Saka Rússa og Kínverja um ólöglega olíusölu til Norður-Kóreu Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 12. júlí 2018 17:46 Norður-Kórea virðist hafa komist fram hjá takmörkunum á olíuinnflutningi Vísir/Getty Bandaríkjastjórn hefur óskað eftir því að Sameinuðu þjóðirnar fordæmi Rússland og Kína fyrir ólöglega olíusölu til Norður-Kóreu. Reuters fréttaveitan hefur fengið að sjá skjöl sem bandarískir ráðamenn segja að sýni hvernig tankskip frá Norður-Kóreu mæli sér mót við önnur tankskip á hafi úti og færi olíuna á milli. Þannig sé komist hjá viðskiptaþvingunum. Í skjölunum eru nefnd 89 dæmi um slíka olíuflutninga frá byrjun árs til maíloka. Skjölin voru afhent fulltrúum allra 15 ríkja í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í morgun. Í desember samþykkti Öryggisráðið að takmarka olíuinnflutning Norður-Kóreu við 500,000 tunnur af unnum olíuvörum á ári. Svo virðist sem tankskipin hafi komist fram hjá eftirliti til að brjóta gegn þessum takmörkunum. Rússar og Kínverjar hafa tilkynnt löglega sölu á aðeins 14 þúsund tunnum af unnum olíuvörum til Norður-Kóreu það sem af er ári. Bandaríkjastjórn vill stöðva alla slíka sölu í ljósi þess að stjórnvöld í Norður-Kóreu hafi brotið gegn skilmálum Öryggisráðsins. Í fyrrnefndum skjölum eru myndir af norður-kóreskum tankskipum að sigla til hafnar eftir að hafa tekið olíu á hafi úti. Þar segir að ef þau beri að jafnaði um 90% af flutningsgetu sinni sé um að ræða meira en 1,367,000 tunnur af olíu sem hafi verið fluttar ólöglega til landsins. Það er tæplega þrefalt meira en kvótinn leyfir á ársgrundvelli. Þetta vekur ekki síst athygli í ljósi þeirrar þýðu sem hefur verið í milliríkjasamskiptum Bandaríkjanna og Norður-Kóreu eftir nýlegan leiðtogafund Donalds Trump og Kim Jong-un. Bæði Rússar og Kínverjar hafa neitunarvald í Öryggisráðinu og því ljóst að það mun ekki álykta gegn þeim þjóðum. Þær deilur sem málið mun vekja gætu hins vegar sett strik í reikninginn í friðarferlinu á Kóreuskaga. Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kóreumenn kalla viðræður við Bandaríkin „hörmulegar“ Bakslag er komið í viðræður Bandaríkjanna og Norður-Kóreu um afkjarnavopnun. 7. júlí 2018 13:34 Bandaríski utanríkisráðherrann gerir lítið úr gífuryrðum Norður-Kóreumanna Viðræður um afkjarnavopnun Norður-Kóreu halda áfram þrátt fyrir ásakanir um glæponahegðun. 8. júlí 2018 09:07 Trump segist hafa afstýrt stríði á Kóreuskaganum Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að stríð myndi ríkja á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu ef sín hefði ekki notið við. 3. júlí 2018 11:53 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sjá meira
Bandaríkjastjórn hefur óskað eftir því að Sameinuðu þjóðirnar fordæmi Rússland og Kína fyrir ólöglega olíusölu til Norður-Kóreu. Reuters fréttaveitan hefur fengið að sjá skjöl sem bandarískir ráðamenn segja að sýni hvernig tankskip frá Norður-Kóreu mæli sér mót við önnur tankskip á hafi úti og færi olíuna á milli. Þannig sé komist hjá viðskiptaþvingunum. Í skjölunum eru nefnd 89 dæmi um slíka olíuflutninga frá byrjun árs til maíloka. Skjölin voru afhent fulltrúum allra 15 ríkja í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í morgun. Í desember samþykkti Öryggisráðið að takmarka olíuinnflutning Norður-Kóreu við 500,000 tunnur af unnum olíuvörum á ári. Svo virðist sem tankskipin hafi komist fram hjá eftirliti til að brjóta gegn þessum takmörkunum. Rússar og Kínverjar hafa tilkynnt löglega sölu á aðeins 14 þúsund tunnum af unnum olíuvörum til Norður-Kóreu það sem af er ári. Bandaríkjastjórn vill stöðva alla slíka sölu í ljósi þess að stjórnvöld í Norður-Kóreu hafi brotið gegn skilmálum Öryggisráðsins. Í fyrrnefndum skjölum eru myndir af norður-kóreskum tankskipum að sigla til hafnar eftir að hafa tekið olíu á hafi úti. Þar segir að ef þau beri að jafnaði um 90% af flutningsgetu sinni sé um að ræða meira en 1,367,000 tunnur af olíu sem hafi verið fluttar ólöglega til landsins. Það er tæplega þrefalt meira en kvótinn leyfir á ársgrundvelli. Þetta vekur ekki síst athygli í ljósi þeirrar þýðu sem hefur verið í milliríkjasamskiptum Bandaríkjanna og Norður-Kóreu eftir nýlegan leiðtogafund Donalds Trump og Kim Jong-un. Bæði Rússar og Kínverjar hafa neitunarvald í Öryggisráðinu og því ljóst að það mun ekki álykta gegn þeim þjóðum. Þær deilur sem málið mun vekja gætu hins vegar sett strik í reikninginn í friðarferlinu á Kóreuskaga.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kóreumenn kalla viðræður við Bandaríkin „hörmulegar“ Bakslag er komið í viðræður Bandaríkjanna og Norður-Kóreu um afkjarnavopnun. 7. júlí 2018 13:34 Bandaríski utanríkisráðherrann gerir lítið úr gífuryrðum Norður-Kóreumanna Viðræður um afkjarnavopnun Norður-Kóreu halda áfram þrátt fyrir ásakanir um glæponahegðun. 8. júlí 2018 09:07 Trump segist hafa afstýrt stríði á Kóreuskaganum Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að stríð myndi ríkja á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu ef sín hefði ekki notið við. 3. júlí 2018 11:53 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sjá meira
Norður-Kóreumenn kalla viðræður við Bandaríkin „hörmulegar“ Bakslag er komið í viðræður Bandaríkjanna og Norður-Kóreu um afkjarnavopnun. 7. júlí 2018 13:34
Bandaríski utanríkisráðherrann gerir lítið úr gífuryrðum Norður-Kóreumanna Viðræður um afkjarnavopnun Norður-Kóreu halda áfram þrátt fyrir ásakanir um glæponahegðun. 8. júlí 2018 09:07
Trump segist hafa afstýrt stríði á Kóreuskaganum Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að stríð myndi ríkja á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu ef sín hefði ekki notið við. 3. júlí 2018 11:53