ber þeim skylda til að veita þeim fjölskyldum og einstaklingum, sem ekki eru færir um það sjálfir, úrlausn í húsnæðismálum. Þá er sjónum sérstaklega beint að því hvernig Reykjavíkurborg hefur staðið að þessum málum, en umboðsmaður segir biðtíma eftir félagslegu húsnæði of langan og framboð húsnæðisúrræða ófullnægjandi. Fram kemur að utangarðsfólki hafi fjölgað um 95% frá árinu 2012 Í álitinu er einni kvörtun sérstaklega gerð skil. En maður hafði kvartað til umboðsmanns vegna málsmeðferðar. Hann fékk þær upplýsingar að umsókn hans um félagslegt húsnæði væri staðfest og var hann því á biðlista. Hins vegar kom það fimm árum seinna í ljós að hann kæmi ekki til greina við úthlutun þar sem hann væri í virkri neyslu áfengis. Allan biðtímann hafi hann ýmist dvalið á götunni eða í gistiskýlum borgarinnar haldandi að fljótlega yrði honum útvegað húsnæði. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins segir þetta ekki einsdæmi. „Ég vil að þessi biðlisti verði greindur. Ég vil vita nákvæmlega hverjir eru á þessum biðlista, hvað þeir eru búnir að bíða lengi. Hverjir hafa fengið svör og hvaða svör. Þarna eru yfir þúsund fjölskyldur skilst mér og listinn hefur lengst síðustu ár. Ég sé þetta sem neyðarástand og ég kalla eftir neyðaraðgerðum og það strax,“ segir Kolbrún Baldursdóttir. Félagsmál Tengdar fréttir Málefni heimilislausra í Reykjavík Opið bréf til borgarstjórans í Reykjavík og Umboðsmanns Alþingis. 12. júlí 2018 07:00 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Í áliti Umboðsmanns Alþingis kemur fram að sveitarfélög tryggi heimilislausu fólki ekki fullnægjandi aðstoð við lausn á bráðum húsnæðisvanda í samræmi við lög, stjórnarskrá og fjölþjóðlegra mannréttindareglna. Umboðsmanni hafa borist fjölmargar kvartanir vegna þess hvernig sveitarfélög rækja það verkefni að veita heimilislausum einstaklingum úrlausn í húsnæðismálum, en samkvæmt lögum ber þeim skylda til að veita þeim fjölskyldum og einstaklingum, sem ekki eru færir um það sjálfir, úrlausn í húsnæðismálum. Þá er sjónum sérstaklega beint að því hvernig Reykjavíkurborg hefur staðið að þessum málum, en umboðsmaður segir biðtíma eftir félagslegu húsnæði of langan og framboð húsnæðisúrræða ófullnægjandi. Fram kemur að utangarðsfólki hafi fjölgað um 95% frá árinu 2012 Í álitinu er einni kvörtun sérstaklega gerð skil. En maður hafði kvartað til umboðsmanns vegna málsmeðferðar. Hann fékk þær upplýsingar að umsókn hans um félagslegt húsnæði væri staðfest og var hann því á biðlista. Hins vegar kom það fimm árum seinna í ljós að hann kæmi ekki til greina við úthlutun þar sem hann væri í virkri neyslu áfengis. Allan biðtímann hafi hann ýmist dvalið á götunni eða í gistiskýlum borgarinnar haldandi að fljótlega yrði honum útvegað húsnæði. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins segir þetta ekki einsdæmi. „Ég vil að þessi biðlisti verði greindur. Ég vil vita nákvæmlega hverjir eru á þessum biðlista, hvað þeir eru búnir að bíða lengi. Hverjir hafa fengið svör og hvaða svör. Þarna eru yfir þúsund fjölskyldur skilst mér og listinn hefur lengst síðustu ár. Ég sé þetta sem neyðarástand og ég kalla eftir neyðaraðgerðum og það strax,“ segir Kolbrún Baldursdóttir.
Félagsmál Tengdar fréttir Málefni heimilislausra í Reykjavík Opið bréf til borgarstjórans í Reykjavík og Umboðsmanns Alþingis. 12. júlí 2018 07:00 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Málefni heimilislausra í Reykjavík Opið bréf til borgarstjórans í Reykjavík og Umboðsmanns Alþingis. 12. júlí 2018 07:00