Skipan dómstóla í Póllandi veki hugrenningatengsl við Ísland Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 11. júlí 2018 07:00 Vilhjálmur Vilhjálmsson krafðist þess fyrir Landsrétti að Arnfríður Einarsdóttir viki sæti í máli skjólstæðings hans. Fréttablaðið/Eyþór „Þótt ég vilji ekki jafna því saman sem gerst hefur hér á landi og stöðu dómstóla í Póllandi og Tyrklandi, þá eru auðvitað viss líkindi, sérstaklega með Póllandi, sem vekja með manni ákveðin hugrenningatengsl,“ segir Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Dómarafélags Íslands, um líkindi umdeildra afskipta pólskra stjórnvalda af skipun hæstaréttar landsins er fjölda dómara var vikið úr dómstólnum og nýir skipaðir í staðinn.Í aðsendri grein í blaðinu í gær varpar Vilhjálmur Vilhjálmsson lögmaður upp áleitnum spurningum um líkindi með þeirri réttaróvissu sem ríkir í Póllandi og skipan dómara í Landsrétt hér á landi, sem Hæstiréttur dæmdi ólögmæta. Pólsk stjórnvöld hafa undanfarið sætt harðri gagnrýni vegna málsins og framkvæmdastjórn ESB hefur þegar vísað málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE). Í umfjöllun um málið á alþjóðavettvangi hefur verið vísað til réttaróöryggis vegna óvissu um gildi þeirra dóma sem nýju dómararnir við hæstarétt Póllands munu dæma. Þó að MDE geti ekki fellt dóma úr gildi, heldur eingöngu kveðið upp úr um hvort skipan dómsins brjóti í bága við Mannréttindasáttmálann, lýtur kvörturnarefnið til Mannréttindadómstólsins vegna Landsréttarmálsins að þeirri sömu réttaróvissu og ríkir í Póllandi. Małgorzata Gersdorf, forseti Hæstaréttar Póllands, hefur barist hatrammlega gegn breytingunum.Wikipedia Commons Það er, hvort þeir dómar Landsréttar sem dæmdir hafa verið af dómurum sem skipaðir voru með ólögmætum hætti samkvæmt niðurstöðu Hæstaréttar frá því í fyrra, geti talist í samræmi við Mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð. Landsréttarmálið fær flýtimeðferð hjá MDE sem svaraði kvörtuninni og óskaði viðbragða frá íslenskum stjórnvöldum, með vísan til þess að málið væri mögulega fordæmismál. „Hvernig dómstóllinn bregst við og hvernig hann hefur brugðist við fram til þessa, varpar ljósi á hve alvarlegt málið er og sýnir hvernig afskipti framkvæmdarvaldsins hafa verið með skipun dómara sem er áhyggjuefni,“ segir Ingibjörg. Hún ítrekar þó að dómstóllinn geti ekki fellt dóma úr gildi. „En ef kveðinn yrði upp áfellisdómur yfir þessari meðferð framkvæmdarvaldsins er auðvitað ekkert annað í stöðunni en að axla ábyrgð á því,“ segir Ingibjörg. Hún segir orðspor íslenska dómskerfisins í húfi. „Þetta er auðvitað vandi okkar í hnotskurn. Það er svo erfitt að byggja upp traust ef við getum ekki skapað varanlegan frið um hluti eins og skipan dómara. Og það er okkar innanlandsvandi sem nú vekur athygli út fyrir landsteinana.” Vísað til rússneskra fordæma frá Mannréttindadómstólnum Í erindi Mannréttindadómstólsins til íslenskra stjórnvalda er vísað til fyrri fordæma dómsins. Meðal annars til dóms í máli Ilatovskiy gegn Rússlandi frá 2009 en í niðurstöðu þess máls segir að skilyrði Mannréttindasáttmálans um að skipun dómstóla skuli ákveðin með lögum, taki ekki eingöngu til þess að dómstólar séu settir á laggirnar með lögum heldur einnig til lögmætis skipunar dóms í hverju máli fyrir sig. Í málinu komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að tveir dómarar í máli þess sem kvartaði hefðu ekki verið skipaðir með lögmætum hætti og þar af leiðandi gæti dómstóllinn ekki fallist á að skipan dómstólsins sem dæmdi mál hans væri ákveðin með lögum, eins og 6. gr. sáttmálans mælir fyrir um. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ísland Pólland Það berast af því fréttir að ekkert réttaröryggi sé í Póllandi og ástandið minni á einræðisríki. 10. júlí 2018 07:00 Þvinga dómara fyrr á eftirlaun Pólsk stjórnvöld ætla að þvinga 27 af 72 hæstaréttardómurum til að fara fyrr á eftirlaun, það er 65 ára í stað 70 ára. 3. júlí 2018 06:00 Ætlar að mæta áfram til vinnu þrátt fyrir ný lög Forseti hæstaréttar Póllands sór þess eið í gær að berjast gegn nýjum lögum þar í landi sem lækka eftirlaunaaldur hæstaréttardómara. 