Lag af síðustu plötu Jóhanns Jóhannssonar birt Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 12. júlí 2018 16:27 Jóhann Jóhannsson tónskáld. Getty/Samir Hussein Áður en tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson lést í febrúar síðastliðnum, vann hann að kvikmyndatónlist fyrir myndina Mandy í leikstjórn Panos Cosmatos. Tilkynnt hefur verið um að tónlistin muni vera gefin út sérstaklega af plötufyrirtækjunum Lakeshore og Invada á sama degi og kvikmyndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum, 14. september. Ekki hefur verið gefinn upp frumsýningardagur hérlendis eins og er. Tónlistin fyrir myndina var unnin í sameiningu af Jóhanni og Randall Dunn. Sónlistarmaðurinn Stephen O’Malley, sem þekktastur er fyrir drunutónlist sína með sveitinni Sunn O))), ljær verkinu gítar. Hér má heyra eitt laganna úr kvikmyndinni. Mandy er hryllitryllir sem gerist á 9. áratugnum með Nicolas Cage í aðalhlutverki, og hafa gagnrýnendur haft orð á því að hann hafi sleppt sér sem aldrei fyrr í hlutverkinu. Hún var sýnd í fyrsta sinn á Sundance í janúar og fékk frábærar viðtökur. Panos hefur áður gert myndina Beyond the Black Rainbow, sem þótti heldur þunn þó að hún skaraði fram úr myndrænt. Jóhann lést 9. febrúar síðastliðinn, 48 ára gamall. Honum var lýst sem hlýjum og einstökum af þeim sem hann þekktu. Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr Mandy. Tengdar fréttir Þúsundir minnast Jóhanns á samfélagsmiðlum Greint var frá andláti Jóhanns Jóhannssonar tónskálds í dag en hann fannst látinn á heimili sínu í Berlín í gær. 10. febrúar 2018 19:45 Tvenna með tónlist úr smiðju Jóhanns Annað kvöld verða sýndar stórmyndirnar Arrival og Sicario á Stöð 2 Bíó í minningu Jóhanns Jóhannssonar tónskálds sem lést síðastliðinn föstudag. 13. febrúar 2018 13:30 Jóhann Jóhannsson látinn Jóhann Jóhannsson tónskáld er látinn. Fannst hann látinn á heimili sínu í Berlín í gær 10. febrúar 2018 17:23 Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Áður en tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson lést í febrúar síðastliðnum, vann hann að kvikmyndatónlist fyrir myndina Mandy í leikstjórn Panos Cosmatos. Tilkynnt hefur verið um að tónlistin muni vera gefin út sérstaklega af plötufyrirtækjunum Lakeshore og Invada á sama degi og kvikmyndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum, 14. september. Ekki hefur verið gefinn upp frumsýningardagur hérlendis eins og er. Tónlistin fyrir myndina var unnin í sameiningu af Jóhanni og Randall Dunn. Sónlistarmaðurinn Stephen O’Malley, sem þekktastur er fyrir drunutónlist sína með sveitinni Sunn O))), ljær verkinu gítar. Hér má heyra eitt laganna úr kvikmyndinni. Mandy er hryllitryllir sem gerist á 9. áratugnum með Nicolas Cage í aðalhlutverki, og hafa gagnrýnendur haft orð á því að hann hafi sleppt sér sem aldrei fyrr í hlutverkinu. Hún var sýnd í fyrsta sinn á Sundance í janúar og fékk frábærar viðtökur. Panos hefur áður gert myndina Beyond the Black Rainbow, sem þótti heldur þunn þó að hún skaraði fram úr myndrænt. Jóhann lést 9. febrúar síðastliðinn, 48 ára gamall. Honum var lýst sem hlýjum og einstökum af þeim sem hann þekktu. Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr Mandy.
Tengdar fréttir Þúsundir minnast Jóhanns á samfélagsmiðlum Greint var frá andláti Jóhanns Jóhannssonar tónskálds í dag en hann fannst látinn á heimili sínu í Berlín í gær. 10. febrúar 2018 19:45 Tvenna með tónlist úr smiðju Jóhanns Annað kvöld verða sýndar stórmyndirnar Arrival og Sicario á Stöð 2 Bíó í minningu Jóhanns Jóhannssonar tónskálds sem lést síðastliðinn föstudag. 13. febrúar 2018 13:30 Jóhann Jóhannsson látinn Jóhann Jóhannsson tónskáld er látinn. Fannst hann látinn á heimili sínu í Berlín í gær 10. febrúar 2018 17:23 Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Þúsundir minnast Jóhanns á samfélagsmiðlum Greint var frá andláti Jóhanns Jóhannssonar tónskálds í dag en hann fannst látinn á heimili sínu í Berlín í gær. 10. febrúar 2018 19:45
Tvenna með tónlist úr smiðju Jóhanns Annað kvöld verða sýndar stórmyndirnar Arrival og Sicario á Stöð 2 Bíó í minningu Jóhanns Jóhannssonar tónskálds sem lést síðastliðinn föstudag. 13. febrúar 2018 13:30
Jóhann Jóhannsson látinn Jóhann Jóhannsson tónskáld er látinn. Fannst hann látinn á heimili sínu í Berlín í gær 10. febrúar 2018 17:23