Kristján handviss um að hvalurinn sé blendingur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. júlí 2018 16:31 Kristján Loftsson er forstjóri Hvals. Vísir/Getty „Ég er algjörleg viss um það að þetta sé blendingshvalur,“ hefur BBC eftir Kristjáni Loftssyni, forstjóra Hvals ehf. sem hefur verið miðpunktur fjölmiðlaumfjöllunar víða um heim eftir að dýraverndunarsamtök sökuðu Hval um að hafa veitt fágætan blending langreyðar og steypireyðar.BBC og Telegraph í Bretlandi og CNN eru meðal fjölmiðla sem fjallað hafa um málið en sérfræðingur sem CNN ræddi við telur víst að hvalurinn sem veiddur var hafi verið steypireyður. Reynist það rétt gæti það haft afleiðingar í för með sér fyrir Hval ehf. þar sem tegundin hefur verið friðuð við Íslandsstrendur frá árinu 1960.Stundin hefur fjallaðum málið síðustu daga þar sem meðal annars er rætt við Gísla Arnór Víkingsson, sjávarlíffræðing hjá Hafrannsóknarstofnun sem segir að af myndum af dæma sé líklegast að um blending langreyðar og steipireyðar sé að ræða en DNA-próf mun leiða endanlega í ljós hvers konar hvalategund var veidd. Þrátt fyrir að slíkur blendingur sé fágætur er hann ekki friðaður og segir Kristján í samtali við CNN að hvalveiðimennirnir þekki muninn á steypireyðum og langreyðum.„Við höfum aldrei veitt steipireyði frá því að þeir voru friðaðir hér. Við sjáum þá í hafinu en þegar við komum að þeim eru þeir svo sérstakir að við látum þá vera,“ hefur CNN eftir Kristjáni.Hefur hann svipaða sögu að segja við The Telegraph í Bretlandi þar sem hann segir að umræddur hvalur hafi hagað sér eins og langreyður enda sé auðvelt að þekkja muninn á hvalategundunum.Segir hann að hvalveiðimennirnir hafi veitt hinn umrædda hval enda talið víst að um langreyði væri að ræða. Þegar þeir tóku hann að bátnum komu hins vegar einkenni í ljós, rákir á kviði hvalsins, sem ekki hafi sést í sjónum. Það stemmi við aðra blendingshvali sem Hvalur hafi veitt.„Þetta er eins og langreyður, þetta hagar sér eins og langreyður,“ er haft eftir Kristjáni. „Þetta var veitt sem langreyður en þetta er líklega blendingshvalur, ég er nokkuð viss um það.“UmfjöllunBBC,TelegraphogCNN. Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hvalur 8 dreginn í Hvalfjörð Dráttarbáturinn Magni er nú á leið inn Hvalfjörð með hvalveiðiskipið Hval 8 í dragi. 2. júlí 2018 09:56 Hvalur seldi birgðir af hval fyrir 860 milljónir Hvalur seldi hvalaafurðir fyrir 863 milljónir króna á síðasta rekstrarári félagsins sem lauk í september í fyrra. 4. júlí 2018 06:00 „Hversu oft langar ykkur að sjá þetta?“ Náttúruverndarsamtökin Sea Shepard hafa sent frá sér áróðursmyndband gegn hvalveiðum Hvals hf., sem endurvaktar voru í sumar. 6. júlí 2018 08:04 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
„Ég er algjörleg viss um það að þetta sé blendingshvalur,“ hefur BBC eftir Kristjáni Loftssyni, forstjóra Hvals ehf. sem hefur verið miðpunktur fjölmiðlaumfjöllunar víða um heim eftir að dýraverndunarsamtök sökuðu Hval um að hafa veitt fágætan blending langreyðar og steypireyðar.BBC og Telegraph í Bretlandi og CNN eru meðal fjölmiðla sem fjallað hafa um málið en sérfræðingur sem CNN ræddi við telur víst að hvalurinn sem veiddur var hafi verið steypireyður. Reynist það rétt gæti það haft afleiðingar í för með sér fyrir Hval ehf. þar sem tegundin hefur verið friðuð við Íslandsstrendur frá árinu 1960.Stundin hefur fjallaðum málið síðustu daga þar sem meðal annars er rætt við Gísla Arnór Víkingsson, sjávarlíffræðing hjá Hafrannsóknarstofnun sem segir að af myndum af dæma sé líklegast að um blending langreyðar og steipireyðar sé að ræða en DNA-próf mun leiða endanlega í ljós hvers konar hvalategund var veidd. Þrátt fyrir að slíkur blendingur sé fágætur er hann ekki friðaður og segir Kristján í samtali við CNN að hvalveiðimennirnir þekki muninn á steypireyðum og langreyðum.„Við höfum aldrei veitt steipireyði frá því að þeir voru friðaðir hér. Við sjáum þá í hafinu en þegar við komum að þeim eru þeir svo sérstakir að við látum þá vera,“ hefur CNN eftir Kristjáni.Hefur hann svipaða sögu að segja við The Telegraph í Bretlandi þar sem hann segir að umræddur hvalur hafi hagað sér eins og langreyður enda sé auðvelt að þekkja muninn á hvalategundunum.Segir hann að hvalveiðimennirnir hafi veitt hinn umrædda hval enda talið víst að um langreyði væri að ræða. Þegar þeir tóku hann að bátnum komu hins vegar einkenni í ljós, rákir á kviði hvalsins, sem ekki hafi sést í sjónum. Það stemmi við aðra blendingshvali sem Hvalur hafi veitt.„Þetta er eins og langreyður, þetta hagar sér eins og langreyður,“ er haft eftir Kristjáni. „Þetta var veitt sem langreyður en þetta er líklega blendingshvalur, ég er nokkuð viss um það.“UmfjöllunBBC,TelegraphogCNN.
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hvalur 8 dreginn í Hvalfjörð Dráttarbáturinn Magni er nú á leið inn Hvalfjörð með hvalveiðiskipið Hval 8 í dragi. 2. júlí 2018 09:56 Hvalur seldi birgðir af hval fyrir 860 milljónir Hvalur seldi hvalaafurðir fyrir 863 milljónir króna á síðasta rekstrarári félagsins sem lauk í september í fyrra. 4. júlí 2018 06:00 „Hversu oft langar ykkur að sjá þetta?“ Náttúruverndarsamtökin Sea Shepard hafa sent frá sér áróðursmyndband gegn hvalveiðum Hvals hf., sem endurvaktar voru í sumar. 6. júlí 2018 08:04 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Hvalur 8 dreginn í Hvalfjörð Dráttarbáturinn Magni er nú á leið inn Hvalfjörð með hvalveiðiskipið Hval 8 í dragi. 2. júlí 2018 09:56
Hvalur seldi birgðir af hval fyrir 860 milljónir Hvalur seldi hvalaafurðir fyrir 863 milljónir króna á síðasta rekstrarári félagsins sem lauk í september í fyrra. 4. júlí 2018 06:00
„Hversu oft langar ykkur að sjá þetta?“ Náttúruverndarsamtökin Sea Shepard hafa sent frá sér áróðursmyndband gegn hvalveiðum Hvals hf., sem endurvaktar voru í sumar. 6. júlí 2018 08:04