Ríkisstjórn May kynnir Brexit-skýrslu í vikunni í skugga innanflokksátaka Kjartan Kjartansson skrifar 10. júlí 2018 12:21 May forsætisráðherra eftir ríkisstjórnarfund í hádeginu í dag. Vísir/EPA Nýir ráðherrar tóku sæti á sínum fyrsta ríkisstjórnarfundi í dag eftir afsagnir tveggja áhrifamikilla ráðherra úr ríkisstjórn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. Ríkisstjórnin ætlar að kynna skýrslu um áætlun sína um Brexit á fimmtudag þrátt fyrir ólgu og óvissu um framtíð May sem leiðtoga flokks síns og ríkisstjórnarinnar. Boris Johnson, utanríkisráðherra, og David Davis, aðalsamningamaður ríkisstjórnarinnar við Evrópusambandið um útgöngu Breta, sögðu af sér í kjölfar fundar á föstudag þar sem May lagði fram áætlun sína um hvernig sambandi Bretlands við ESB yrði háttað í framtíðinni. Tvímenningarnir og fleiri Brexit-harðlínumenn innan Íhaldsflokksins telja áætlun May ekki ganga nógu langt í að slíta á tengsl Bretlands við Evrópusambandið. „Draumurinn um Brexit er að deyja, kæfður af óþarfa sjálfsefa,“ sagði Johnson í afsagnarbréfi sínu til May. Davis sagði að Bretland myndi gefa of mikið eftir og of auðveldlega í viðræðum við ESB. Fleiri lægra settir meðlimir í stjórn May hafa einnig sagt af sér vegna óánægju með áætlun hennar. Jeremy Hunt, sem áður var heilbrigðisráðherra, hefur tekið við sem utanríkisráðherra. Dominic Raab tekur við forystu viðræðna við ESB. Honum er lýst sem einörðum stuðningsmanni útgöngunnar úr ESB.Hóta vantrausti en hafa líklega ekki atkvæðinThe Guardian segir að ríkisstjórnin ætli að kynna hvítbók sína um Brexit á fimmtudag en vangaveltur höfðu verið uppi um að birtingu hennar yrði frestað fram í næstu viku vegna óróans innan ríkisstjórnarinnar síðustu daga. Bretar eiga að ganga úr Evrópusambandinu eftir mars á næsta ári en lítið hefur miðað í viðræðum þeirra um hvernig sambandi þeirra verður háttað eftir útgönguna, meðal annars vegna klofnings innan Íhaldsflokks May. Í Brussel segir breska ríkisútvarpið BBC að ráðamenn ESB óttist að óeiningin í röðum breskra íhaldsmanna eigi eftir að leiða til þess að Bretar gangi út án samkomulags um viðskipti og önnur mál. Tíminn til að ná samkomulagi sé einfaldlega orðin of naumur. Ekki sér fyrir endann á innanflokksátökunum. Harðlínumennirnir eru sagðir hafa hótað því að leggja fram vantraust á forystu May innan flokksins. Talið er að þeir hafi stuðning 48 þingmanna flokksins sem til þarf fyrir vantraust. Politico segir að þeir séu hins vegar fjarri þeim 159 þingmönnum sem þarf til að samþykkja það. Brexit Tengdar fréttir Undirbúa vantraust á ríkisstjórn Theresu May Breskir fjölmiðlar fullyrða að vantrauststillaga verði lögð fram á ríkisstjórn Theresu May á morgun að öllu óbreyttu. 9. júlí 2018 16:37 Boris Johnson segir af sér Boris Johnson hefur sagt af sér sem utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 14:05 Jeremy Hunt nýr utanríkisráðherra Bretlands Mitt í óreiðuástandinu sem er uppi í breskum stjórnmálum eftir að utanríkisráðherra og brexitmálaráðherra sögðu af sér í dag var Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbriðisráðherra í ríkisstjórn Thereseu May, skipaður nýr utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 22:17 Brexitmálaráðherrann segir af sér David Davis hefur sagt af sér embætti sem Brexitmálaráðherra Bretlands. 8. júlí 2018 23:02 Dominic Raab nýr Brexitmálaráðherra David Davis sagði af sér embætti í gærkvöldi. 9. júlí 2018 09:31 Spenna innan bresku ríkisstjórnarinnar fyrir Brexit-uppgjör Breska ríkisstjórnin reynir að stilla saman strengi sína varðandi Brexit á fundi utan við London í dag. Jafnvel er búist við afsögnum ráðherra. 6. júlí 2018 12:14 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Nýir ráðherrar tóku sæti á sínum fyrsta ríkisstjórnarfundi í dag eftir afsagnir tveggja áhrifamikilla ráðherra úr ríkisstjórn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. Ríkisstjórnin ætlar að kynna skýrslu um áætlun sína um Brexit á fimmtudag þrátt fyrir ólgu og óvissu um framtíð May sem leiðtoga flokks síns og ríkisstjórnarinnar. Boris Johnson, utanríkisráðherra, og David Davis, aðalsamningamaður ríkisstjórnarinnar við Evrópusambandið um útgöngu Breta, sögðu af sér í kjölfar fundar á föstudag þar sem May lagði fram áætlun sína um hvernig sambandi Bretlands við ESB yrði háttað í framtíðinni. Tvímenningarnir og fleiri Brexit-harðlínumenn innan Íhaldsflokksins telja áætlun May ekki ganga nógu langt í að slíta á tengsl Bretlands við Evrópusambandið. „Draumurinn um Brexit er að deyja, kæfður af óþarfa sjálfsefa,“ sagði Johnson í afsagnarbréfi sínu til May. Davis sagði að Bretland myndi gefa of mikið eftir og of auðveldlega í viðræðum við ESB. Fleiri lægra settir meðlimir í stjórn May hafa einnig sagt af sér vegna óánægju með áætlun hennar. Jeremy Hunt, sem áður var heilbrigðisráðherra, hefur tekið við sem utanríkisráðherra. Dominic Raab tekur við forystu viðræðna við ESB. Honum er lýst sem einörðum stuðningsmanni útgöngunnar úr ESB.Hóta vantrausti en hafa líklega ekki atkvæðinThe Guardian segir að ríkisstjórnin ætli að kynna hvítbók sína um Brexit á fimmtudag en vangaveltur höfðu verið uppi um að birtingu hennar yrði frestað fram í næstu viku vegna óróans innan ríkisstjórnarinnar síðustu daga. Bretar eiga að ganga úr Evrópusambandinu eftir mars á næsta ári en lítið hefur miðað í viðræðum þeirra um hvernig sambandi þeirra verður háttað eftir útgönguna, meðal annars vegna klofnings innan Íhaldsflokks May. Í Brussel segir breska ríkisútvarpið BBC að ráðamenn ESB óttist að óeiningin í röðum breskra íhaldsmanna eigi eftir að leiða til þess að Bretar gangi út án samkomulags um viðskipti og önnur mál. Tíminn til að ná samkomulagi sé einfaldlega orðin of naumur. Ekki sér fyrir endann á innanflokksátökunum. Harðlínumennirnir eru sagðir hafa hótað því að leggja fram vantraust á forystu May innan flokksins. Talið er að þeir hafi stuðning 48 þingmanna flokksins sem til þarf fyrir vantraust. Politico segir að þeir séu hins vegar fjarri þeim 159 þingmönnum sem þarf til að samþykkja það.
Brexit Tengdar fréttir Undirbúa vantraust á ríkisstjórn Theresu May Breskir fjölmiðlar fullyrða að vantrauststillaga verði lögð fram á ríkisstjórn Theresu May á morgun að öllu óbreyttu. 9. júlí 2018 16:37 Boris Johnson segir af sér Boris Johnson hefur sagt af sér sem utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 14:05 Jeremy Hunt nýr utanríkisráðherra Bretlands Mitt í óreiðuástandinu sem er uppi í breskum stjórnmálum eftir að utanríkisráðherra og brexitmálaráðherra sögðu af sér í dag var Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbriðisráðherra í ríkisstjórn Thereseu May, skipaður nýr utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 22:17 Brexitmálaráðherrann segir af sér David Davis hefur sagt af sér embætti sem Brexitmálaráðherra Bretlands. 8. júlí 2018 23:02 Dominic Raab nýr Brexitmálaráðherra David Davis sagði af sér embætti í gærkvöldi. 9. júlí 2018 09:31 Spenna innan bresku ríkisstjórnarinnar fyrir Brexit-uppgjör Breska ríkisstjórnin reynir að stilla saman strengi sína varðandi Brexit á fundi utan við London í dag. Jafnvel er búist við afsögnum ráðherra. 6. júlí 2018 12:14 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Undirbúa vantraust á ríkisstjórn Theresu May Breskir fjölmiðlar fullyrða að vantrauststillaga verði lögð fram á ríkisstjórn Theresu May á morgun að öllu óbreyttu. 9. júlí 2018 16:37
Boris Johnson segir af sér Boris Johnson hefur sagt af sér sem utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 14:05
Jeremy Hunt nýr utanríkisráðherra Bretlands Mitt í óreiðuástandinu sem er uppi í breskum stjórnmálum eftir að utanríkisráðherra og brexitmálaráðherra sögðu af sér í dag var Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbriðisráðherra í ríkisstjórn Thereseu May, skipaður nýr utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 22:17
Brexitmálaráðherrann segir af sér David Davis hefur sagt af sér embætti sem Brexitmálaráðherra Bretlands. 8. júlí 2018 23:02
Spenna innan bresku ríkisstjórnarinnar fyrir Brexit-uppgjör Breska ríkisstjórnin reynir að stilla saman strengi sína varðandi Brexit á fundi utan við London í dag. Jafnvel er búist við afsögnum ráðherra. 6. júlí 2018 12:14