4. júlí 2018 06:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Þótt ég vilji ekki jafna því saman sem gerst hefur hér á landi og stöðu dómstóla í Póllandi og Tyrklandi, þá eru auðvitað viss líkindi, sérstaklega með Póllandi, sem vekja með manni ákveðin hugrenningatengsl,“ segir Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Dómarafélags Íslands, um líkindi umdeildra afskipta pólskra stjórnvalda af skipun hæstaréttar landsins er fjölda dómara var vikið úr dómstólnum og nýir skipaðir í staðinn.Í aðsendri grein í blaðinu í gær varpar Vilhjálmur Vilhjálmsson lögmaður upp áleitnum spurningum um líkindi með þeirri réttaróvissu sem ríkir í Póllandi og skipan dómara í Landsrétt hér á landi, sem Hæstiréttur dæmdi ólögmæta. Pólsk stjórnvöld hafa undanfarið sætt harðri gagnrýni vegna málsins og framkvæmdastjórn ESB hefur þegar vísað málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE). Í umfjöllun um málið á alþjóðavettvangi hefur verið vísað til réttaróöryggis vegna óvissu um gildi þeirra dóma sem nýju dómararnir við hæstarétt Póllands munu dæma. Þó að MDE geti ekki fellt dóma úr gildi, heldur eingöngu kveðið upp úr um hvort skipan dómsins brjóti í bága við Mannréttindasáttmálann, lýtur kvörturnarefnið til Mannréttindadómstólsins vegna Landsréttarmálsins að þeirri sömu réttaróvissu og ríkir í Póllandi. Małgorzata Gersdorf, forseti Hæstaréttar Póllands, hefur barist hatrammlega gegn breytingunum.Wikipedia Commons Það er, hvort þeir dómar Landsréttar sem dæmdir hafa verið af dómurum sem skipaðir voru með ólögmætum hætti samkvæmt niðurstöðu Hæstaréttar frá því í fyrra, geti talist í samræmi við Mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð. Landsréttarmálið fær flýtimeðferð hjá MDE sem svaraði kvörtuninni og óskaði viðbragða frá íslenskum stjórnvöldum, með vísan til þess að málið væri mögulega fordæmismál. „Hvernig dómstóllinn bregst við og hvernig hann hefur brugðist við fram til þessa, varpar ljósi á hve alvarlegt málið er og sýnir hvernig afskipti framkvæmdarvaldsins hafa verið með skipun dómara sem er áhyggjuefni,“ segir Ingibjörg. Hún ítrekar þó að dómstóllinn geti ekki fellt dóma úr gildi. „En ef kveðinn yrði upp áfellisdómur yfir þessari meðferð framkvæmdarvaldsins er auðvitað ekkert annað í stöðunni en að axla ábyrgð á því,“ segir Ingibjörg. Hún segir orðspor íslenska dómskerfisins í húfi. „Þetta er auðvitað vandi okkar í hnotskurn. Það er svo erfitt að byggja upp traust ef við getum ekki skapað varanlegan frið um hluti eins og skipan dómara. Og það er okkar innanlandsvandi sem nú vekur athygli út fyrir landsteinana.” Vísað til rússneskra fordæma frá Mannréttindadómstólnum Í erindi Mannréttindadómstólsins til íslenskra stjórnvalda er vísað til fyrri fordæma dómsins. Meðal annars til dóms í máli Ilatovskiy gegn Rússlandi frá 2009 en í niðurstöðu þess máls segir að skilyrði Mannréttindasáttmálans um að skipun dómstóla skuli ákveðin með lögum, taki ekki eingöngu til þess að dómstólar séu settir á laggirnar með lögum heldur einnig til lögmætis skipunar dóms í hverju máli fyrir sig. Í málinu komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að tveir dómarar í máli þess sem kvartaði hefðu ekki verið skipaðir með lögmætum hætti og þar af leiðandi gæti dómstóllinn ekki fallist á að skipan dómstólsins sem dæmdi mál hans væri ákveðin með lögum, eins og 6. gr. sáttmálans mælir fyrir um.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ísland Pólland Það berast af því fréttir að ekkert réttaröryggi sé í Póllandi og ástandið minni á einræðisríki. 10. júlí 2018 07:00 Þvinga dómara fyrr á eftirlaun Pólsk stjórnvöld ætla að þvinga 27 af 72 hæstaréttardómurum til að fara fyrr á eftirlaun, það er 65 ára í stað 70 ára. 3. júlí 2018 06:00 Ætlar að mæta áfram til vinnu þrátt fyrir ný lög Forseti hæstaréttar Póllands sór þess eið í gær að berjast gegn nýjum lögum þar í landi sem lækka eftirlaunaaldur hæstaréttardómara. 4. júlí 2018 06:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Ísland Pólland Það berast af því fréttir að ekkert réttaröryggi sé í Póllandi og ástandið minni á einræðisríki. 10. júlí 2018 07:00
Þvinga dómara fyrr á eftirlaun Pólsk stjórnvöld ætla að þvinga 27 af 72 hæstaréttardómurum til að fara fyrr á eftirlaun, það er 65 ára í stað 70 ára. 3. júlí 2018 06:00
Ætlar að mæta áfram til vinnu þrátt fyrir ný lög Forseti hæstaréttar Póllands sór þess eið í gær að berjast gegn nýjum lögum þar í landi sem lækka eftirlaunaaldur hæstaréttardómara. 4. júlí 2018 06:00