Opið bréf til menntamálaráðherra Guðni Þór Þrándarson skrifar 26. júlí 2018 07:00 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Ég vil trúa því að þú einlæglega viljir bæta grunnskólana okkar. Flestir átta sig á því að skólakerfið er að mörgu leyti alveg úrelt og að það þyrfti að verða t.d. mikið einstaklingsmiðaðra. Þó er gríðarleg tregða í kerfiskörlunum okkar, þeim finnst þetta bara ágætt eins og það er, og ýmsar tilraunir til bóta enda í skýrslumýri eða verulega útþynntar. Ef við erum hreinskilin við okkur sjálf, ættum við foreldrar að viðurkenna að við erum búin að afhenda þeim alla ábyrgð (og þar með vald) yfir námi barnanna. Sumum finnst það ágætt, og bara fínt að geta unnið frá 8-16 alla virka daga. Þetta kemur hins vegar niður á frelsi barnanna og ábyrgð á eigin námi, sem er frumundirstaða góðs námsárangurs. Hvað höfum við svo upp úr því að vinna svona mikið, annað en háar vaxtagreiðslur, skatta o.s.frv.? Orðið skólafangelsun á vel við um ástand barnanna, því þau ráða hvorki hvort þau mæta þangað, né hvað þau gera þegar þangað er komið. Ein versta reglugerð landsins endurspeglar vandann: Reglugerð um heimakennslu gefur aðeins kennurum færi á þeim forréttindum að kenna heima, þótt starfandi séu réttindalausir kennarar í sumum skólum; skýrt brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Heimakennsla hefur mikla kosti og hún á að vera raunverulegur valkostur, en það er líka hægt að gera skólana sjálfa frjálsari. Heimakennsla tengir nemendur t.d. betur við nærsamfélagið sitt, og gerir þá færari í félagslegum samskiptum (öfugt við það sem margir halda). Það er hugmyndin á bak við Sudbury-skóla, sem byggja á jöfnum atkvæðisrétti kennara og nemenda, og því að nemendur hafi fulla stjórn á því hvað þeir vilji læra og hvenær þeir mæti til skóla (annar galli sem margoft hefur verið bent á er að íslenskir unglingar eru af lífeðlisfræðilegum ástæðum hálfsofandi fyrstu tíma dagsins). Það er ekki hægt að vera með slíka skóla í dag því aðalnámskráin gerir kröfur um tiltekið nám og ákveðnar matsaðferðir (próf o.þ.h.), en í Sudbury-kerfinu er enginn skyldaður í ákveðin fög eða próf. Slíkir skólar hafa skilað framúrskarandi nemendum víða um heim frá því sá fyrsti byrjaði 1968 í BNA. Grunnskólinn í Hrísey hafði það hugrekki að byrja með Sudbury-vikur í skólanum og áhugi stendur til að gera skólann að fullum Sudbury-skóla, sem myndi laða að fleiri börn í þetta viðkvæma samfélag. Áhættan af því að ráðast að fullu í þetta tilraunaverkefni hér er sama og engin, en ávinningurinn gæti orðið fyrirmynd fyrir aðra skóla um allt land. Vonandi munt þú sýna pólitískt hugrekki og færa íslenska skólakerfið inn í 21. öldina.Höfundur er í Samtökum um betri skóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Ég vil trúa því að þú einlæglega viljir bæta grunnskólana okkar. Flestir átta sig á því að skólakerfið er að mörgu leyti alveg úrelt og að það þyrfti að verða t.d. mikið einstaklingsmiðaðra. Þó er gríðarleg tregða í kerfiskörlunum okkar, þeim finnst þetta bara ágætt eins og það er, og ýmsar tilraunir til bóta enda í skýrslumýri eða verulega útþynntar. Ef við erum hreinskilin við okkur sjálf, ættum við foreldrar að viðurkenna að við erum búin að afhenda þeim alla ábyrgð (og þar með vald) yfir námi barnanna. Sumum finnst það ágætt, og bara fínt að geta unnið frá 8-16 alla virka daga. Þetta kemur hins vegar niður á frelsi barnanna og ábyrgð á eigin námi, sem er frumundirstaða góðs námsárangurs. Hvað höfum við svo upp úr því að vinna svona mikið, annað en háar vaxtagreiðslur, skatta o.s.frv.? Orðið skólafangelsun á vel við um ástand barnanna, því þau ráða hvorki hvort þau mæta þangað, né hvað þau gera þegar þangað er komið. Ein versta reglugerð landsins endurspeglar vandann: Reglugerð um heimakennslu gefur aðeins kennurum færi á þeim forréttindum að kenna heima, þótt starfandi séu réttindalausir kennarar í sumum skólum; skýrt brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Heimakennsla hefur mikla kosti og hún á að vera raunverulegur valkostur, en það er líka hægt að gera skólana sjálfa frjálsari. Heimakennsla tengir nemendur t.d. betur við nærsamfélagið sitt, og gerir þá færari í félagslegum samskiptum (öfugt við það sem margir halda). Það er hugmyndin á bak við Sudbury-skóla, sem byggja á jöfnum atkvæðisrétti kennara og nemenda, og því að nemendur hafi fulla stjórn á því hvað þeir vilji læra og hvenær þeir mæti til skóla (annar galli sem margoft hefur verið bent á er að íslenskir unglingar eru af lífeðlisfræðilegum ástæðum hálfsofandi fyrstu tíma dagsins). Það er ekki hægt að vera með slíka skóla í dag því aðalnámskráin gerir kröfur um tiltekið nám og ákveðnar matsaðferðir (próf o.þ.h.), en í Sudbury-kerfinu er enginn skyldaður í ákveðin fög eða próf. Slíkir skólar hafa skilað framúrskarandi nemendum víða um heim frá því sá fyrsti byrjaði 1968 í BNA. Grunnskólinn í Hrísey hafði það hugrekki að byrja með Sudbury-vikur í skólanum og áhugi stendur til að gera skólann að fullum Sudbury-skóla, sem myndi laða að fleiri börn í þetta viðkvæma samfélag. Áhættan af því að ráðast að fullu í þetta tilraunaverkefni hér er sama og engin, en ávinningurinn gæti orðið fyrirmynd fyrir aðra skóla um allt land. Vonandi munt þú sýna pólitískt hugrekki og færa íslenska skólakerfið inn í 21. öldina.Höfundur er í Samtökum um betri skóla
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun