Íslandsmeistari með Keflavík skrifar NBA-söguna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2018 13:30 Jenny Boucek fagnar hér Íslandsmeistaratitli með Keflavík vorið 1998. Vísir/Brynjar Gauti Jennifer Boucek er einn af eftirminnilegustu bandarísku leikmönnunum sem hafa spilað í íslensku kvennadeildinni í körfubolta og nú tuttugu árum síðar er hún að stíga söguleg skref í NBA-deildinni í körfubolta. Tveir stærstu draumar Jennifer Boucek eru nefnilega að rætast og það þykir mörgum magnað afrek að henni sé að takast að upplifa þá báða á sama tíma. Jennifer Boucek er að fara að eignast sitt fyrsta barn á sama tíma og hún hefur ráðið sig sem aðstoðarþjálfara NBA-liðsins Dallas Mavericks. Boucek er fyrsta konan til að starfa í þjálfaraliði Dallas-liðsins. Boucek hafði áður unnið með leikmönnum hjá Sacramento Kings og varð þá þriðja konan til að fá starf sem aðstoðarþjálfari í NBA. Jennifer Boucek spilaði með Keflavík tímabilið 1997-98 og varð þá tvöfaldur meistari. Hún var mikill leiðtogi, frábær varnarmaður og mjög öflugur leikstjórnandi. Boucek var með 18,2 stig, 5,0 stolna bolta og 3,2 stoðsendingar að meðaltali í úrslitakeppninni 1998. Hér má sjá tölfræði liðsins. Boucek hafði áður spilað í WNBA-deildinni með Cleveland Rockers en varð að leggja skóna á hilluna sumarið 1998 vegna bakmeiðsla. Leikirnir með Keflavík urðu því síðustu leikirnir hennar á ferlinum. Boucek yfirgaf hinsvegar ekki körfuboltann því hún réði sig sem aðstoðarþjálfara í WNBA-deildinni sumarið 1999 og fékk síðan sína fyrstu aðalþjálfarastöðu hjá Sacramento Monarchs árið 2007. Boucek tók síðan við liði Seattle Storm og þjálfaði það frá 2015 til 2017. Eftir að hún missti starfið hjá Storm opnuðust tækifæri fyrir hana í NBA-deildinni. Hún hefur verið góður vinur Rick Carlisle, þjálfara Dallas Mavericks, í langan tíma og hann er tilbúinn að gefa henni þetta stóra tækifæri og það þótt að það standi mikið til í hennar persónulega lífi. Boucek hefur síðan verið að reyna að verða ófrísk í nokkurn tíma en hún er orðinn 44 ára gömul og er ekki í sambandi. Hún hefur gengist undir tæknifrjógun og hefur notað egg sem hún lét fyrsta fyrir tæpum áratug. Zach Lowe skrifaði stóra grein á ESPN-síðuna þar sem hann fer yfir söguna á bak við þessa tvo stóru drauma Jennifer Boucek.This is an amazing article from @espn about @dallasmavs assistant Jenny Boucek's pregnancy. Thanks to @LaurieBollig for sharing it with me!https://t.co/3cHmcyrCOV — Kirsten Carney (@_KirstenL) July 30, 2018 Jennifer Boucek hefur alltaf haldið sambandi við liðfélaga sína úr Keflavík frá þessu magnaða 1997-98 tímabili og heimsótti Ísland meira að segja fyrir nokkru. Hún er líka alltaf dugleg að tala um árið á Íslandi í öllum viðtölum. Áhuginn á henni og fæðingu barnsins mun örugglega vera mikill á næstu vikum. Hún mun ekki ferðast með liðinu fyrstu sex mánuðina en síðan er stefnan tekin á því að verða fullgildur aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks. Þangað til mun hún fylgja liðinu á heimavelli og hjálpa til með því að skoða verðandi mótherja og leiki liðsins í gegnum sjónvarpið. Á sama tíma skrifar hún nýjan kafla í NBA-sögunni því aldrei hefur ófrísk kona eða kona með nýfætt barn starfað sem þjálfari í deildinni. Mamma Jennifer Boucek ætlar að flytja til hennar í Dallas og mun hjálpa henni fyrstu mánuðina sem móðir og aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks. NBA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Jennifer Boucek er einn af eftirminnilegustu bandarísku leikmönnunum sem hafa spilað í íslensku kvennadeildinni í körfubolta og nú tuttugu árum síðar er hún að stíga söguleg skref í NBA-deildinni í körfubolta. Tveir stærstu draumar Jennifer Boucek eru nefnilega að rætast og það þykir mörgum magnað afrek að henni sé að takast að upplifa þá báða á sama tíma. Jennifer Boucek er að fara að eignast sitt fyrsta barn á sama tíma og hún hefur ráðið sig sem aðstoðarþjálfara NBA-liðsins Dallas Mavericks. Boucek er fyrsta konan til að starfa í þjálfaraliði Dallas-liðsins. Boucek hafði áður unnið með leikmönnum hjá Sacramento Kings og varð þá þriðja konan til að fá starf sem aðstoðarþjálfari í NBA. Jennifer Boucek spilaði með Keflavík tímabilið 1997-98 og varð þá tvöfaldur meistari. Hún var mikill leiðtogi, frábær varnarmaður og mjög öflugur leikstjórnandi. Boucek var með 18,2 stig, 5,0 stolna bolta og 3,2 stoðsendingar að meðaltali í úrslitakeppninni 1998. Hér má sjá tölfræði liðsins. Boucek hafði áður spilað í WNBA-deildinni með Cleveland Rockers en varð að leggja skóna á hilluna sumarið 1998 vegna bakmeiðsla. Leikirnir með Keflavík urðu því síðustu leikirnir hennar á ferlinum. Boucek yfirgaf hinsvegar ekki körfuboltann því hún réði sig sem aðstoðarþjálfara í WNBA-deildinni sumarið 1999 og fékk síðan sína fyrstu aðalþjálfarastöðu hjá Sacramento Monarchs árið 2007. Boucek tók síðan við liði Seattle Storm og þjálfaði það frá 2015 til 2017. Eftir að hún missti starfið hjá Storm opnuðust tækifæri fyrir hana í NBA-deildinni. Hún hefur verið góður vinur Rick Carlisle, þjálfara Dallas Mavericks, í langan tíma og hann er tilbúinn að gefa henni þetta stóra tækifæri og það þótt að það standi mikið til í hennar persónulega lífi. Boucek hefur síðan verið að reyna að verða ófrísk í nokkurn tíma en hún er orðinn 44 ára gömul og er ekki í sambandi. Hún hefur gengist undir tæknifrjógun og hefur notað egg sem hún lét fyrsta fyrir tæpum áratug. Zach Lowe skrifaði stóra grein á ESPN-síðuna þar sem hann fer yfir söguna á bak við þessa tvo stóru drauma Jennifer Boucek.This is an amazing article from @espn about @dallasmavs assistant Jenny Boucek's pregnancy. Thanks to @LaurieBollig for sharing it with me!https://t.co/3cHmcyrCOV — Kirsten Carney (@_KirstenL) July 30, 2018 Jennifer Boucek hefur alltaf haldið sambandi við liðfélaga sína úr Keflavík frá þessu magnaða 1997-98 tímabili og heimsótti Ísland meira að segja fyrir nokkru. Hún er líka alltaf dugleg að tala um árið á Íslandi í öllum viðtölum. Áhuginn á henni og fæðingu barnsins mun örugglega vera mikill á næstu vikum. Hún mun ekki ferðast með liðinu fyrstu sex mánuðina en síðan er stefnan tekin á því að verða fullgildur aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks. Þangað til mun hún fylgja liðinu á heimavelli og hjálpa til með því að skoða verðandi mótherja og leiki liðsins í gegnum sjónvarpið. Á sama tíma skrifar hún nýjan kafla í NBA-sögunni því aldrei hefur ófrísk kona eða kona með nýfætt barn starfað sem þjálfari í deildinni. Mamma Jennifer Boucek ætlar að flytja til hennar í Dallas og mun hjálpa henni fyrstu mánuðina sem móðir og aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks.
NBA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira