Samheldni Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 10. júlí 2018 10:00 Sama hver niðurstaðan verður af leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem hefst í Brussel í dag er ljóst að hún verður söguleg. Fari svo að leiðtogar NATO-ríkjanna takist í hendur að fundarhöldum loknum og lýsi því yfir að bandalagið hafi aldrei staðið styrkari fótum, að samheldni aðildarríkjanna hafi aldrei verið meiri, þá verður það óvænt, en ólíklegt, fagnaðarefni. Mun líklegra er að óreiða muni einkenna viðræðurnar. Ástæðan fyrir því eru auðvitað markvissar og ítrekaðar tilraunir Donalds Trump Bandaríkjaforseta til að grafa undan hinu víðtæka, fjölþjóðlega samstarfi sem hefur frá lokum seinni heimsstyrjaldar stuðlað að einhverri mestu velsæld í mannkynssögunni. Bandaríkin, í krafti sínum sem mesta efnahags- og hernaðarveldi veraldar, hefur um áratuga skeið myndað hryggjarstykkið í Atlantshafsbandalaginu. Þau greiða fyrir um 70 prósent af heildarútgjöldum NATO. Flestir taka undir að öðrum aðildarríkjum beri að auka hernaðarleg útgjöld sín til að koma til móts við Bandaríkjamenn. Slíkt hefur margoft verið til umræðu á vettvangi bandalagsins. Í þau skipti hafa forverar Trumps falið ráðgjöfum sínum og embættismönnum að sjá um útgjaldamálin. Núna, hins vegar, er staðan önnur. Bandaríkjaforseti mætir til fundarhalda í Brussel með það yfirlýsta markmið að ræða hernaðarleg útgjöld ríkjanna. Heima fyrir hefur Trump verið skýr í afstöðu sinni: „Þið verðið að fara að borga reikningana ykkar. Bandaríkin munu ekki sjá um allt fyrir ykkur.“ Nei, í stað áframhaldandi samheldni verður niðurstaðan af leiðtogafundinum í Brussel mun frekar í anda G7-fundarins; óreiða og tregða. Ekkert hernaðarbandalag í sögunni státar af jafn góðum árangri og NATO, þó svo að sambandið hafi oft, og jafnvel ítrekað, misstigið sig. Þrátt fyrir tæplega 70 ár af tiltölulega farsælu samstarfi ríkjanna byggir það í raun á nokkuð einföldum grundvelli – grunni sem í dag virðist vera ansi brothættur – sem er vilji Bandaríkjanna til að skerast í leikinn og koma bandamönnum sínum til hjálpar þegar þörf krefst. Vonast er til að aðildarríkin samþykki í Brussel að stórefla viðbúnað vegna tilrauna Rússlands til að grafa undan vestrænni samvinnu og aukinna umsvifa landsins í Austur-Evrópu. Ekki er hægt að segja að fyrri verk Vladímírs Pútín gefi ástæðu til bjartsýni á að NATO Trumps, sem ítrekað hefur látið í ljós aðdáun sína í garð einræðisherra á borð við Kim jong-un og Pútín, geti beitt sér af fullu afli í þessu verkefni. Í dag eru lýðræðisleg gildi víða fótum troðin, og gagnvart þessari ógn er samheldni og traust þeirra ríkja sem berjast fyrir mannréttindum, hagsæld og lýðræði lykilatriði. Það er óskandi að fulltrúar Íslands á leiðtogafundinum í Brussel leggi sitt af mörkum, svo tekið verði eftir, til að viðhalda farsælu samstarfi NATO-ríkjanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson NATO Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Sama hver niðurstaðan verður af leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem hefst í Brussel í dag er ljóst að hún verður söguleg. Fari svo að leiðtogar NATO-ríkjanna takist í hendur að fundarhöldum loknum og lýsi því yfir að bandalagið hafi aldrei staðið styrkari fótum, að samheldni aðildarríkjanna hafi aldrei verið meiri, þá verður það óvænt, en ólíklegt, fagnaðarefni. Mun líklegra er að óreiða muni einkenna viðræðurnar. Ástæðan fyrir því eru auðvitað markvissar og ítrekaðar tilraunir Donalds Trump Bandaríkjaforseta til að grafa undan hinu víðtæka, fjölþjóðlega samstarfi sem hefur frá lokum seinni heimsstyrjaldar stuðlað að einhverri mestu velsæld í mannkynssögunni. Bandaríkin, í krafti sínum sem mesta efnahags- og hernaðarveldi veraldar, hefur um áratuga skeið myndað hryggjarstykkið í Atlantshafsbandalaginu. Þau greiða fyrir um 70 prósent af heildarútgjöldum NATO. Flestir taka undir að öðrum aðildarríkjum beri að auka hernaðarleg útgjöld sín til að koma til móts við Bandaríkjamenn. Slíkt hefur margoft verið til umræðu á vettvangi bandalagsins. Í þau skipti hafa forverar Trumps falið ráðgjöfum sínum og embættismönnum að sjá um útgjaldamálin. Núna, hins vegar, er staðan önnur. Bandaríkjaforseti mætir til fundarhalda í Brussel með það yfirlýsta markmið að ræða hernaðarleg útgjöld ríkjanna. Heima fyrir hefur Trump verið skýr í afstöðu sinni: „Þið verðið að fara að borga reikningana ykkar. Bandaríkin munu ekki sjá um allt fyrir ykkur.“ Nei, í stað áframhaldandi samheldni verður niðurstaðan af leiðtogafundinum í Brussel mun frekar í anda G7-fundarins; óreiða og tregða. Ekkert hernaðarbandalag í sögunni státar af jafn góðum árangri og NATO, þó svo að sambandið hafi oft, og jafnvel ítrekað, misstigið sig. Þrátt fyrir tæplega 70 ár af tiltölulega farsælu samstarfi ríkjanna byggir það í raun á nokkuð einföldum grundvelli – grunni sem í dag virðist vera ansi brothættur – sem er vilji Bandaríkjanna til að skerast í leikinn og koma bandamönnum sínum til hjálpar þegar þörf krefst. Vonast er til að aðildarríkin samþykki í Brussel að stórefla viðbúnað vegna tilrauna Rússlands til að grafa undan vestrænni samvinnu og aukinna umsvifa landsins í Austur-Evrópu. Ekki er hægt að segja að fyrri verk Vladímírs Pútín gefi ástæðu til bjartsýni á að NATO Trumps, sem ítrekað hefur látið í ljós aðdáun sína í garð einræðisherra á borð við Kim jong-un og Pútín, geti beitt sér af fullu afli í þessu verkefni. Í dag eru lýðræðisleg gildi víða fótum troðin, og gagnvart þessari ógn er samheldni og traust þeirra ríkja sem berjast fyrir mannréttindum, hagsæld og lýðræði lykilatriði. Það er óskandi að fulltrúar Íslands á leiðtogafundinum í Brussel leggi sitt af mörkum, svo tekið verði eftir, til að viðhalda farsælu samstarfi NATO-ríkjanna.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun