„Ég vil bara faðma hann“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. júlí 2018 11:47 Björgunaraðilar ferja fyrstu tvo drengina sem bjargað var úr hellinum um borð í þyrlu. Vísir/EPA Faðir eins þeirra drengja sem fastir voru í hellinum í Taílandi segir að hann bíði eftir að fá að faðma son sinn og segja honum hvað hann sé hamingusamur að sonurinn hafi komist út heill á húfi. Faðirinn beið fyrir utan hellinn á meðan björgunaraðgerðir stóðu yfir. Adisak Wongsukchan er faðir hins fjórtán ára gamla Akarat Wongsukchan sem dvaldi í hellinum í sautján daga og var meðal þeirra sem komu út úr hellinum í fyrradag. Hann var fluttur rakleiðis á sjúkrahús þar sem hann bíður nú eftir leyfi til þess að hitta foreldra sína. Adisak dvaldi sem fyrr segir við hellinn ásamt öðrum foreldrum þar sem þeir biðu eftir fregnum. Í viðtali við CNN segist hann hafa haft miklar áhyggjur af því hvort að það tækist að bjarga strákunum, hvernig honum myndi líða í myrkrinu og hvort þeir hefðu vatn og mat til þess að næra sig.Þessar áhyggjur þurrkuðust þó út þegar syni hans og þeim sem eftir voru í hellinum var bjargað út, heilum á húfi. Er hópurinn allur í ágætu ásigkomulagi miðað við að hafa dvalið í helli allan þann tíma. Er þjálfaranum meðal annars þakkað fyrir hversu vel drengirnir eru á sig komnir.Varð eftir með foreldrum þeirra sem enn biðuÍ samtali við CNN segist Adisak vera gríðarlega þakklátur fyrir þá alþjóðlegu björgunaraðgerð sem farið var í til þess að finna og bjarga drengjunum. Þakkar hann taílenska konungnum og ríkisstjórninni fyrir hversu fljótt var gripið til aðgerða.„Ég vil bara faðma hann og segja honum hvað ég sé hamingjusamur,“ sagði Adisak sem beið við hellinn ásamt foreldrum þeirra drengja sem bjargað var út í gær, þrátt fyrir að sonur hans væri þegar kominn út.„Ég lofaði hinum foreldrunum að við myndum bíða og fara saman frá hellinum. Ég ætlaði ekki að skilja þau eftir, við vorum í þessu saman,“ sagði Adisak.Þegar síðustu drengjunum og þjálfaranum var bjargað út hélt Adisak á spítalann í von um að sjá son sinn. Áður en hann yfirgaf svæðið þakkaði hann öllum þeim sem urðu á vegi hans og tóku þátt í björgunaraðgerðinni.Bíður hann nú eftir að læknar gefi grænt ljós á að hann fái að hitta son sinn.„Ég vil bara faðma hann og segja honum hvað ég er hamingjusamur.“ Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Þakkar þjálfaranum fyrir gott ástand drengjanna Læknir sem skoðað hefur drengina tólf og metið ástand þeirra eftir 17 daga dvöl í hellinum í Taílandi segir þá í góðu ástandi miðað við aðstæður. 11. júlí 2018 10:26 Rétt náðu að bjarga síðasta drengnum áður en dælan bilaði Ekki mátti miklu muna að björgun tælensku drengjanna, sem hírst höfðu í helli í rúmar 2 vikur, hefði farið út um þúfur. 11. júlí 2018 06:27 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Faðir eins þeirra drengja sem fastir voru í hellinum í Taílandi segir að hann bíði eftir að fá að faðma son sinn og segja honum hvað hann sé hamingusamur að sonurinn hafi komist út heill á húfi. Faðirinn beið fyrir utan hellinn á meðan björgunaraðgerðir stóðu yfir. Adisak Wongsukchan er faðir hins fjórtán ára gamla Akarat Wongsukchan sem dvaldi í hellinum í sautján daga og var meðal þeirra sem komu út úr hellinum í fyrradag. Hann var fluttur rakleiðis á sjúkrahús þar sem hann bíður nú eftir leyfi til þess að hitta foreldra sína. Adisak dvaldi sem fyrr segir við hellinn ásamt öðrum foreldrum þar sem þeir biðu eftir fregnum. Í viðtali við CNN segist hann hafa haft miklar áhyggjur af því hvort að það tækist að bjarga strákunum, hvernig honum myndi líða í myrkrinu og hvort þeir hefðu vatn og mat til þess að næra sig.Þessar áhyggjur þurrkuðust þó út þegar syni hans og þeim sem eftir voru í hellinum var bjargað út, heilum á húfi. Er hópurinn allur í ágætu ásigkomulagi miðað við að hafa dvalið í helli allan þann tíma. Er þjálfaranum meðal annars þakkað fyrir hversu vel drengirnir eru á sig komnir.Varð eftir með foreldrum þeirra sem enn biðuÍ samtali við CNN segist Adisak vera gríðarlega þakklátur fyrir þá alþjóðlegu björgunaraðgerð sem farið var í til þess að finna og bjarga drengjunum. Þakkar hann taílenska konungnum og ríkisstjórninni fyrir hversu fljótt var gripið til aðgerða.„Ég vil bara faðma hann og segja honum hvað ég sé hamingjusamur,“ sagði Adisak sem beið við hellinn ásamt foreldrum þeirra drengja sem bjargað var út í gær, þrátt fyrir að sonur hans væri þegar kominn út.„Ég lofaði hinum foreldrunum að við myndum bíða og fara saman frá hellinum. Ég ætlaði ekki að skilja þau eftir, við vorum í þessu saman,“ sagði Adisak.Þegar síðustu drengjunum og þjálfaranum var bjargað út hélt Adisak á spítalann í von um að sjá son sinn. Áður en hann yfirgaf svæðið þakkaði hann öllum þeim sem urðu á vegi hans og tóku þátt í björgunaraðgerðinni.Bíður hann nú eftir að læknar gefi grænt ljós á að hann fái að hitta son sinn.„Ég vil bara faðma hann og segja honum hvað ég er hamingjusamur.“
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Þakkar þjálfaranum fyrir gott ástand drengjanna Læknir sem skoðað hefur drengina tólf og metið ástand þeirra eftir 17 daga dvöl í hellinum í Taílandi segir þá í góðu ástandi miðað við aðstæður. 11. júlí 2018 10:26 Rétt náðu að bjarga síðasta drengnum áður en dælan bilaði Ekki mátti miklu muna að björgun tælensku drengjanna, sem hírst höfðu í helli í rúmar 2 vikur, hefði farið út um þúfur. 11. júlí 2018 06:27 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Þakkar þjálfaranum fyrir gott ástand drengjanna Læknir sem skoðað hefur drengina tólf og metið ástand þeirra eftir 17 daga dvöl í hellinum í Taílandi segir þá í góðu ástandi miðað við aðstæður. 11. júlí 2018 10:26
Rétt náðu að bjarga síðasta drengnum áður en dælan bilaði Ekki mátti miklu muna að björgun tælensku drengjanna, sem hírst höfðu í helli í rúmar 2 vikur, hefði farið út um þúfur. 11. júlí 2018 06:27